Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Veturinn 2017-2018 bauðst Áslandsskóla að taka þátt í rannsóknarverkefni á innleiðingu núvitundar í grunnskólum í samstarfi við Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis. Verkefnið var styrkt af Lýðheilsusjóði og markmið þess er að meta árangur innleiðingar núvitundar á líðan, seiglu, almenna stýrifærni (t.d. tilfinningastjórnun og einbeitingu) og núvitundarfærni nemenda og starfsfólks.
Veturinn 2017-2018 bauðst Áslandsskóla að taka þátt í rannsóknarverkefni á innleiðingu núvitundar í grunnskólum í samstarfi við Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis. Verkefnið var styrkt af Lýðheilsusjóði og markmið þess er að meta árangur innleiðingar núvitundar á líðan, seiglu, almenna stýrifærni (t.d. tilfinningastjórnun og einbeitingu) og núvitundarfærni nemenda og starfsfólks. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Kristínu Jónu Magnúsdóttur og Hjördísi Jónsdóttur, deildarstjóra i Áslandsskóla, sem halda utan um verkefnið.
„Það er mikill hraði í samfélaginu og því afar mikilvægt að nemendur og starfsfólk fái tæki til þess að þjálfa og kyrra hugann. Erlendar rannsóknar hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun auki vellíðan, seiglu og almenna stýrifærni (t.d. tilfinningastjórnun og einbeitingu) hjá nemendum og kennurum og hefur innleiðing núvitundar í skóla reynst jákvæð upplifun bæði fyrir kennara og nemendur. Við erum því afar þakklát í Áslandsskóla að fá að vera þátttakendur í þessu verkefni,“ segja Kristín Jóna og Hjördís, en þær brenna fyrir því að grunn- og leikskólar innleiði núvitund í skólastarfið. Í tengslum við Heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði var gerður samningur um að þær færu í leik- og grunnskóla bæjarins með fræðsluerindi um núvitund og innleiðingu Áslandsskóla á henni.
Rannsóknarverkefnið er til tveggja ára og hófst í janúar 2018. Fyrst var áhersla lögð á núvitundarþjálfun fyrir starfsfólk á 8 vikna MBCT núvitundarnámskeiði og voru 40 starfsmenn sem skráðu sig og 35 sem kláruðu námskeiðið. Einnig fengu þeir kennarar sem kláruðu námskeiðið tækifæri til að sækja þjálfun í kennslu núvitundar fyrir börn og unglinga. Sett var saman teymi til að halda utan um verkefnið og er Bryndís Jóna Jónsdóttir frá Núvitundarsetrinu tengiliður skólans. Boðið hefur verið upp á vinnustofur í núvitund, þjálfun í að leiða núvitundaræfingar og kennsluþjálfun sem byggir á námsefni eftir m.a. Bryndísi Jónu, Söru Silverton og Michael Bready. Að auki fóru kennararnir Kristín Jóna og Hjördís á kennaranámskeið á vegum Núvitundarsetursins og Bangor háskóla í Bretlandi og fengu til þess styrk frá Heilsueflandi samfélagi Hafnarfjarðar. Námið heitir Teacher Training Pathway sem er fagleg kennsluþjálfun fyrir fagaðila í núvitund.
Í framhaldi af þessum námskeiðum var hafist handa við að innleiða núvitund í skólann. Annars vegar með því að bjóða nemendum í 7. og 8. bekkjum upp á 8 vikna núvitundarnámskeið, en þessir árgangar eru þátttakendur í rannsóknarverkefninu, og hins vegar innleiða aðferðir núvitundar í almenna kennslu. Einnig fengu forráðamenn kynningu á hvað felst í núvitund og hvernig hægt er að nýta aðferðir hennar í daglegu lífi. Í vetur var ákveðið að setja inn skipulagða núvitundartíma í ákveðna árganga; 3., 4., 5., 7. og 10. bekk og er markmiðið að hvert barn sem fer í gegnum 10 ára skólagöngu í Áslandsskóla fái markvissa kennslu í núvitund í öllum deildum. Að auki eru kennarar að flétta núvitund inn í kennslustundir eins og passar hverju sinni og stefnt er að reglulegum núvitundaræfingum fyrir þá, m.a. til að hlúa betur að sér.
Hjördís Jónsdóttir ræddi núvitund nýlega í Vitanum, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…