Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Samkomubannið sem tók gildi hér á landi 16. mars sl. hafði víðtæk áhrif á Hafnarfjarðarbæ sem vinnustað. Á örskömmum tíma þurfti að virkja stofnanir í bænum til nýrrar hugsunar og skipuleggja starf hvers vinnustaðar miðað við tilmæli almannavarna.
Samkomubannið sem tók gildi hér á landi 16. mars sl. hafði víðtæk áhrif á Hafnarfjarðarbæ sem vinnustað og þurfti á örskömmum tíma að virkja stofnanir í bænum til nýrrar hugsunar og skipuleggja starf hvers vinnustaðar miðað við tilmæli almannavarna. 18 leikskólar eru í Hafnarfirði. Guðbjörg Hjaltadóttir, skólastjóri Hraunvallaleikskóla segir ástandið hafi á endanum þjappað fólki meira saman.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Guðbjörgu á dögunum.
Endurskipuleggja þurfti allt starf leikskólanna upp á nýtt eftir fund allra leikskólastjóra 15. mars, þar sem línurnar voru lagðar. „Það máttu helmingi færri börn mæta en vanalega og kennarar máttu mæta annan hvern dag, í tvo holl. Við völdum saman börn í holl sem voru vinir og systkini og svo voru leikskólakennarar sem áttu börn á öðrum leikskólum jafnvel beðnir um að starfa þar um tíma,“ segir Guðbjörg. Tveir til þrír kennarar voru á hverri deild með 9-12 börn. Útisvæðinu var skipt upp og engir sameiginlegir kaffitímar fyrir starfsfólk. „Það þurfti að sótthreinsa alla snertifleti og huga að tveggja metra reglunni. Foreldrar máttu ekki koma inn á starfssvæði leikskólans en sóttu og komu börnin í fatahenginu fyrir framan. „Foreldrarnir voru yndislegir og jákvæðir og allir einhvern veginn samhentir um að láta hlutina ganga upp. Svo vorum við með vax- og tússliti fyrir hvort holl og þurftum að taka úr umferð öll tréleikföng, púsl og perlur og slíkt sem ekki var hægt að þrífa nógu vel.
Nemendur í Hraunvallaleikskóla eru duglegir að nýta náttúruna í kring til útivistar. Mynd/aðsend
Eitt af óskablómunum sem teiknuð voru. Mynd/aðsend
Spurð um viðbrögð barnanna við breyttu fyrirkomulagi í samkomubanninu segir Guðbjörg að sum þeirra hafi verið ótrúlega vel upplýst en önnur voru ekkert að spá í umstangið. „Ein stelpa bað um hanska, bréf og spreybrúsa þegar hún mætti og fór á fullt að sótthreinsa. Börn teiknuðu kórónuveiruna eins og þau sáu hana fyrir sér og algengt var í fjölmiðlum. Sum teiknuðu veiruna í hjartanu og lýstu líðan sinni, að það væri ekki gott að fá kórónu í sig og leiðinlegt að allt væri lokað út af kórónuvírusnum og einni 6 ára fannst leitt að enginn kæmi í heimsókn. Börnin eru svo flink að endurspegla allt í leik sínum jafn óðum,“ segir Guðbjörg.
Teikningar af kórónuveirunni eftir börnin. Kórónuveiran í augum barnanna. Mynd/aðsend
Af 72 börnum í Hraunvallaleikskóla þurftu aðeins 2 að fara í sóttkví og enginn af 25 starfsmönnum smitaðist af COVID-19. Guðbjörg segir samkomubannið hafa þjappað starfsfólki leikskólans meira saman. „Við urðum enn samrýmdari og höfum líka lært hvað það er gott að hafa vinnu og starfsöryggi. Ég viðurkenni alveg að ég upplifði sjálf smá einmanaleika í starfinu vegna þess að ég hitti ekki eins margt fólk; foreldra og börn. Ég var mikið í undirbúningsherberginu og hitti svo bara mitt holl annan hvern dag og passaði þá upp á 2 metra regluna. Það var því mikill gleðidagur hjá mér 4. maí þegar samkomubanninu var aflétt. Starfsfólkið var líka alveg óttaslegið vegna ástandsins, eins og margir og enginn vildi smita né smitast. Óttinn var viss streituvaldur og það þurfti að taka bara einn dag í einu og þegar ég leit á covid.is daglega var eins og verið væri að skoða hvernig mér gekk á prófi í að halda veirunni í skefjum,“ segir Guðbjörg og bætir við aðspurð að lokum að þetta tímabil hafi m.a. kennt mörgum að nota meira fjarfundabúnaði, því þeir gerðu fundina markvissari. „Það er alltaf leið út úr öllu, þótt hún þyki yfirþyrmandi meðan á svona stendur. Ég er ánægð með hvernig Hafnarfjarðarbær stóð að þessu og ég er stolt af starfsfólki mínu.“
Viðtal við Guðbjörgu var birt í Hafnfirðingi 20. maí 2020
Forsíðumynd af Guðbjörgu með nemendum: Fremst er Eygló Þurý, Sara Dís, Emilía Ósk, Auður, Guðbjörg, Heiðbjört Halla og Emelía Sól. (Mynd/OBÞ)
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…