Dreifing nýrra sorpíláta er hafin í Hafnarfirði

Fréttir

Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum föstudaginn 14. júlí. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hófst handar við fjölbýlishúsin í Skipalóni. Þrír merktir bílar og 11 starfsmenn af fjölbreyttu þjóðerni munu sjá um dreifingu og endurmerkingu á öllum ílátum sveitarfélagsins næstu daga og vikur.

Íbúar á Holtinu frá nýtt ílát heim til sín í vikunni

Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum föstudaginn 14. júlí. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hófst handar við fjölbýlishúsin í Skipalóni. Öll fjölbýli fá afhent til eignar 240L brún ílát fyrir matarleifar og fjöldi íláta er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis. Grátunnur eru endurmerktar fyrir blandaðan úrgang og plast og blátunnur verða endurmerktar fyrir pappír. Þrír merktir bílar og 11 starfsmenn af fjölbreyttu þjóðerni munu sjá um dreifingu og endurmerkingu á öllum ílátum sveitarfélagsins næstu daga og vikur.

Dreifingaráætlun í Hafnarfirði – við erum á leiðinni heim til þín

Gert er ráð fyrir að dreifing á nýjum ílátum í hverju hverfi taki um það bil eina viku. Þeir íbúar sem eru með símanúmer sitt skráð hjá 1819.is fá send SMS smáskilaboð um afhendinguna.

  • Vika 21 – 22/5-26/5 – Hvaleyrarholt – Hverfi 1
  • Vika 22 – 30/5-2/6 – Miðbær+Vesturbær – Hverfi 8
  • Vika 23 – 5/6-9/6 – Ásland+Norðurbakki – Hverfi 3 og 6
  • Vika 24 – 12/6-16/6 – Suðurbær – Hverfi 7
  • Vika 25 – 19/6-23/6 – Norðurbær – Hverfi 5
  • Vika 26 – 26/6-30/6 – Setberg+Suðurbær (Kinnar+Öldur) – Hverfi 4
  • Vika 27 – 3/7-7/7 – Hraun – Hverfi 6
  • Vika 28 – 10/7-14/7 – Vellir, Skarðshlíð og Hamranes – Hverfi 2

Eitt nýtt tvískipt ílát við sérbýli 

Sérbýli (ein-, tví- og þríbýli) fá afhent til eignar 240L tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang fyrir hvert fastanúmer, Við sérbýli bætist við ein ný tunna og verður meginreglan þrjár tunnur við hvert sérbýli. Þær tunnur sem fyrir eru verða endurmerktar fyrir plast annarsvegar og pappír hinsvegar.

Karfa og bréfpokar á öll heimili 

Samhliða dreifingu á nýjum ílátum munu öll hafnfirsk heimili fá plastkörfu og bréfpoka undir söfnun matarleifa innan heimila. Karfan sér til þess að það lofti um bréfpokann þannig að hann haldist þurr. Bréfpokarnir skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr matarleifunum. Gott viðmið eru þrír dagar per poka áður en hann skilar sér í heild sinni í nýtt ílát undir matarleifar.

Óskir um sérlausnir teknar til skoðunar frá og með hausti

Íbúar eru hvattir til að prófa nýtt fyrirkomulag og fjölda tunna í sumar og fram á haustið til að fá sem besta tilfinningu fyrir þörf heimilisins og þá ekki síst að þeirri flokkun sem snýr að pappír og plasti. Sorphirðutíðni mun áfram vera sú sama, á 28 daga fresti fyrir plast og pappír og 14 daga fresti fyrir matarleifar og blandaðan úrgang. Með haustinu þegar dreifingu lýkur verður hægt að kaupa annað tvískipt 240L sorpílát fyrir plast og pappír og skipta út fyrir 240L plastílát og 240L pappírsílát.

Ábendingagátt