Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bókasafn Hafnarfjarðar er 98 ára og meðal þeirra elstu á landinu. Hafnfirðingar tengjast bókasafninu sterkum böndum og mikið er um gestagang, útlán og ýmislegt annað. Hafnfirðingur hitti á dögunum Sigrúnu Guðnadóttur, sem tók við stöðu forstöðumanns í nóvember. Hún segir margt í pípunum, svo sem fleiri viðburði og aðstöðu fyrir hlaðvarp fyrir almenning.
„Mér fannst ég bara smella hér inn og vera komin heim þegar ég byrjaði. Það var vel tekið á móti mér, bæði af starfsfólki og gestum,“ segir Sigrún skælbrosandi aðspurð. Hún starfaði áður hjá Borgarbókasafninu og Bókasafni Kópavogs. „Það eru forréttindi að starfa við það sem er skemmtilegt og það er alltaf hægt að brydda upp á einhverju nýju; fylgjast með hvað er í gangi í bókasafnsheiminum hverju sinni.“ Bókasafn Hafnarfjarðar bjóði upp á margt og ýmislegt sé í farveginum sem Sigrúnu langar, með starfsfólki sínu, að leggja áherslu á. „Safnið skiptir miklu í ímynd Hafnfirðinga. Þeir eru mjög tengdir safninu sínu. Hér koma margir gestir og útlán eru mikil. Mig langar samt að ná til enn fleiri. Það er fjöldi fólks af erlendum uppruna í bænum, aðallega Pólverjum, og ég vil ná til þeirra. Hingað kemur aftur til starfa pólskur bókavörður í febrúar sem ætlar m.a. að hafa sögustundir á pólsku.“
Bókasafn Hafnarfjarðar hefur þá sérstöðu, ólíkt flestum slíkum, að vera með tónlistardeild – og það í stærra lagi. „Ég vil gera eitthvað meira með hana. Við ætlum t.a.m. að vera með jazztónleika þar í lok Safnanætur sem verður 7. febrúar.“ Þá hafi safnið mjög fjölbreytt efni, allt frá bókum, tímaritum og blöðum upp úrval í flokki geisla- og mynddiska og hljóðbóka. „Hér eru 15 föst stöðugildi og alls 24 starfsmenn. Gott starfsfólk og mikill metnaður hefur verið lagður í fjölbreytni í öllu hér. Í næsta mánuði mun bætast við starfshópinn viðburðastjóri, Unnur Helga Möller. Svo ætlum við að opna hlaðvarpsaðstöðu á 3. hæð og þá getur fólk leigt sér tíma og búið til eigin þætti. Það voru starfsmenn hér á safninu sem komu með hugmyndina og ég tók að sjálfsögðu vel í það og allt það starfsfólk sem kemur að ákvörðun og framkvæmd.“
Sigrún vill að lokum vekja sérstaka athygli á að lesaðstöður eru ekki bara á jarðhæð, heldur á öllum hæðum. Jafnvel í meira næði. „Svo ætlum við að breyta og bæta salinn í kjallaranum og leigja hann meira út fyrir fundi, samkomur og fyrirlestra. Félagasamtök hafa sýnt því áhuga og hægt verður að vera út af fyrir sig, með kaffiaðstöðu og salerni. Einnig vil ég bæta við aðstöðu þar sem fólk getur komið og saumað í náinni framtíð. Ég vil að fólk finni að hér sé margt að njóta og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég sé fram á bjarta og skemmtilega tíma á bókasafninu og það í samstarfi við sem flesta,“ segir Sigrún að endingu.
Viðtal við Sigrúnu birtist í Hafnfirðingi 23. janúar 2020.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…