Category: Fréttir

Nútímalegt bókasafn rís í Hafnarfirði

Horft til framtíðar með áformum um nútímalegt bókasafn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag fyrirliggjandi hugmyndir um að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 í nýtt húsnæði að Strandgötu 26-30. Skrifað verður undir skuldbindandi samkomulag milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar sem byggir á hugmyndum ,,220 Fjarðar“ að reisa allt að […]

Jólin hefjast í Hafnarfirði á morgun

Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiss konar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg […]

Höfum gaman saman í Hafnarfirði – þar sem hjartað slær

Huggulegasti heimabær höfuðborgarsvæðisins Jólablað Hafnarfjarðar er að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Garðabæ og Kópavogi þessa dagana. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir íbúum og vinum Hafnarfjarðar sem hlýlegan bæ sem hefur allt til alls þegar kemur að upplifun, verslun og þjónustu. Undanfarin ár hefur fjöldi nýrra þjónustuaðila […]

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Desembermánuður nálgast og í Hafnarfirði markar opnun jólaþorpsins upphaf aðventunnar en fyrsti dagur opnunar er laugardagurinn 28. nóvember. Bæjarbúar hafa heldur betur tekið hvatningunni um að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel og nú styttist óðum til jóla. Á Þorláksmessu verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. Hellisgata […]

Áframhaldandi uppbygging og þjónustan varin

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2021 og 2022-2024  Tillaga að fjárhagsáætlun 2021 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 25. nóvember. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221 milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5% af heildartekjum eða 1,7 milljarðar króna. Eins og önnur sveitarfélög hefur Hafnarfjarðarbær […]

Röskun á skólastarfi – leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku , fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við „yngri […]

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut

Sjá fréttatilkynningu á vef Vegagerðarinnar Fjórar akreinar í gegnum Hafnarfjörð Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Útboð Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. […]

Cuxhaven-jólatréð sótt í Skógrækt Hafnarfjarðar

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ásamt fríðu föruneyti mætti í Skógrækt Hafnarfjarðar í morgunsárið til að fella og sækja jólatré sem marka mun miðju Jólaþorpsins yfir jólahátíðina. Hefð hefur verið fyrir því að jólatréð á Thorsplani komi frá vinabæjum Hafnarfjarðar. Lengi vel frá Frederiksberg í Danmörku en nú hin síðari ár frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Sú […]

Breytingar á grunnskólastarfi frá og með 23. nóvember

Varfærnar breytingar á grunnskólastarfi verða frá mánudeginum 23. nóvember sem gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar er áhersla lögð á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem tala í takti við sóttvarnarreglur heilbrigðisyfirvalda. Framkvæmdin er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar.  Eftir yfirlegu skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda í […]

Mikil jákvæðni gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi

Foreldrar eru mjög jákvæðir í garð leikskóla í Hafnarfirði.Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi leikskólanna og hefur mikla vigt fyrir leikskólastarfið.  Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólum Hafnarfjarðar í mars 2020. Niðurstöðurnar gefa bæði ákveðnar vísbendingar um það sem vel er […]