Category: Fréttir

TAKK veggur í miðbæ Hafnarfjarðar – taktu þátt

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að taka virkan þátt í „Til fyrirmyndar“ hvatningarátakinu sem stendur yfir dagana 17. – 30. júní. Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni í tilefni þess að þann 29. júní nk. verða 40 ár síðan Frú Vigdís var kjörin forseti Íslands. Þessi flotti útskriftarhópur frá leikskólanum […]

Kjörskrá í Hafnarfirði 2020

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna þann 27.júní 2020 liggur nú frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá kl. 8-16 og mun liggja frammi alla virka daga frá 16. júní 2020.  Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar kjósendur eru á kjörskrá . Kjósendur eru hvattir til þess […]

Snyrtileikinn 2020 – tilnefningar

Bentu á þann sem að þér þykir bestur! Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Hver er […]

Bláljósaakstur á 17. júní í boði Slökkviliðsins

Eins og fram hefur komið verður dagskrá 17. júní með óhefðbundnu sniði í ár vegna COVID-19.  Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann á tímabilinu frá kl. 11-14. Því miður er ekki hægt að tímasetja ferðir þeirra nákvæmlega þar sem þau eru á vaktinni […]

Styrkur til unglinga- og barnastarfs íþróttafélaganna

Hafnarfjarðarbær, Rio Tinto og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) reka stuðningssjóð sem er ætlað að styðja við barnastarf íþróttafélaganna í Hafnarfirði. Úthlutun úr sjóðnum átti sér stað nýlega og er það fjöldi iðkenda og menntunarstig þjálfara sem ræður upphæð á styrk til hvers félags.  Sérstakar þakkir fyrir vasklega framgöngu á tímum Covid19 Úthlutað er tvisvar á ári […]

Aðgerðir neyðarstjórna á tímum Covid19

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði fyrir helgi og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins setti fundinn og rakti atburðarásina í stuttu máli. Kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna ásamt neyðarstjórnum sveitarfélaganna var boðin seta á fundinum.  Dagur nýtti tækifærið til að […]

Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki í sumar

Í sumar verður opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni eru yfir sumartímann á bílastæðum við grunnskóla Hafnarfjarðar. Nær leyfið til tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, húsbíla og annarra þeirra útilegutækja sem í notkun eru yfir sumartímann og erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að þau verði fyrir eða til […]

Þín eigin heimahátíð á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur á óhefðbundinn hátt um allt land í ár vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Dagskráin var gott sem fullmótuð þegar COVID-19 skall á í mars og þurfti undirbúningsnefndin í Hafnarfirði að fylgjast vel með tilmælum almannavarna og sníða þessa árlegu hátíð eftir samkomutakmörkunum. Þó verður ýmis óvænt skemmtun og hvatning […]

Fyrsta skrefið í átt að nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu

Nýtt og einfaldara leiðanet hjá Strætó í Hafnarfirði tók gildi í dag og fór fyrsti vagninn, leið 19, í nýju leiðaneti frá Kaplakrika kl. 9.25 í morgun. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 munu við þessa breytingu hætta akstri. Ný leið 19 og lengri leið 21 munu leysa þær af hólmi. Með þessum breytingum […]

Heimahátíðir um allan Hafnarfjörð

Grillum í garðinum heima og skemmtum okkur innanbæjar Í ár eru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir til að fagna þjóðhátíðardegi með óvenjulegum og öðruvísi hætti. Hafnarfjarðarbær mun í ljósi þeirra takmarkana sem í gangi hafa verið síðustu vikur og mánuði ekki blása til sameiginlegrar hátíðar eins og venjan er heldur hvetja íbúa til að halda […]