Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Menningar- og heilsuganga þar-síðustu viku, „Brúkum bekki“, var farin um Ástjörn með leiðsögn Gylfa Ingvarssonar. Þar var fjallað um sögu svæðisins og þá nýju bekki sem göngufólk getur nýtt sér. Verkefnið sem ber sama nafn, „Brúkum bekki“, hefur verið í gangi síðan árið 2012. Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara.
Menningar- og heilsuganga þarsíðustu viku, „Brúkum bekki„, var farin um Ástjörn með leiðsögn Gylfa Ingvarssonar. Þar var fjallað um sögu svæðisins og þá nýju bekki sem göngufólk getur nýtt sér. En verkefnið sem ber sama heiti hefur verið í gangi síðan árið 2012. Bekkir hafa verið settir upp með 250 til 300 metra millibili, en markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir bæjarins hafa haft veg og vanda af hönnun og fjármögnun bekkjanna.
Lesa nánar um náttúruperluna Ástjörn | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Á vorfundi Öldungaráðs Hafnarfjarðar 5. maí 2012 var undirritað samkomulag um Samfélagsverkefnið „Brúkum bekki“, milli Öldungaráðs, FEBH, Félag sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar, um að settir yrðu upp bekkir með 250 til 300 metra millibili. Með það að markmiði að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga og geta sest niður á bekki og þannig aukið á gæði hreyfingar í sínu nærumhverfi. Bekkirnir eru framleiddir hjá Málmsteypunni Hellu, sem gefur 10. hvern bekk sem keyptur er af þeim. Bekkirnir eru merktir gefendum og/eða þeim sem gefandi vill tileinka bekkinn.
Upprunalega var leitað til fyrirtækja og félagsamtaka í Hafnarfirði til að koma að verkefninu. Í fyrsta áfanga sem kom til framkvæmda 2013, stóðu meðal annars eftirtalin fyrirtæki, félagasamtök og aðilar að verkefninu; Actavis, Arion-banki, Atlantsolía, IKEA, Félag eldri borgara Hafnarfirði, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Sjúkraþjálfarinn.
Árið 2015 komu fleiri fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar að verkefninu sem samstarfsaðilar. Meðal þeirra má nefna; Fjarðarkaup, Íslandsbanki, Kiwanisklúbburinn Eldborg, Málmsteypan Hella, Hafnarfjarðarhöfn og Lionsklúbburinn Kaldá.
Efnt var til hugmyndasamkeppni í hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði/ Tækniskólans, árið 2013 um hönnun og bárust margar áhugaverðar tillögur. Bekkurinn Vörður varð fyrir valinu vorið 2015. Framleiðslu á frumgerð var unnin af nemendum skólans undir handleiðslu kennara. Hrafnkell, umsjónarmaður verksins á vegum skólans, og skólameistari Tækniskólans afhenti bekkinn formlega 2. okt. 2019. Hönnuðirnir eru, Ásdís Ýr Einarsdóttir, Erla Rún Ingólfsdóttir og Reynir Reynisson. Bekkurinn er staðsetttur við Rauðsnef á Langeyrarmölum.
Vígsla og afhending á verðlaunabekknum Vörður | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Einnig var sent bréf til allra Grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2015 þar sem leitað var eftir að hver skóli smíðaði bekk sem staðsettur yrði við hvern skóla og yrði merktur verkefninu og er það von að skólarnir komi að þessu samfélagsverkefni þó seinna verði. Stór trébekkur við leikskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut verður merktur verkefninu.
Ásmegin sjúkraþjálfun í eigu Kristins Magnússonar sjúkraþjálfara hefur gefið 12 bekki af gerðinni Klettur sem staðsettir eru við göngustíginn kringum Ástjörn og í næsta nágrenni. Þetta er stærsta einstaka gjöf í verkefnið „Brúkum bekki“ og er verðmæti þeirra um ein og hálf milljón króna. Bekkirnir voru vígðir vorið 2022. En þá bekki mátti sjá í menningar- og heilsugöngunni sem var farin um Ástjörn, 2. ágúst síðastliðinn.
Í vor bættust við nýjir bekkir: frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði í tilefni af 50 ára afmæli bandalagsins, en það er bleiki bekkurinn við Bókasafnið. Svo er bekkur við smábátahöfnina sem var gefinn af afkomendum „ Til minningar um heiðurshjónin Ara Magnús Krisjánsson skipstjóra og Huldu Júlíönu Sigurðardóttur kaupmann. Höfnin var stór þáttur í þeirra lífi.“ Einnig hafa Lions menn í Hafnarfirði sett upp bekki við Hvaleyrarvatn og nú í júlí færði Rótarýklúbbur Hafnarfjarðarbæjar sex bekki á Káldárselsstíginn.
Útbúið var kort af bænum unnið af Ishmael David, sem sýnir allar gönguleiðir og bekki með 250 m til 300 m millibili, hægt er að segja að í Hafnarfirði sé stutt í næsta bekk. Kortin fást í öllum íþróttahúsum, sundstöðum, í Hraunseli, Hjallabraut 33, Hrafnistu, Höfn og í þjónustuveri bæjarinns. Aðal samstarfsaðilar Hafnarfjarðarbæjar hafa verið Helga Stefánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Ishmael Roberto David sem og bæjarstjórn hvers tíma.
Hafnarfjörður | Kortsjá | Loftmyndir af Íslandi | Íslandskort | Map of Iceland
Nú er verið að vinna í að uppfæra kortið. Verkefnisstjórar, þeir Gylfi Ingvarsson og Kristinn Magnússon fóru nýlega í göngu kringum Ástjörn til að meta aðstæður á göngustígnum og skoðuðu frágang við svæðið. „Þar er alltaf margt um manninn enda er svæðið algjör perla sem þarf að gæta og vernda. Til dæmis væri gott að fá gönguhópa innan FEBH til að ganga merktar gönguleiðir og veita umsögn um hvar þarf að bæta úr.“
„Verkefnið heldur áfram og við hvetjum alla sem vilja koma að verkefninu að hafa samband og einnig viljum við gjarnan fá umsagnir um verkefnið og ábendingar um nýjar gönguleiðir. Áhugavert er að kynslóðir ræði málið og þær yngri aðstoði þá eldri og gangi saman og setjist niður á bekki og taki upp létt bekkja-spjall því við erum jú öll á sama bekk.“
Verkefnisstjórnin þakkar öllum þeim sem komið hafa að verkefninu „Brúkum bekki“ í Hafnarfirði fyrir frábært samstarf við að gera verkefnið svo öflugt að við hér í Hafnarfirði erum með bestu útfærslu á verkefninu á landsvísu. Verkefnisstjórn skipa; Gylfi Ingvarsson frá Öldungaráði, Valgerður Sigurðardóttir frá FEBH og Kristinn Magnússon sjúkraþjálfari frá Félagi sjúkraþjálfara. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, Félags eldri borgara í Hafnarfirði og Félagi sjúkraþjálfara.
Ásmegin gefur 10 bekki | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Stutt í næsta bekk | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Brúkum Bekki | Facebook
Umhverfisstofnun | Ástjörn og Ásfjall, Hafnarfirði (ust.is)
Ganga-um-Ástjörn-2
Samantekt-2012-23
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…