Fjölbreytt sumardagskrá. Skráning er hafin!

Fréttir

<<English and Polski below>> Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is má finna upplýsingar um sumarstarf á vegum sveitarfélagsins sumarið 2020 sem ætlað er börnum og ungmennum á aldrinum 2-16 ára.

<<English and Polski below>>

English  

Polski

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn
og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is
má finna upplýsingar um sumarstarf á vegum sveitarfélagsins sumarið 2020 sem
ætlað er börnum og ungmennum á aldrinum 2-16 ára ásamt hlekkjum á helstu félög
í Hafnarfirði sem bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni. Á vefnum www.fristund.is er svo finna ýmis námskeið til
viðbótar og það á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Skráning á námskeið
og í sumarfrístund

Skráning á námskeið og í sumarfrístund fer fram í gegnum Mínar síður
á www.hafnarfjordur.is undir Umsóknir
– Sumarstarf. Einnig er hægt að
sækja um hér
. Opið er fyrir skráningar frá og með 13. maí 2020. Skráning í sumarfrístund
þarf að fara fram fyrir kl. 24:00 á fimmtudögum eigi barn að byrja næsta
mánudag á eftir. Athugið að ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun
geta þeir fengið aðstoð við skráningu á viðeigandi frístundaheimilum.
Hægt er að fá leiðbeiningar í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is,
símleiðis hjá þjónustuveri í síma 585-5500 eða í gegnum netspjall á www.hafnarfjordur.is á opnunartíma
þjónustuvers. Skráning í sumarstarf hjá öðrum en Hafnarfjarðarbæ fer fram hjá
viðkomandi félagi/aðila.

Vinnuskóli
Hafnarfjarðar

Starfsemi Vinnuskóla
Hafnarfjarðar
er fjölbreytt og er ungmennum bæjarins boðið upp á
skemmtilegt og lærdómsríkt sumarstarf. Ungmennum á 14. aldursári og búsett eru í
Hafnarfirði er boðin vinna öll sumur til 17. ára aldurs. Sótt er um sumarstarf
í Vinnuskóla Hafnarfjarðar á ráðningarvef sveitarfélagsins.

———————————–

English

Summer activities for children and teenagers

Varied programmes for children and teenagers are on offer in Hafnarfjörður during the summer. The website www.tomstund.is contains a list of courses and summer activities offered by Hafnarfjarðarbær as well as information on the Hafnarfjörður Summer Work School. Activities intended for children and teenagers aged 2-16.

———————————–

Polski

Zajęcia letnie dla dzieci i młodzieży

Hafnarfjörður oferuje zróżnicowany program dla dzieci i młodzieży w sezonie letnim. Na stronie www.tomstund.is można sprawdzić ofertę półkolonii oraz letnich świetlic prowadzonych przez miasto Hafnarfjörður wraz z informacjami o Vinnuskóli Hafnarfjarðar (Prace letnie dla młodzieży). Program przeznaczony jest dla dzieci i młodzieży w wieku 2-16 lat.

Ábendingagátt