Dagur farsældar haldinn í Hafnarfirði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur frá hausti 2018 þróað og innleitt verklag, Brúna, sem hefur þann tilgang að efla stuðning og þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins og auka lífsgæði barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Verklagið og innleiðing þess í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2021 með gildistöku frá og með 1. janúar 2022. Innleiðing og árangur Brúarinnar var meðal umræðuefnis á Farsældardegi sem haldinn var í fyrsta skipti í dag í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju.

Verklag Brúarinnar í Hafnarfirði haft til hliðsjónar í nýjum farsældarlögum

Hafnarfjarðarbær hefur frá hausti 2018 þróað og innleitt verklag, Brúna, sem hefur þann tilgang að efla stuðning og þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins og auka lífsgæði barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Verklagið og innleiðing þess í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2021 með gildistöku frá og með 1. janúar 2022. Innleiðing og árangur Brúarinnar var meðal umræðuefnis á Farsældardegi sem haldinn var í fyrsta skipti í dag í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju.

IMG_6143Þessi einstaki hópur og mörg fleiri til hafa byggt brúna í Hafnarfirði og innleitt verklag sem veitir aukna þjónustu á fyrri stigum og eykur aðgang fjölskyldna að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþættingarteymi Hafnarfjarðarbæjar starfar náið með fagaðilum og starfsfólki skóla og stofnana í Hafnarfirði. 

Áhersla lögð á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum

Markmið nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er að fjölskyldur sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Með verklagi Brúarinnar hefur Hafnarfjarðarbær markvisst verið að vinna að slíkum lausnum og leiðum síðustu fjögur árin. Í gegnum Brúna hefar áhersla verið lögð á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma sem hafa það hlutverk að kortleggja stöðu barns og leita sameiginlegra lausna, barni og fjölskyldu þess til stuðnings. Í brúarteymi er nám, hegðun, þroski og/eða líðan barns rædd með samþykki foreldra og viðeigandi úrræði virkjuð til að bregðast fyrr við erfiðleikum eða aðstæðum barnsins. Í byrjun var verklag Brúarinnar innleitt í sjö leikskóla og þrjá grunnskóla en skólaárið 2020-2021 voru allir leik- og grunnskólar orðnir þátttakendur í þróun og innleiðingu verklagsins. 

IMG_6236

Á Farsældardegi komu saman um 150 fagaðilar á sviði menntunar- og barnamála bæði frá Hafnarfirði og frá fjölmörgum samstarfsaðilum í málefnum barna og fjölskyldna. 

Nýr umræðuvettvangur fagfólks um farsæld barna og ungmenna

Farsældardagurinn í Hafnarfirði er nýr umræðu- og fræðsluvettvangur fagfólks í sveitarfélaginu þar sem unnið er áfram og enn meira að samþættingu þjónustu sveitarfélagsins við börn og ungmenni, nýsköpun og úrbótum á sviðinu. Á Farsældardegi komu saman um 150 fagaðilar á sviði menntunar- og barnamála bæði frá Hafnarfirði og frá fjölmörgum samstarfsaðilum í málefnum barna og fjölskyldna og ræddu og hlýddu á erindi m.a. um innleiðingu og árangur Brúarinnar, farsæld í nýju mennta- og barnamálaráðuneyti, nýja barna- og fjölskyldustofu, innleiðingu á barnvænu sveitarfélag í Hafnarfirði, heildræna þjónustu við fötluð börn og hlutverk heilsugæslunnar.

IMG_6344Farsældardagurinn var í senn uppskeruhátíð og framtíðarsýn. 

Farsældardagurinn var í senn uppskeruhátíð og framtíðarsýn þar sem litið var yfir farinn veg í þeirri vegferð að samþætta þjónustu við börn, staða sveitarfélagsins kortlögð og spáð í spilin til framtíðar í ljósi breytinga og þróunar á umhverfi og samfélagi.   

Ábendingagátt