Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólinn Stekkjarás fagnaði fimmtán ára afmæli sínu 8. september sl. „Í þessi fimmtán ár höfum við verið í stöðugri þróun og aldrei þurft að hafa áhyggjur af stöðnun,“ segir Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri. Segir hún nýliðið haust í Stekkjarási hafa verið fjörugt sem fyrr og skólasamfélagið tekið þátt í og sett af stað margvísleg verkefni.
Leikskólinn Stekkjarás fagnaði fimmtán ára afmæli sínu 8. september sl. „Í þessi fimmtán ár höfum við verið í stöðugri þróun og aldrei þurft að hafa áhyggjur af stöðnun,“ segir Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri. Segir hún nýliðið haust í Stekkjarási hafa verið fjörugt sem fyrr og skólasamfélagið tekið þátt í og sett af stað margvísleg verkefni. Bæjarblaðið Fjarðarfréttir fjalla hér um faglegt og skapandi starf leikskólans.
Nefnir Alda Agnes sk. starfendarannsókn sem sé í gangi í skólanum. Rannsóknin miðar að því að efla lærdómssamfélag Stekkjaráss og einnig að fanga það nám sem á sér stað í útiveru í garðinum. „Draumur okkar er að með rannsókninni getum við lagt á borð fræðasamfélagsins viðbótarþekkingu hvað varðar nám barna í útiveru,“ segir Alda Agnes. Meðal starfsmanna í Stekkjarási eru áhugasamir aðilar um samstarf við starfsfélaga í öðrum löndum. Þessir starfsmenn hafa í gegnum árin lagt sig fram við að skapa tengsl út fyrir landsteinana. Þetta hefur skilað sér til alls skólasamfélagsins til að mynda með móttöku erlendra gesta í Stekkjarási. Myndast hafa góð tengsl og áframhaldandi samskipti út frá þessum heimsóknum.
„Við höfum til dæmis í mörg ár tekið á móti hópum sem koma til landsins á vegum grasrótarsamtakanna Play Iceland. Í haust tókum við á móti tveimur hópum frá þeim, sitthvorn daginn. Við höfum einnig sóst eftir að vera þátttakendur í Erasmus+ verkefnum og haustið 2018 vorum við samþykkt í eitt slíkt tveggja ára verkefni. Það verkefni snýst um tækifæri í útiveru og hvernig útisvæðið er skipulagt. Þátttakendur eru fjórir leikskólar frá Englandi, Skotlandi, Litháen og Íslandi. Hver þátttökuleikskóli býður hinum að heimsækja sig einu sinni á því tveggja ára tímabili sem verkefnið stendur yfir. Í haust var komið að okkur í Stekkjarási að bjóða í heimsókn og þá gafst öllum starfsmönnum tækifæri til að taka beinan þátt í verkefninu. Skipulögð var dagskrá frá morgni til kvölds frá mánudegi til fimmtudags sem samanstóð af bæði krefjandi verkefnum og skemmtunum. Gestirnir okkar voru afar jákvæðir og tilbúnir til að miðla til okkar jafnt sem að meðtaka það sem við höfðum að bjóða og liðu þessir dagar ótrúlega fljótt.“
Á skipulagsdegi í október voru fjölmennar menntabúðir í Stekkjarási sem faghópur um skapandi leikskólastarf hafði veg og vanda að en vann í samstarfi við leikskólann. Menntabúðir er aðferð sem er að ryðja sér til rúms hér á landi og byggir á óformlegri jafningjafræðslu að sögn Öldu Agnesar sem segir að í menntabúðum sé ýtt undir faglega umræðu og þekkingu og reynslu miðlað á milli þátttakenda. Alda Agnes segir að ofangreint sé aðeins lítill hluti af því sem er á döfinni í leikskólanum en vill undirstrika að svona starf sé líka mikilvægt fyrir þróun skólastarfsins, aukinnar starfsánægju og skili sér á margvíslegan hátt til starfsins með börnunum.
Umfjöllun um starf Leikskólans í Stekkjarási birtist í Fjarðarfréttum 21. desember 2019
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…