Category: Fréttir

Fylgdarlaus börn og ungmenni virkjuð til náms og tómstunda

Í upphafi árs 2020 fékk Hafnarfjarðarbær 4 milljóna króna styrk frá félagsmálaráðuneytinu í framkvæmd á faglegri þjónustu og verkefni sem snýr að fylgdarlausum ungmennum sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Tvö sveitarfélög hafa umsjá með þessum einstaklingum í dag og hefur skortur verið á úrræðum til að mæta þörfum þeirra umfram ákveðnar […]

Hetjan mín ert þú – barnabók um COVID19

<<English below>> My Hero is You – children´s book on Covid19 . Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!) Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin […]

Breytingar á takmörkunum frá 4. maí 2020

Auglýsing Stjórnarráðs um takmörkun á samkomum vegna covid19 frá og með 4. maí  Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi, unnt verður að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum […]

Biggi lögga og ánægjulegur árangur Þorpsins

Birgir Örn Guðjónsson er fyrsti viðmælandi Vitans sem er ekki starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ en vinnur þó í Ráðhúsi bæjarins í áhugaverðu tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar sem kallast Þorpið. Markmiðið með Þorpinu er að draga úr eða koma í veg fyrir vímuefnaneyslu barna og ungmenna með samstarfi aðila sem byggir á hugmyndum um snemmtæka […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020 er Bergrún Íris

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2020 er Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari sem á undanförnum árum hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar, bæði hér heima og erlendis. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Sér ævintýri og óvænta hluti í umhverfinu og hversdagslífinu Fyrsta bók Bergrúnar Vinur minn, […]

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur!  Í ár fögnum við sumri með breyttu sniði. Við höfum tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að einhverju spennandi og skemmtilegu fyrir alla fjölskylduna til að framkvæma heima við eða í næsta nágrenni á næstu vikum. Bæði nú á […]

Terra plokkar og skorar á önnur fyrirtæki í Hafnarfirði

Starfsfólk Terra í Hafnarfirði ætlar að plokka á Degi umhverfisins, laugardaginn 25. apríl. Terra skorar á önnur fyrirtæki í Hafnarfirði að slást í hópinn og hreinsa til fyrir sumarið.   Óflokkað plokk í gáma frá Terra Terra, SORPA og verslunarkeðjan Krónan munu í sameiningu bjóða íbúum í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu að koma með óflokkað plokk […]

Þjóðarátak í plokki á Degi umhverfisins

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þátttöku í STÓRA PLOKKDEGINUM! Stóri plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 25. apríl á Degi umhverfisins 2020.  Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum […]

Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Trjágróður […]

Höldum áfram að virða samkomubann!

Ábendingar hafa verið að berast um aukna hópmyndun m.a. barna og ungmenna á leiksvæðum síðla dags og að kvöldlagi þessa dagana. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála í Covid19 faraldri.  Í ljósi alls er mjög mikilvægt að almenningur og þar með íbúar í Hafnarfirði […]