Fasteignagjöld 2020 – álagningarseðlar aðgengilegir

Fréttir

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020 eru nú aðgengilegir á MÍNUM SÍÐUM á hafnarfjordur.is og á island.is. Á álagningarseðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020 eru nú aðgengilegir á MÍNUM SÍÐUM á www.hafnarfjordur.is og á www.island.is. Á álagningarseðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.

Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga

Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2020 eru tíu. Fyrsti gjalddaginn er 1. febrúar nk. og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda ársins er kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Lækkun eða niðurfelling á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega

Í upphafi árs hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling á fasteignaskatti samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna samkvæmt skattframtali fyrra árs, nú 2019. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða eigið húsnæði þar sem greiðandi á lögheimili. Afsláttur fasteignaskatts er endurreiknaður þegar skattframtal 2020 er staðfest hjá Ríkisskattstjóra.

Greiðslu- og álagningarseðlar ekki á pappírsformi nema til eldri borgara og lögaðila

Fasteignagjöldin eru til innheimtu í heimabönkum. Greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru ekki sendir út í pappírsformi nema til lögaðila og þeirra sem eru 68 ára og eldri. Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil sendan heim og eins geta þeir sem fá seðil óskað eftir að því verði hætt. Hægt er að nálgast álagningarseðil á www.island.is og á MÍNUM SÍÐUM á www.hafnarfjordur.is

Allar nánari upplýsingar veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í s. 585-5500 eða í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt