Category: Fréttir

Yfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Reykjanesbrautar

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. Fyrri útfærslur hafi meðal annars gert ráð fyrir að færa veglínu Reykjanesbrautar vegna skipulagsmála og hugmynda um mögulega […]

Útboð í gatnagerð Ásvallabrautar heimilað

Á fundi umhverfis – og framkvæmdaráðs þann 15. janúar síðastliðinn heimilaði ráðið útboð á gatnagerð Ásvallabrautar til tveggja ára. Heimildin felur í sér útboð á gatnagerð á Ásvallabraut frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð.  Framkvæmdin inniheldur lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð, gerð stíga, lagna og hljóðmana. Ráðgert er að framkvæmdin […]

Öll börn og ungmenni yngri en 18 ára synda frítt í Hafnarfirði

Í árslok 2018 kom upp sú hugmynd hafa frítt í sund fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára sem lið í heilsueflingu sveitarfélagsins. Hugmyndin skilaði sér í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2020 og frá og með áramótum hafa öll börn og ungmenni yngri en 18 ára nýtt sér sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu. Hafnarfjörður er heilsueflandi […]

Bæjarstjórnarfundur 22. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Starf framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir öflugum starfsmanni í spennandi starf framkvæmdarstjóra stofunnar. Um er að ræða 50% starf. Markaðsstofan er sjálfseignarstofnun rekin af fyrirtækjunum í bænum sem greiða árgjald og með framlagi frá Hafnarfjarðarbæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Helstu verkefni Vinna við stefnumótun og eftirfylgni með henni Stýring og þátttaka í markaðs- […]

Opið hús í Fríkirkju Hafnarfjarðar frá kl. 01:30 aðfaranótt 18. janúar

Opið hús í Fríkirkju Hafnarfjarðar frá kl. 01:30 Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn. Þeir sem voru í bílnum voru fluttir á […]

Samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 16

Vegna slyssins við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. janúar klukkan 16:00. Prestar Ástjarnarkirkju, Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verða á staðnum ásamt áfallateymi Rauða krossins á Íslandi. Við minnum einnig á hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Gul veðurviðvörun með mikilli rigningu

Vakin er athygli á slæmu veðurútliti, en í kvöld og nótt (aðfaranótt sunnudags) er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.  Mikilvægt er að […]

Innritun í grunnskóla|Enrolment in primary school

<<English below>> Innritun nemenda í grunnskóla 2020 Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2020. Opið er fyrir innritun til 1. febrúar nk. og er það á ábyrgð foreldra/forráðamanna að innrita börn í grunnskóla í því sveitarfélagi sem þau hafa lögheimili í. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru […]

Heillaður af starfi félagsmiðstöðva og eflingu ungmenna

Vinnuhjartað hefur alltaf slegið hjá bænum – hefur starfað hjá sveitarfélaginu í rúm þrjátíu ár og er sannarlega Hafnfirðingur.  Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, er gestur Vitans hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar að þessu sinni. Í þessum þætti ræðir Geir líf sitt hjá bænum og með bænum síðustu áratugina. Geir er einn þeirra starfsmanna sem hafa meira […]