Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Slökkvistöð á Völlunum í Hafnarfirði er komin á brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS. Stefnt er að því að hún rýsi á næstu tíu árum. Áætlunin var undirrituð í Skógarhlíð fyrir helgi.
„Við erum að taka næsta skref í að bæta viðbragð og þjónustu með því að setja slökkvistöð á Völlunum í brunavarnaáætlun SHS. Þetta er markviss fjárfesting í öryggi íbúa Hafnarfjarðar,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri. Hann ritaði undir áætlunina fyrir Hafnarfjarðarbæ og vonar að stöðin komist sem fyrst upp.
Áætlunin sem undirrituð var nú tekur við af eldri áætlun sem var í gildi til 31. október í ár, sú nýja gildir í fimm ár. Hún er samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sveitarfélögum á starfssvæði slökkviliðsins.
Markmið brunavarnaáætlunar er samkvæmt lögum um brunavarnir að tryggja að slökkvilið sé mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að ráða við þau verkefni sem því er falið. Áætlunin byggir á áhættumati starfssvæðisins, sem ræður stærð og skipulagi slökkviliðsins og er grundvöllur að forgangsröðun aðgerða og fjármagns og eykur öryggi íbúa svæðisins.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SHS, segir höfuðborgarsvæðið hafa vaxið hratt undanfarin ár og samkvæmt spám muni sá vöxtur halda áfram. „Mikil fólksfjölgun, þróun byggðar og uppbygging á svæðinu hefur haft áhrif á starfsemi SHS. Má þar meðal annars nefna aukið álag og lengri viðbragðstíma.“ Liður í því að bæta viðbragð sé bygging nýrrar slökkvistöðvar í Tónahvarfi í Kópavogi sem komist í gagnið innan fimm ára og stöðin á Völlunum í Hafnarfirði á næstu 10 árum.
Hermann Jónasson, forstjóri HMS, segir brunavarnaáætlun öllum slökkviliðum mikilvægt stjórntæki í þeirra lögbundnu verkefnum í brunavörnum. „Verkefni Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru fjölbreytt þar sem slökkviliðið er það stærsta á landinu og starfssvæðið er bæði þéttbýlt og víðfemt. Í þessari áætlun er farið ítarlega yfir hvernig uppbygging hjá liðinu þarf að vera á næstu árum til að geta tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir,“ segir hann.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS kveðst fagna útkomu nýju brunavarnaáætlunarinnar og segir spennandi tíma framundan hjá SHS í uppbyggingu slökkviliðsins.
„Ný áætlun gerir okkur enn betur kleift að sinna okkar lögbundnu verkefnum áfram vel, ásamt öðrum sem okkur er falið að leysa,“ segir Jón Viðar.
Slökkvistöð á Völlunum í Hafnarfirði er komin á brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS. Stefnt er að því að hún rýsi á…
Fyrirtæki og einstaklingar fengu í gær viðurkenningar fyrir snyrtimennsku við eignir sínar. Snyrtileikinn 2025 fór fram í Hellisgerði að vanda.
Heimar og himingeimar, Vegan-festival, listamannaspjall, kvöldsund í Ásvallalaug og kveðjuleikur Arons Pálmarssonar. Já, það er nóg um að vera í…
Skert opnun verður í Ásvallalaug helgina 28. og 29. júní og lokar laugin kl. 12.30 báða daga. Ástæðan er sundmót…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. maí. Formlegur fundur hefst kl. 14 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Hátt í eitt hundrað mættu í Bæjarbíó og fylgdust með umræðu um heilbrigða skjánotkun barna. Yfirskriftin var Horfumst í augu.…
Hópur nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar tóku á föstudag þátt í lýðræðisfundi Barnaheilla. Barnaheill hefur hafið herferðina #ÉGLOFA sem er vitundarvakning á…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
10. bekkur Víðistaðaskóla sýnir stórsöngleikinn Saga úr Vesturbænum, WEST SIDE STORY, eftir Sondheim og Bernstein 14.-16. febrúar. Sýningarnar verða fimm…
Opnunartími Suðurbæjarlaugar lengist og verður til 21.00 á sunnudagskvöldum frá og með næsta sunnudag. Já, nú verða sunnudagarnir enn skemmtilegri…