Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ýmislegt gerist á þessum degi í starfi Hafnarfjarðarbæjar og þá sérstaklega í grunnskólunum. Á þessum degi hefst Litla og Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum bæjarins þar sem haldnar eru sérstakar samverur í tilefni dagsins og í tilefni af opnun þessara verkefna
Stóra upplestrarkeppnin er ætluð nemendum í 7. bekkjum og taka nemendur á öllu landinu þátt í keppninni en hún hófst sem þróunarverkefni í Hafnarfirði árið 1996. Keppnin felst í því að allir nemendur í 7. bekkjum leggja sérstaka rækt við upplestur og framsögn fram að lokahátíð keppninnar í Hafnarfirði sem verður haldin 7. mars 2017 í Hafnarborg. Samhliða keppninni hefst einnig smásagnasamkeppni meðal nemenda í 8.-10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og verða úrslit kynnt á fyrrgreindri lokahátíð. Einnig hefst á sama tíma samkeppni um mynd á boðskort á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði árið 2017 sem ætluð er nemendum í 6. bekkjum grunnskólanna. Litla upplestrarkeppnin er yngri en sú stóra og er ætluð 4. bekkingum í grunnskólunum. Hún tekur einnig á framsögn og upplestri en er með aðrar áherslur en Stóra upplestrarkeppnin. Nánari upplýsingar má fá hjá grunnskólunum og skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar en á vegum hennar annast Ingibjörg Einarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, verkefnisstjórn þessara verkefna.
Í dag er einnig kynnt plakat með lestrarsendiherrum Hafnarfjarðar, þeim Fanndísi Friðriksdóttur knattspyrnukonu og Friðriki Dór Jónssyni tónlistarmanni. Áhersla þess er að hvetja Hafnfirðinga til að lesa, minna sérstaklega ungu kynslóðirnar á mikilvægi lestrar og fyrirmynd hinna fullorðnu í lestri. Plakatinu verður dreift í leik- og grunnskóla bæjarins og aðrar stofnanir bæjarins eins og við á.
Þá fer fram í Hafnarfirði í dag sérstök kynning á nýju smáforriti (appi) sem ætlað er að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Smáforritið byggir á samnefndu kennsluefni, Orðagulli, sem er til í flestum grunnskólum Hafnarfjarðar. Höfundar kennsluefnisins og smáforritsins eru talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir en Ásthildur er jafnframt ráðgjafi á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar. Þetta verkefni var m.a. styrkt af Minningarsjóði Bjarna Snæbjörnssonar og Helgu, en bæjarfulltrúar tilnefna aðila í stjórn sjóðsins. Hægt er að nálgast Orðagullsappið í App store frá og með deginum í dag og verður það frítt til niðurhals. Forritið kemur til með að nýtast sem kennsluefni í leik- og grunnskólum og einnig fyrir foreldra.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…