Brúkum bekki – Ásmegin gefur fimm nýja bekki við Hvaleyrarvatn

Fréttir

Ásmegin sjúkraþjálfun, í eigu Kristins Magnússonar sjúkraþjálfara, gefur verkefninu Brúkum bekki, undir stjórn Gylfa Ingvarssonar og Kristins, fimm nýja bekki sem verða staðsettir í kringum Hvaleyrarvatn fyrir alla til að njóta.

Ásmegin gefur fimm nýja bekki sem verða staðsettir í kringum Hvaleyrarvatn

Í liðinni viku gaf Ásmegin sjúkraþjálfun, í eigu Kristins Magnússonar sjúkraþjálfara, verkefninu Brúkum bekki fimm nýja bekki sem verða staðsettir í kringum Hvaleyrarvatn, fyrir alla til að njóta. Víðsvegar um bæinn og bæjarland Hafnarfjarðar má finna góðan stað til að tilla sér og njóta náttúrunnar og lífsins í bænum. Fyrir það má sérstaklega þakka verkefninu Brúkum bekki, undir stjórn Gylfa Ingvarssonar og Kristins Magnússonar, sem hafa frá árinu 2012 stuðlað að aukinni hreyfingu eldri borgara.

Til dagsins í dag hefur stærsta einstaka gjöf í verkefnið Brúkum bekki komið frá Ásmegin sjúkraþjálfun, í eigu Kristins Magnússonar sjúkraþjálfara. Ásmegin gaf 12 bekki árið 2022 af gerðinni Klettur sem staðsettir eru við göngustíginn kringum Ástjörn og í næsta nágrenni. Verðmæti þeirra er um ein og hálf milljón króna.

Stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara

Á vorfundi Öldungaráðs Hafnarfjarðar 5. maí 2012 var undirritað samkomulag um Samfélagsverkefnið „Brúkum bekki“, milli Öldungaráðs, FEBH, Félag sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar, um að settir yrðu upp bekkir með 250 til 300 metra millibili. Með það að markmiði að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga og geta sest niður á bekki og þannig aukið á gæði hreyfingar í sínu nærumhverfi. Bekkirnir eru framleiddir hjá Málmsteypunni Hellu, sem gefur 10. hvern bekk sem keyptur er af þeim. Bekkirnir eru merktir gefendum og/eða þeim sem gefandi vill tileinka bekkinn.

Áhugasamir geta fylgst með verkefninu á Facebook síðu Brúkum bekki hér

Eldri fréttir og frekari upplýsingar um Brúkum bekki

Brúkum bekki í Hafnarfirði | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ásmegin gefur 10 bekki | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Stutt í næsta bekk | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt