Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sú hefð var tekin upp fyrir um fjórum árum á leikskólanum Álfasteini á Holtinu að við útskrift fá nemendur rós og fjörustein sem áletraður er með styrkleikum hvers og eins barns.
Sú hefð var tekin upp fyrir um fjórum árum á leikskólanum Álfasteini á Holtinu að við útskrift fá nemendur rós og fjörustein sem áletraður er með styrkleikum hvers og eins barns. Þessi fallega hugsun var einnig færð yfir til starfsfólks, því í stað hefðbundinna starfsmannaviðtala eiga sér stað styrkleikasamtöl starfsfólks og skólastjórans, Ingu Líndal Finnbogadóttur.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur heimsótti Ingu í Álfastein á dögunum.
Inga Líndal Finnbogadóttir er skólastjóri leikskólans Álfasteins.
Inga hefur stýrt skólanum frá upphafi, eða síðan 2001 og innleiddi þar framfarastefnu þar sem megináhersla er lögð á að kenna börnunum gagnrýna og skapandi hugsun og einingakubbar eru mikið notaðir til að efla stærðfræði- og rökhugsun.
Dæmigerður styrkleikasteinn sem útskriftarnemendur fá. Mynd/OBÞ
Hugmyndin að steinahefðinni kom frá Hrund Apríl Guðmundsdóttur, sem leysti Ingu af í eitt ár í veikindaleyfi, og meistaraverkefni hennar í jákvæðri sálfræði. „Það er ávallt mikil hátíðarstund þegar við útskrifum börnin og afhendum hverju og einu rós og stein með áletruðu styrkleikunum. Allir verða mjög meyrir og allt verður enn fallegra fyrir vikið. Þetta á líka vel við nafn leikskólans,“ segir Inga stolt. Steinarnir eru sóttir í fjöruna fyrir neðan Hvaleyrarvöll, sem er í nágrenni leikskólans, en umhverfið þar skartar einstaklega fallegri náttúru og leiksvæðið ber þess sterk einkenni og eflir hreyfifærni barnanna. Þá hefur mikil áhersla verið lögð á einingakubba í starfi skólans, til náms og þroska.
Mikil náttúrueinkenni eru í umhverfi Álfasteins, m.a. þessi hlaðni veggur í bakgarðinum. Mynd/OBÞ
Spurð um helsta ávinning af því að taka upp þessa útskriftarhefð segir Inga að allir hafi gott af því að þurfa að hugsa um aðra og sig sjálfa út frá styrkleikum. „Það að koma auga á þá, setjast niður og skrifa þá niður og mála þá svo á steina er mjög gefandi og þroskandi. Það er svo auðvelt að sjá það neikvæða, sérstaklega við sjálfan sig, og taka síður eftir því sem er gott. Við hugsum of sjaldan um styrkleika. Þegar við afhendum börnunum steinana lesum við styrkleikana upp og útskýrum hvers vegna þeir eru mikilvægir. Það er líka gott fyrir foreldrana og jákvætt fyrir alla,“ segir Inga og brosir.
Á Álfasteini starfa 27 manns og þar eru 77 nemendur í senn. Inga segir starfsmannahópinn einstaklega góðan og merki um það sé m.a. að finna í því að stór hluti þeirra hefur starfað þar í 10 ár eða lengur. „Ég finn það svo vel í því að við erum mjög lausnamiðuð heild. Við leggjum fram starfsmanna- og foreldrakönnun annað hvert ár og niðurstöður eru skoðaðar og farið í uppbótaáætlun, þar sem við bætum aðstæður eða annað sem þarf til að auka ánægju og minnka álag. Við vinnum líka með styrkleika í starfsmannaviðtölum sem við köllum styrkleikasamtöl. Þar notum við styrkleikaspjöld og starfsfólkið velur tvö af spjöldunum sem því finnst passa við sig og ég vel tvö spjöld. Svo gengur samtalið út frá styrkleikunum og hvernig þeir eru nýttir í starfinu og við útskýrum hvers vegna við völdum umrædda styrkleika. Starfsfólkið vill frekar þetta samtal en gamla formið. Þetta hefur einnig skilað góðum árangri,“ segir Inga.
Viðtal við Ingu birtist í Hafnfirðingi 7. júní 2020
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…