Fjöldi tók þátt í fundinum Horfumst í augu – Upptaka

óflokkað

Hátt í eitt hundrað mættu í Bæjarbíó og fylgdust með umræðu um heilbrigða skjánotkun barna. Yfirskriftin var Horfumst í augu. Mörg góð ráð voru gefin. Upptaka af fundinum er aðgengileg næstu þrjá daga.

Horfumst í augu – Upptaka af fundinum

„Við sem foreldrar og uppalendur eigum það sameiginlegt með kennurum að vilja barninu okkar það besta. Sjá það dafna, læra, eignast vini og verða heilbrigð manneskja,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann opnaði fundinn Horfumst í augu í fundarröðinni Við erum þorpið. Fundurinn var í Bæjarbíói síðdegis í gær. Skjátími og áhrifin voru umræðuefnið. Hátt í eitt hundrað mættu á fundinn og hofðu nokkrir tugir á beina útsendingu á Facebook.
„Hér skiptir foreldrasamstarf sköpum,“ sagði Valdimar. Góð ráð gegn skjánotkuninni voru gefin. Kór Öldutúnsskóla söng. Foreldrafélagið sýndi nýtt myndband með góðum ráðum. Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi sýndi stöðuna og gaf ráð.
Stundin var frábær. Hægt er að horfa á upptöku næstu þrjá daga á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar. Þið sem náðuð ekki að koma í gær eruð því ekki búin að missa af og getið nýtt næstu stundir til að styrkja ykkur í samstöðu um heilbrigða skjánotkun.

Valdimar Víðisson bæjarstjóri flutti opnunarerindi fundarins.

Fundurinn er hluti fundarraðarinnar Við erum þorpið þar sem málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi er í brennidepli. Fundaröðin er jafnframt hluti af vegferð Hafnarfjarðarbæjar að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi.

Fyrir hverja: Foreldra og forsjáraðila barna og ungmenna á öllum aldri

  • Opnun – Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ
  • Boðberar kærleikans – kór Öldutúnsskóla, undir styrkri stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur, mun flytja lagið Skínum skært og gerast þannig boðberar kærleikans í Hafnarfirði. Hljómborð og mírkrafónn fyrir kórsöng út í sal
  • Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði. Unnur Arna Jónsdóttir eigandi Hugarfrelsis.
Ábendingagátt