Fasteignagjöld 2022 – álagningarseðlar aðgengilegir

Fréttir

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.

Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga

Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2022 eru tíu. Fyrsti gjalddaginn er 1. febrúar og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda ársins er kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Lækkun eða niðurfelling á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega

Í upphafi árs hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling á fasteignaskatti samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna samkvæmt skattframtali fyrra árs, nú 2021. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða eigið húsnæði þar sem greiðandi á lögheimili. Afsláttur fasteignaskatts er endurreiknaður þegar skattframtal 2022 er staðfest hjá Skattinum .

Við erum eingöngu rafræn! Seðlar ekki lengur á pappírsformi

Fasteignagjöldin eru til innheimtu í netbönkum. Greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru nú einungis birtir rafrænt og ekki lengur sendir út í pappírsformi. Hægt er að nálgast álagningarseðlana á Mínum síðum og island.is

Allar nánari upplýsingar veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í s. 585-5500, í gegnum netspjall á www.hafnarfjordur.is eða í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt