Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Hafnarfirði starfa 35 dagforeldrar, þar af tvenn hjón. Starf dagforeldra er fjölbreytilegt og skapandi og byggir í grunninn á góðu og traustu sambandi milli barns, dagforeldris og foreldra.
Viðtöl við dagforeldra voru birt í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 27. júní 2019
Í Hafnarfirði starfa 35 dagforeldrar, þar af tvenn hjón og bærinn vill alveg endilega bæta fleirum við í þennan góða og mikilvæga hóp. Starf dagforeldra er fjölbreytilegt og skapandi og byggir í grunninn á góðu og traustu sambandi milli barns, dagforeldris og foreldra. Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá sínu sveitarfélagi samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Daggæslufulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra auk þess að veita þeim faglega ráðgjöf frá degi til dags. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til fjögurra dagforeldra sem hafa starfað mislengi sem slíkir. Þau eiga það sameiginlegt að vera ánægð og geta ekki hugsað sér að starfa við annað.
——————————————————————————————
Sigríður Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Sigga, hefur starfað sem dagmóðir í 46 ár og er 69 ára. Hún hafði búið við Blómvang 3 í eitt ár þegar tvær aðrar dagmömmur við sömu götu hvöttu hana til þess að slást í hópinn. Sigríður sér ekki eftir því og hefur notið hverrar stundar með börnunum og að kynnast foreldrum þeirra. Blaðamaður kíkti á fallegt heimili Siggu þar sem gleðiliturinn bleikur er afar áberandi.
Sigga í stofunni á heimili sínu við Blómvang.
Þegar Sigríður ákvað að gerast dagmamma var hún sjálf heima með þrjú börn á aldrinum eins árs til þriggja ára. „Þetta var svo gaman og góður félagsskapur dagkvennanna og ég var í stjórn dagmæðrafélagsins í mörg ár. Við bárum út allan póst sem við gerum í dag líka fyrir systrafélagið í Víðistaðakirkju, sem ég hef einnig verið í lengi. Ég svo marga vini og vinkonur sem ég hef kynnst í gegnum starfið. Ég startaði mömmumorgnum í Víðistaðakirkju fyrir 35 árum og lánaði þeim t.a.m. leikföng. Það er svo gefandi að klæða fermingarbörnin í kyrtlana og ég hef klætt börn sem ég passaði á sínum tíma. Núna er ég að passa eitt barn konu sem ég passaði líka þegar hún var lítil. Ég er að hitta börnin mín í útilegum og úti í búð, krakka sem eru um fertugt í dag. Tveir sem voru hjá mér eru í dag að læra kokkinn saman,“ segir Sigga og ljómar.
Hún rifjar upp að í áður fyrr skiptist vinnudagur hennar um tíma í þrískiptar vaktir. „Ég var t.d. með einn strák í sjö ár og hann var í kvöldmat hjá mér líka. Á tíunda áratug síðustu aldar passaði ég barn fyrir einstæða móður sem þekkti ekki barnsföður sinn. Hún fór í jarðarför og þar kynnast þau upp á nýtt og taka saman. Svo gekk allt vel. Mér finnst það svo falleg saga. Ég hef oft tekið þátt í alls kyns krísum sem þessi elsku börn ganga í gengum og það er svo gott að geta verið til staðar fyrir þau,“ segir Sigga og tekur fram að hún sé mjög skipulögð. „Börnin gráta nær aldrei hjá mér og aðlögunin gengur eins og skot. Foreldrarnir skreppa í burtu í 40 mínútur og allt er í góðu. Ég er mikill friðarsinni og foreldrarnir eru miklir vinir mínir. Það er alltaf hafragrautur hjá mér og þau fá líka grautinn þótt þau komi of seint. Það getur alls konar komið upp á og ég hef nægan tíma. Ég hef passað fyrir nokkra bæjarstjóra!“
Sigga segist alltaf vera búin að fylla plássin hjá sér ár fyrir fram og langoftast er um að ræða foreldra sem hún þekkir. „Ég á ekki sjónvarp því við hjónin hofum aldrei á sjónvarp. Mér finnst ferlegt þegar börn eru látin fá Ipad og síma svona ung. Þau verða svo fljótt háð þessu og ég er svo hrædd um sjónina þeirra.“ Auk systrafélagsins er Sigga einnig í hestamannafélaginu Sörla. „Ég þekki fleira fólk en margir innfæddir hérna. Ég er sjálf frá Akureyri. Þegar ég fer í Fjarðarkaup, þá punta ég mig upp. Ég elska þessa verslun því hún er eins og félagsmiðstöð. Hef farið þangað frá því að hún opnaði.“ Spurð segist Sigga hvetja alla sem áhuga hafa á starfi dagforeldris að mæta vel og halda góðri heilsu. Sjálf getur hún talið 9 eða 10 veikindadaga frá upphafi. „Mér finnst skipta svo miklu máli að vera til staðar fyrir foreldrana, sem t.d. komast ekkert í vetrarfrí. Ég ætla að vera dagmóðir eins lengi og ég má og get. Ég veit alveg hvað ég væri að gera annars; leigubílstjóri fyrir barnabörnin. Þetta er miklu auðveldara,“ segir hún og hlær.
