Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin er komin til að vera og er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar og það til framtíðar.
„Sýningin er tileinkuð starfi Jóhannesar Reykdal sem sannarlega var einn af þeim sem setti sitt mark á Íslandssöguna og sögu Hafnarfjarðar með skapandi hugsun sinni og framkvæmdagleði,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri við opnunina en stytta af Jóhannesi stendur við Lækinn – rétt ofan við sýninguna.
Hún sagði frá því að Jóhannes Reykdal hafi verið einna þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í rafvæðingu á Íslandi en þó þekktur í Hafnarfirði fyrir margt annað og fyrir að hafa rutt veginn á svo marga vegu. Hann var fæddur 1874 og því 150 ár liðin frá fæðingu hans.
„Faðir 12 barna, eigandi trésmíðaverkstæðis og síðar rafveitu í Hafnarfirði og eftir að hann seldi fyrirtækin sín hóf hann búskap á Setbergi ofan við Hafnarfjörð árið 1911 þar sem hann beitti hinum ýmsu nýjungum við bústörfin,“ sagði Rósa frá.
„Við Setberg reisti hann að sjálfsögðu sjálfur rafstöð, keypti dráttarvél sem hægt var að tengja ýmis heyvinnutæki við og þá tók hann í notkun mjaltavél á búi sínu, einna fyrstur manna hér á landi.“
Jóhannes reisti hann nýtt trésmíðaverkstæði á landareign sinni árið 1920 og sex árum síðar reis þar einnig íshús sem þjónustaði útgerðina í bænum. „Það er því óhætt að segja að saga Jóhannesar og bæjarins tvinnist þétt saman. Auk fjölda húsa sem hann byggði í bænum settu trésmíðaverkstæði hans og síðar rafveitan mark sitt á bæinn,“ sagði Rósa. Svo rakti hún sögu hans enn frekar:
Rósa sagði óhætt að segja að draumur um sýningu á þessum sögulega stað sé loksins orðinn að veruleika. „Sýningin er metnaðarfull og frábær viðbót við sýningarhús og sýningarstaði Byggðasafns Hafnarfjarðar sem voru allt til dagsins í dag sjö, nú átta með þessari nýju sýningu. Mikilvægi þessara sýninga Byggðasafnsins er ótvírætt fyrir skrásetningu á sögu Hafnarfjarðar og í þeirri vegferð að færa söguna áfram með sýnilegum og áhugaverðum hætti kynslóða á milli. Bestu þakkir til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg við gerð og uppsetninguna,“ sagði hún.
„Ég hvet ykkur til að koma hingað sem oftast og taka gesti með. Ég hvet ykkur líka til þess að heimsækja Jólaþorpið nú á aðventunni, Hellisgerði og gefa ykkur stund til að njóta alls þess sem jólabærinn hefur upp á að bjóða,“ sagði hún og hvatti viðstadda til að njóta aðventunnar í Hafnarfirði.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…