Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri Lækjarskóla, bjó í Svíþjóð í sjö ár og þegar samkomubannið vegna COVID-19 skall á í mars ráðfærði hún sig ekki bara við íslenska kollega sína heldur líka sænska og gerði lista yfir það sem hún taldi þurfa að hafa í huga. Til samskipta við nemendur og forráðamenn notuðu kennarar síma, tölvupóst, hópa á netinu og samskiptaforrit.
Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri Lækjarskóla, bjó í Svíþjóð í sjö ár og þegar samkomubannið vegna COVID-19 skall á í mars ráðfærði hún sig ekki bara við íslenska kollega sína heldur líka sænska og gerði lista yfir það sem hún taldi þurfa að hafa í huga. Til samskipta við nemendur og forráðamenn notuðu kennarar síma, tölvupóst, hópa á netinu og samskiptaforrit. Hún segir að þetta stóra samstarfsverkefni innan skólans og einnig við foreldra hafi gengið að óskum og hún er gríðarlega stolt af sínu fólki.
Nöfn barna á með Dögg: Elías, Valdís Silja, Ágúst Jökull, Rán, Hera Dís, Tóti, Hrönn, Eiður Hrafn, Úlfheiður og Ágúst. Mynd/OBÞ
Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Dögg á dögunum
Starfsfólk Lækjarskóla var saman komið á kaffistofu skólans á föstudegi til að hlusta á yfirvöld lýsa yfir samkomubanni frá og með næsta mánudegi. „Svo þurftum við að kollvarpa öllu skólastarfi á einni helgi og vinnan hófst samstundis. Við stjórnendur skólans hittumst á sunnudeginum og skiptum skólanum í fjögur svæði sem starfsfólki og nemendum var einnig skipt í og þannig hélst það til 4. maí. Þetta var mjög skrítið, framandi og furðulegt, bara eins og að við værum að leika í bíómynd en það vantaði handrit. T.d. að sjá einhvern fyrir utan gluggann hlaupa með matarvagn og skilja eftir mat fyrir utan hurðina á hverju hólfi,“ rifjar Dögg upp og tekur fram að byggingarstíll Lækjarskóla hafi hjálpað til á þann hátt, með mörgum svölum, að hægt var að sjást og vinka á milli hólfa þótt ekki væri hægt að hittast. „Yngstu nemendurnir voru þó fjærst mér og ég saknaði þeirra og starfsfólksins þar mikið.“ Hulda og Hanna, kennarar í 1. bekk sem Dögg hitti ekkert en gat vinkað. Mynd/aðsend
Dögg segist ekki hafa fundið fyrir kvíða en óvissan var mikil svo hún bjó sig undir það versta en vonaði alltaf það besta. „Ég fann hvað það hjálpaði að vera vel undirbúin og ég skráði líka í dagbók hvernig tekið var á málum hvern dag svo hægt væri að skoða síðar í sögulegu samhengi. Við eigum eftir að tala um þetta lengi.“ Hún segist þakklát fyrir að hafa getað mætt til vinnu dag hvern. „Ég er einnig sérlega stolt af öllu mínu fólki sem tilheyrir sannarlega framvarðasveitinni. Hér hefur ríkt gríðarleg samstaða, allir jákvæðir og sveigjanlegir og lögðust á eitt við að gera það sem þurfti.“ Við þetta bætir Dögg að aðrir samstarfsfélagar hjá Hafnarfjarðarbæ, utan skólans, hafi líka staðið virkilega vel að málum. „Við fengum plagg með forskrift frá sviðsstjóra og skólafulltrúa á mennta- og lýðheilsusviði og það gerði okkur þetta mun auðveldara fyrir. Svo funduðu skólastjórnendur skólanna og skólastjórar í Hafnarfirði daglega og þótt fólk hafi ekki alltaf haft eitthvað að segja, þá voru fundirnir gríðarlega mikilvægir til að stilla saman strengi og hjálpast að. Því að á hverjum degi komu upp ótal spurningar úr öllum áttum sem þurfti að leita svara við.”
Dögg segir að samkomubannið hafi kennt starfsfólki skólans að nýta tímann vel og takast á við óvæntar breytingar. „Starfsfólkið steig á skömmum tíma stór skref í tæknimálum og samskipti við heimili jukust til muna og urðu í mörgum tilvikum nánari. Stjórnendateymi skólans vann þrekvirki á hverjum degi og sá algjörlega um daglegan rekstur í sínu hólfi. Þá voru dæmi voru um að kennarar legðu í ferðalag og afhentu gögn heim til nemenda. Foreldrar þurftu einnig að setja sig inn í skólastarfið á nýjan hátt og eiga hrós skilið fyrir samstarfið og þolinmæðina. Fjarfundir með foreldrum og teymisfundir virkuðu mjög vel og verða meira nýttir samhliða öðrum fundum í framtíðinni.“
Raddir nemenda hafi ekki síður verið mikilvægar í ferlinu. Mynd/OBÞ
Að lokum vill Dögg taka fram að raddir nemenda hafi ekki síður verið mikilvægar í ferlinu. „Fulltrúar nemenda í skólaráði komu með mikilvægar ábendingar um hvernig skólinn gæti komið til móts við þá. Í kjölfarið stofnuðum við í síðu sem heitir Heimaskólinn með samantekt af gögnum leiðbeiningum og forritum. Þá vorum við einnig skýrari með hvernig og hvenær nemendur gætu náð í kennarana og átt við þá samtal.Þetta tókst allt með samvinnu allra nefndra aðila við vorum sterk saman og unnum mikið verk. Allir lögðust á eitt og gerðu það sem gera þurfti. Það voru allir að gera sitt besta”.
Nöfn barna á forsíðumynd með Dögg: Elías, Valdís Silja, Ágúst Jökull, Rán, Hera Dís, Tóti, Hrönn, Eiður Hrafn, Úlfheiður og Ágúst. Mynd/OBÞ
Viðtal við Dögg birtist í Hafnfirðingi 20. maí 2020
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…