Hjónin (Magnús) Karl Daníelsson og Ragnheiður Jónsdóttir búa við Skipalón og byrjuðu upphaflega sem dagforeldrar árið 2003 í Garðabæ og í Hafnarfirði frá 2005 – 2008, en þá fluttu þau til Grindavíkur 5 ár og svo aftur í Hafnarfjörð. Þau segja starfið afar gefandi og skapandi og vinnutímann vera góðan.
Karl og Ragnheiður við eldhúsborðið þar sem oft er mikið fjör við spjall og kenna krílunum að mata sig sjálf.
„Börnin eru á svo yndislegum aldri. Við kennum þeim að borða, ganga og ýmislegt annað og þau uppgötva svo margt. Við höfum fengið allt niður í 6 mánaða börn og upp í tveggja ára og við erum með 7-8 í mesta lagi til að geta sinnt þeim sem best. Þurfum ekkert meira. Við byrjum 7:45 og erum til 16:15,“ segir Karl. Ragnheiður bætir við að það fari eftir því hvenær börn fæðast á árinu hvenær þau komast að á leikskóla hér í bæ. Í Garðabæ séu börn aftur á móti tekin frá dagmæðrum úr stuttri aðlögun og beint í ungbarnaleikskóla. Þau telja þá þróun ekkert endilega betri fyrir börnin.
Karl segir að þau kynnist ógrynni af fólki og breiðri flóru af foreldrum og einnig ömmum og öfum. Ragnheiður segir að gaman sé að hitta börnin á förnum vegi og þau muni vel eftir þeim og heilsi með nafni. „Þetta er í senn gefandi og skapandi. Vinnutíminn góður og við eigum okkar frí. Þægilegt hvað það varðar. Starfið yngir mann upp þótt það geti stundum verið erfitt.“ Margir séu í einu á heimilinu hjá þeim þegar aðlögunin á sér stað en það gangi yfir. „Við höfum reynt að stýra því þannig að ekki séu allir í aðlögun í einu. Þetta er svo fastur punktur hjá börnunum að koma hingað í rútínuna að þau eru oft dauðþreytt á mánudögum og þurfa að sofa mikið. Þá leyfum við þeim það bara. Þau vita að hverju þau ganga hérna.“ Þau hjón eru sammála um að starfið sé gefandi fyrir fólk á þeirra aldri, um og yfir sextugt. „Maður gengur í endurnýjun lífdaga við að setjast á gólfið og leika. Við erum kölluð amma og afi. Þetta starf er líka gott fyrir ungar konur sem vilja vera til staðar heima fyrir eigin börn. Dóttir okkar sem er að verða 18 ára hefur okkur alltaf heima og hefur hjálpað okkur líka og börnin dýrka hana. Það má endilega hringja í okkur dagforeldra og spyrja nánar um starfið.“
Ásdís Jóhannesdóttir hefur verið dagmamma síðan árið 2011 og formaður félags dagforeldra í Hafnarfirði síðan í mars. Hún býr á 3. hæð í blokk við Suðurvang. Ásdís var heima með yngra barn sitt eftir fæðingarorlof þegar hún ákvað að slá til og sækja um að verða dagforeldri.
Ásdís er með gott skipulag á hlutunum, t.d. þar sem hvert barn hefur hólf merkt sér
„Ég fékk hvergi vinnu og sonur minn fékk ekki leikskólapláss,“ segir hún og að hún hafi síðan farið á viðeigandi námskeið hjá Hafnarfjarðarbæ. Spurð segir Ásdís mest gefandi við starfið að kynnast öllum þessum börnum og foreldrum þeirra. „Svo eru mikil forréttindi og fríðindi að geta verið heima og tekið á móti börnunum mínum börnum þegar þau koma úr skólanum. Vera til staðar.“ Börn Ásdísar eru 9 og 11 ára.
Hópurinn sem er hjá Ásdísi núna. Mynd birt með leyfi foreldranna. (Mynd/Ásdís)
Ásdís segir dagmömmubörnin vera á svo dásamlegum aldri og að taka svo mörg fyrstu skref í lífinu, s.s. að byrja að tala. Það sé svo gaman að verða vitni af því og þau séu líka svo dugleg. Spurð um hvernig týpur af manneskjum séu hentugastar í starf dagforeldris segir Ásdís að það sé einmitt gott að ólíkt fólk sé í þessu með alls kyns styrkleika. „Það sem þarf til að vera gott dagforeldri er fyrst og fremst gott skipulag og hlýja. Og ekki vera feimin við að setja mörk og hafa aga. Börnin sem eru hjá mér fara bara inn í viss rými í íbúðinni því þau vita að þangað mega þau fara.“ Ásdís hvetur endilega barngóða karla og konur á öllum aldri að slá til, sérstaklega þau sem eru sjálf með ung börn. „Þau sem hafa áhuga á að gerast dagforeldrar og vilja vita meira um starfið er velkomið að hafa samband við mig.“
Allar nánari upplýsingar um störf dagforeldra er að finna HÉR
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…