Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagurinn hefur um árabil verið afar hátíðlegur og viðburðaríkur og þá sér í lagi í hafnfirskum leik- og grunnskólum. Á þessum degi hefst ræktunarhluti Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar auk þess sem mörg önnur skemmtileg verkefni eru sett formlega.
Til hamingju með daginn!
16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagurinn hefur um árabil verið afar hátíðlegur og viðburðaríkur og þá sér í lagi í hafnfirskum leik- og grunnskólum. Á þessum degi hefst ræktunarhluti Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar auk þess sem mörg önnur skemmtileg verkefni eru sett formlega. Vegna sérstakra aðstæðna í ár geta skólar ekki haldið upp á daginn líkt og áður, þ.e. í hátíðum innan skólanna þar sem margir bekkir og árgangar eru kallaðir saman á sal. Í stað þess eiga kennarar og nemendur notalegar stundir í eigin bekkjum en nemendur munu eiga kost að heyra frá Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, rithöfundi og teiknara og bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2020, í tilefni dagsins í gegnum fjarfundabúnað.
Sérstök rækt við upplestur og framsögn
Stóra upplestrarkeppnin fer af stað í 25. sinn í Hafnarfirði sem er vagga verkefnisins. Verkefnið varð með árunum að landsverkefni og er nú svo komið að nær allir skólar á landinu taka árlega þátt. Skólaárið 2020-2021 er síðasta skiptið sem Stóra upplestrarkeppnin verður haldin sameiginlega fyrir allt landið og eftir það mun keppnin verða á vegum einstakra sveitarfélaga. Hafnarfjörður mun halda áfram vegferð sinni með keppnina og telur sína ábyrgð vera hér mikla sem upphafsaðili keppninnar á Íslandi.
Stóra upplestrarkeppnin er ætluð nemendum í 7. bekkjum grunnskólanna. Keppnin felst í því að allir nemendur leggja sérstaka rækt við upplestur og framsögn fram að lokahátíð keppninnar sem haldin verður í mars 2021 í Hafnarfirði. Þar mæta til leiks tveir fulltrúar frá hverjum skóla og lesa þar bæði ljóð og texta sem valdir hafa verið af sérstakri nefnd. Allir nemendur í árganginum fá viðurkenningarskjal í lok ræktunartímabilsins. Á Degi íslenskrar tungu hefst einnig smásagnasamkeppni meðal nemenda í 8. – 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og verða úrslit kynnt á fyrrgreindri lokahátíð. Að þessu sinni hafa nemendur val um að skrifa um (1) ógleymanlegan dag, (2) draum eða veruleika eða (3) minningu. Samhliða hefst samkeppni um mynd á boðskort á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Samkeppnin er árviss í 6. bekkjum og hefur þátttakan ávallt verið mjög góð og mörg listaverkin hafa skilað sér á boðskortin.
Að verða betri í lestri í dag en í gær
Litla upplestrarkeppnin er nýrri af nálinni en sú stóra og er ætluð 4. bekkingum í grunnskólunum. Hún verður nú sett formlega í ellefta sinn. Keppnin byggir á sömu hugmyndafræði og sú Stóra en er aðlöguð að yngri nemendum. Hún tekur á framsögn og upplestri en er með aðrar áherslur. Þarna eru allir með og hugtakið keppni í þessu verkefni snýst eingöngu um að verða betri í lestri í dag en í gær. Í apríl 2021 eru svo haldnar hátíðir innan skólanna og fá foreldrar sérstakt boð auk þess sem nemendur fá allir viðurkenningarskjal. Þetta þróunarverkefni hófst líka í Hafnarfirði en í dag taka um 3.000 nemendur á landsvísu þátt.
Nánari upplýsingar má fá hjá hverjum skóla fyrir sig og hjá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar en á vegum hennar annast Ingibjörg Einarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri, verkefnisstjórn þessara verkefna sem hér að ofan eru kynnt.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…