Starf í leikskólum frá 4. maí Posted apríl 30, 2020 by avista <<English below>> Pre-school activities as of 4 May. Mánudaginn 4. maí hefst venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar að nýju, líkt og fyrir samkomubann. Þá mæta öll börn í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma. Allir virði 2ja metra nándarreglu á leikskólasvæði Það sem foreldrar þurfa sérstaklega að athuga er að aðgangur fullorðinna verður takmarkaður um leikskólana og […]
Starf velferðarþjónustu frá 4. maí – varfær opnun Posted apríl 30, 2020 by avista Í upphafi mars var tekin ákvörðun um tímabundna lokun á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Í ljósi tilslakana frá og með 4. maí mun sveitarfélagið taka örugg og varfærin skref í átt að opnun þjónustunnar á nýjan leik. Unnið er að […]
Umsóknarfrestur rennur út 4. maí – lóðir í Hamranesi Posted apríl 29, 2020 by avista Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 8. apríl 2020 var samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar sex lóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 148 íbúðum í Hamranesi, nýju íbúðarsvæði sunnan við Ásvallabraut sem tengir svæðið við helstu stofnleiðir og er jafnframt skammt frá stoppistöð almenningsvagna. Engin byggð er á svæðinu í dag en þar mun […]
Órofin velferðarþjónusta mikilvæg Posted apríl 28, 2020 by avista Á tímum Covid19 og samkomubanns reynir á nærþjónustu við íbúa sem eru í höndum sveitarfélaga og á þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og barnavernd svo eitthvað sé nefnt. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar, segir miklu máli skipta að halda þjónustunni órofinni eins og kostur er. Bæjarblaðið Hafnfirðingur spjallaði við Rannveigu. Hjá sveitarfélögum […]
Breyting á fyrirkomulagi hreinsunardaga 2020 Posted apríl 28, 2020 by avista Sú breyting verður á hreinsunardögunum í ár að settir verða upp gámar fyrir garðúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Gámarnir verða við skólana frá morgni fimmtudagsins 21. maí til kl. 17 sunnudaginn 24. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Bent er á að ekki má […]
Lítið og öðruvísi kaffihús opnað í samkomubanni Posted apríl 27, 2020 by avista „Þessi helgi er orðin alltof löng“ segir íbúi á búsetukjarna í Hafnarfirði. Um nokkurra vikna skeið hefur hefðbundið félagsstarf fyrir fatlað fólk og vinnu- og virkniúrræði fyrir sama hóp legið niðri. Lágmarksþjónustu hefur verið haldið úti fyrir þá sem eru heilsuhraustir en aðrir, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, verið meira og minna heima við […]
Fjöldi rafrænna viðburða fyrir ungmenni Posted apríl 27, 2020 by avista Samkomubanninu fylgja miklar áskoranir fyrir starfsemi félagsmiðstöðva og voru ný viðmið sett um hvernig mætti haga starfinu. Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ, segir deildarstjóra og aðstoðarverkefnastjóra félagsmiðstöðvanna og verkefnastjóra Ungmennahússins ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva hafa sýnt fram á ótrúlegt hugmyndaflug í lausnum fyrir unga fólkið í bænum og eigi mikið hrós skilið. Bæjarblaðið Hafnfirðingur […]
Bæjarstjórnarfundur 29. apríl Posted apríl 27, 2020 by avista Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 29. apríl 2020 og hefst kl. 14:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Fylgdarlaus börn og ungmenni virkjuð til náms og tómstunda Posted apríl 24, 2020 by avista Í upphafi árs 2020 fékk Hafnarfjarðarbær 4 milljóna króna styrk frá félagsmálaráðuneytinu í framkvæmd á faglegri þjónustu og verkefni sem snýr að fylgdarlausum ungmennum sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Tvö sveitarfélög hafa umsjá með þessum einstaklingum í dag og hefur skortur verið á úrræðum til að mæta þörfum þeirra umfram ákveðnar […]
Hetjan mín ert þú – barnabók um COVID19 Posted apríl 24, 2020 by avista <<English below>> My Hero is You – children´s book on Covid19 . Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!) Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin […]