Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um áramótin tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hér er um tímamótalöggjöf að ræða en meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar skrifaði grein sem birt var í Morgunblaðinu 14. mars síðastliðinn.
Um áramótin tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hér er um tímamótalöggjöf að ræða en meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar skrifaði þessa grein sem birt var í Morgunblaðinu 14. mars síðastliðinn.
Gert er ráð fyrir stigskiptingu þjónustunnar. Á fyrsta stigi er grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum og er áhersla á einstaklingsbundinn og snemmbæran stuðning. Á öðru stigi er um markvissari einstaklingsþjónustu að ræða og á þriðja stigi er þjónustan orðin sérhæfðari.
Nýju lögin kalla á umfangsmiklar breytingar á skipulagi og þjónustu sveitarfélaga. Hafnarfjarðarbær hefur unnið að þróun verklags í þjónustu við börn og fjölskyldur frá árinu 2016 undir heitinu Brúin – Barn | Ráðgjöf | Úrræði. Verklag Brúarinnar fellur að áherslum í nýjum lögum enda var leitað í smiðju sveitarfélaga við gerð frumvarps til laganna. Brúin felur í sér markvissari samvinnu sérfræðinga sem koma að málefnum barna, þverfaglega samvinnu og lausnarleit. Þjónustan er stigskipt sem felur í sér að viðeigandi úrræði eru virkjuð í takt við hverjar aðstæður fyrir sig. Með slíkri stigskiptingu næst ekki einungis betri árangur heldur jafnframt betri yfirsýn yfir árangur og virkni úrræðanna. Haustið 2020 voru allir skólar og leikskólar Hafnarfjarðarbæjar byrjaðir að vinna eftir verklagi Brúarinnar með stigskiptri þjónustu. Ráðnir voru inn sérfræðingar með þekkingu og bakgrunn bæði í félags- og heilbrigðisþjónustu og innan menntakerfisins. Verkefnastjóri hefur leitt þessa nýju hugmyndafræði í sveitarfélaginu og eru fagfólk og stjórnendur skóla og leikskóla sammála um að verklag Brúarinnar styðji við lausnir á fyrri stigum í málefnum barna.
Brúin leitast einnig við að tengja saman þjónustu sveitarfélagsins, heilsugæslu, lögreglu og fleiri sem að málum barna koma. Hér er því um viðamikið innleiðingarverkefni að ræða. Nýtt verklag, snemmtækur stuðningur, samvinna ólíkra kerfa, samvinna fagfólks, aukin yfirsýn allt kallar þetta á nýja sýn og ný vinnubrögð. Reynslan í Hafnarfirði sýnir að það þarf skýra sýn og öfluga samvinnu til þess að árangur náist. Samvinna félags-, heilbrigðis- og menntakerfis og svo foreldra og forsjáraðila er grunnur þess að vel takist til. Í Hafnarfirði hafa stjórnendur og fagfólk verið samstíga og þarf að leggja áherslu á þá samvinnu við innleiðingu nýrra laga. Í Hafnarfirði erum við farin að sjá árangur af verklagi Brúarinnar. Fleiri börn fá þjónustu á fyrri stigum, barnaverndarmálum fjölgaði ekki árin 2020 og 2021 öfugt við það sem gerist í flestum öðrum sveitarfélögum og meiri samvinna er milli kerfa.
Ýmsar áskoranir eru framundan og má nefna að nýju lögin kveða á um að öll börn og foreldrar skuli hafa aðgang að tengilið til að tryggja barninu aðgang að þjónustunni eftir því sem þörf er á. Hér er um nýtt hlutverk að ræða sem skiptist á mestu á milli heilsugæslu, skólakerfisins og að hluta til félagsþjónustunnar. Einnig er kveðið á um málstjóra sem skipaður er ef barn hefur þörf fyrir frekari þjónustu en veitt er á fyrsta stigi. Sveitarfélag skal velja málstjóra sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða á þeim sviðum sem þarfir barnsins liggja. Framundan er vinna við að skilgreina og móta ný hlutverk og jafnframt þarf að koma til fjármagn til að efla og móta úrræði sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra.
Vandað hefur verið til við mótun nýrra laga sem eru afurð viðamikils samráðs. Nú er komið að innleiðingu nýrra hugmynda og vinnubragða. Samvinna kerfa og samþætting eru lykilþættir. Samvinna félags-, heilbrigðis- og menntakerfa þarf að liggja til grundvallar innan sveitarfélaganna. Það hefur gefið góða raun í Hafnarfirði og er lykill að góðum árangri Brúarinnar. Það eru spennandi tímar framundan í þágu farsældar barna.
Nánari upplýsingar um Brúna
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…