Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verklag Brúarinnar og innleiðing í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi 1. janúar 2022. Með verklagi Brúarinnar hefur Hafnarfjarðarbær markvisst verið að vinna að lausnum frá 2018. Þann 7. nóvember sl. komu fulltrúar frá Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) í heimsókn í Hafnarfjörð með erindi um áherslur farsældarlaganna.
Verklag Brúarinnar og innleiðing í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi 1. janúar 2022. Með verklagi Brúarinnar hefur Hafnarfjarðarbær markvisst verið að vinna að lausnum frá 2018. Þann 7. nóvember sl. komu fulltrúar frá Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) í heimsókn í Hafnarfjörð með erindi um áherslur farsældarlaganna og hittu fyrir í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju um 150 fagaðila á sviði menntunar-, fjölskyldu- og barnamála innan Hafnarfjarðarbæjar og frá fjölmörgum þjónustuveitendum sem koma að málefnum barna og fjölskyldna í bænum. BOFS kallar þessar heimsóknir til sveitarfélaganna „Farsældarrútuna“.
Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar tóku til máls Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, sem opnaði umræður og erindi og ræddi meðal annars um tilgang vinnunnar og mikilvægi og velsæld og velferð komandi kynslóða þar sem mannleg gildi eru í grunninn það sem meðal annars kveikti hugmyndina að verklagi Brúarinnar og hún byggir á. Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar, og Eiríkur Þorvarðarson, deildarstjóri fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar, fóru yfir farinn veg í Hafnarfirði og tóku saman styrkleika og þær áskoranir sem verklag Brúarinnar og farsældarlögin hafa boðið upp á. Páll Ólafsson, framkvæmdarstjóri farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, fór yfir lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og aðdraganda þeirra og tók við spurningum úr sal. Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs, lokaði deginum, hrósaði fagfólkinu í sal fyrir vel unnin störf og árangur.
Mikill hugur er í fólki innan Hafnarfjarðarbæjar sem sinna farsæld barna frá degi til dags í störfum sínum. Sérstakur farsældardagur var haldinn í Hafnarfirði haustið 2022 til að fagna og draga saman vinnu starfsfólks við innleiðingu verklags Brúarinnar sem miðar að því að samþætta vinnu allra þeirra sem kom að starfi með börnum og ungmennum. Sá dagur markaði í senn uppskeru árangurs og sýn til framtíðar. Þar sem litið var yfir farinn veg, staða sveitarfélagsins kortlögð og spáð í spilin til framtíðar í ljósi breytinga og þróunar á umhverfi og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Frá hausti 2018 hefur starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar þróað og innleitt verklag, Brúna, sem hefur þann tilgang að efla stuðning og þjónustu við börn og ungmenni bæjarins og auka lífsgæði þeirra og fjölskyldna þeirra. Helstu áherslumál í vinnulagi Brúarinnar nú í haust hefur verið að mennta málstjóra og ráðgjafa og starfsfólk skóla í því að verða tengiliðir farsældar. Nú í haust hafa 140 manns farið í gegnum farsældarskólann á vegum BOFS.
Barna- og fjölskyldustofa er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og barnamálaráðherra og starfar á grundvelli laga nr. 87/2021. Stofan hefur víðtækt hlutverk og sinnir verkefnum sem tengjast þjónustu í þágu barna á grundvelli ýmissa laga, t.a.m. barnaverndarlaga og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Markmið Barna- og fjölskyldustofu er að vinna að velferð barna. Meginhlutverk stofnunarinnar er að veita og styðja við þjónustu í þágu barna og stuðla að gæðaþróun í samræmi við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Barna- og fjölskyldustofa þjónar landinu öllu.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.