Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðgerðir sveitarfélagsins hafa það að leiðarljósi að auka þjónustu, efla viðhald og framkvæmdir, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta fyrir eigið fé. Þannig hefur Hafnarfjarðarbæ tekist að bæta rekstur sveitarfélagsins umtalsvert á stuttum tíma, frá rekstrarhalla árið 2015 í jákvæða rekstrarniðurstöðu 2016 samkvæmt útkomuspá og áætlaðan rekstrarafgang upp á 554,4 milljónir króna í lok árs 2017.
Efling grunnþjónustu og aukið framlag til framkvæmda
Hafnarfjarðarbær mun framkvæma fyrir um 3.435 millj. kr. árið 2017 samanborið við 1.576 millj. kr. árið 2016 og vel innan við 1.000 millj. kr. á ári árin 2011 til 2015. Fjárhagsáætlun sýnir glöggt mikinn viðsnúning í rekstri bæjarins og mun hafnfirskt samfélag njóta ábatans á nýju ári. Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Sólvang. Framkvæmdir við nýjan leik- og grunnskóla í Skarðshlíð hefjast á árinu auk þess sem nýtt æfinga- og kennsluhúsnæði mun rísa á svæði Hauka á Ásvöllum. Gervigras hjá FH verður einnig endurnýjað og mun sú vinna fara af stað á árinu. Þrjár félagslegar íbúðir voru keyptar 2016 og er gert ráð fyrir 200 milljónum til viðbótar í félagslegar íbúðir á nýju ári.
„Eins og sjá má glöggt á nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2017 og viðbótum við áætlun þá hefur rekstur sveitarfélagsins tekið stökkbreytingum milli ára. Útkomuspá fyrir 2016 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu og verulegri aukningu í veltufé frá rekstri. Þetta þýðir að við getum áfram lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda, fjárfestingar fyrir eigið fé og umfram allt auknar framkvæmdir, viðhald og þjónustu til samfélagsins“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Það eru mjög spennandi og gefandi verkefni framundan á nýju ári sem ég hlakka til að vinna með mínu fólki og samfélaginu hér í Hafnarfirði“ bætir Haraldur við.
Síðastliðið haust úthlutaði bærinn sex lóðum í Skarðshlíðarhverfi fyrir 18 fjölbýlishús með 167 íbúðum og hefjast framkvæmdir og uppbygging á svæðinu um mitt ár. Tveimur fjölbýlishúsalóðum hafði þegar verið úthlutað, þar af einni lóð til ASÍ fyrir 32 íbúðir. Um er að ræða fyrstu úthlutun til ASÍ í fjögurra fasa ferli sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á 150 leiguíbúðum á fjórum árum til að svara betur þörf á leigumarkaði. Samkvæmt samkomulaginu mun bærinn hafa ráðstöfunarrétt yfir 25% þeirra íbúða sem rísa, til félagslegra nota. Annað svæði í Skarðshlíðarhverfi ætlað einbýlis-, par- og raðhúsum er í hönnunar- og skipulagsferli sem ráðgert er að ljúki í upphafi nýs árs. Lóðirnar verða auglýstar á vormánuðum og bendir eftirspurn, sem þegar hefur skapast, til þess að lóðirnar fari fljótt og að þetta nýja hverfi Hafnarfjarðar byggist hratt upp og verði með vinsælustu hverfum stór-höfuðborgarsvæðisins. Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar/Krýsuvíkurvegar, sem komin eru á samgönguáætlun, munu ekki bara greiða aðgang fyrir íbúa að Völlum og Skarðshlíð heldur einnig opna á mikil tækifæri fyrir frekari uppbyggingu iðnaðarhverfis á Hellnahrauni. Mikil uppbygging er einnig að eiga sér stað víðar í bænum, bæði á vegum bæjarins og einkaaðila. Ráðgert er að framkvæmdir við nýtt hótel í miðbæ Hafnarfjarðar hefjist á árinu og endurskipulagning eigi sér stað í iðnaðarhverfi á hraunum og við Flensborgarhöfn. Ákveðið hefur verið að rífa hús við Lækjargötu 2 sem í daglegu tali gengur undir nafninu Dvergur. Húsið hefur um árabil verið vannýtt og lítil prýði fyrir ásýnd bæjarins. Leitast verður við að nýbyggingar á lóðinni falli vel að aðliggjandi húsum og mun breytingin hafa mikil áhrif á ásýnd bæjarins.
390 milljóna króna viðbót við fjárhagsáætlun
390 milljónum króna verður varið í aukið viðhald og eflingu á burðarstólpum sveitarfélagsins. Stærstu viðbætur við fjárhagsáætlun snúa að eflingu og auknu framlagi til menntunar og fræðslu, frístunda, menningar, fjölskylduþjónustu og til eflingar á grunnþjónustu við íbúa og fyrirtæki. Þannig er gert ráð fyrir 35 milljóna króna hækkun til snjómoksturs og að ákveðnir göngu- og hjólastígar verði í forgangi sem og helstu akstursleiðir. Aukin áhersla verður jafnframt lögð á sópun gatna, slátt og hreinsun bæjarins. Þróunarsjóður menntamála hljóðar upp á 150 milljónir króna 2017 og nær sjóðurinn til tækjabúnaðar, námskeiða og innleiðingar á nýrri tækni. Þar af verður 80 milljónum varið í innleiðingu á spjaldtölvum fyrir kennara og nemendur í 8. -10. bekkjum grunnskólanna. Framtíðaráætlun fyrir 2018 gerir ráð fyrir kaupum á spjaldtölvum fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Mikil endurnýjun hefur þegar átt sér stað á tölvubúnaði í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðarbæjar og var hátt í þriðjungur af tölvubúnaði skólanna endurnýjaður á árinu 2016. Auknu fjármagni verður einnig varið til fjölgreinadeildar og uppbyggingar hennar, kennslu í list- og verkgreinum, búnaðarkaupa í tónlistarskóla og í aukins stuðnings við nemendur með annað móðurmál en íslensku. Leikskólakennarar- og deildarstjórar leikskóla munu fá aukið fjármagn í undirbúning auk þess sem 25% hækkun mun verða á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum. Fjölskylduþjónusta mun fá aukinn liðstyrk vegna barnaverndarmála auk þess sem 35 milljónir fara í að auka menntunarstig starfsfólks á heimilum fatlaðs fólks og til atvinnu fatlaðs fólks. Rekstarviðhald skóla, íþróttahúsa og sundlauga verður aukið um 38 milljónir og viðhald opinna svæða, fasteigna og malbiks um sömu upphæð.
Fylgiskjöl með fréttatilkynningu
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…