Category: Fréttir

Ert þú búin/n að ná í smitrakninga smáforritið?

Smitrakning er samfélagsmál Smáforritið Rakning C-19 er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19. Smáforritið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Því fleiri sem sækja appið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er […]

Nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu

Thelma Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og hóf störf þann 1. apríl síðastliðinn.  Thelma er með MBA próf frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Freie Universität í Berlín. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri fataverkefnis Rauða kross Íslands og markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Thelma hefur verið öflug í ýmis […]

Dregið úr takmörkunum á skólahaldi og samkomum

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá og með 4. maí.  Opnað fyrir hefðbundið skólahald, fjöldamörk hækkuð og  Í þeim felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, […]

Vorsópun er hafin!

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði er hafin. Fyrir páska var byrjað á sópun á aðalleiðum og mun þeirri framkvæmd ljúka í vikunni. Stígahreinsun er hafin og verða aðalstígar hreinsaðir fyrst og síðan almennir stígar. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um […]

Tímabundin lokun rampa sunnan við Strandgötubrú

Þriðjudaginn 14. apríl mun verktaki loka aðrein að Reykjanesbraut frá Strandgötu, suðvestan Strandgötubrúar, vegna vegaframkvæmda. Þá verða báðir ramparnir sunnan við Strandgötubrú lokaðir. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurveg, Ásbraut og Kaldárselsveg.Þessi lokun mun standa yfir fram yfir mánaðarmót.   Upplýsingasíða um tvöföldun Reykjanesbrautar Nú hyllir undir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð. Framkvæmdir eru […]

Jarðskjálfti á Reykjanesi. Earthquake in the Reykjanes peninsula

Í ljósi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga og að Veðurstofa Íslands segir að líkur á skjálfta um eða yfir 6 á stærð á Reykjanesi sem mun hafa áhrif á höfuðborgarsvæðinu hvetjum við íbúa til þess að nýta tímann heima til þess að huga að innanstokksmunum og huga að því hvernig gengið er frá innanhúss. Mikilvægt er að […]

Heilt stafróf af hugmyndum

Á tímum samkomubanns og sóttkvíar er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og öðrum. Hér er samankomið heilt stafróf af hugmyndum, fjölmargt spennandi og skemmtilegt sem fólk getur tekið sér fyrir hendur næstu vikurnar. Hugmyndirnar eru hugsaðir sem vegvísir að fjölbreyttum verkefnum en aðalmálið er að finna eitthvað nýtt og öðruvísi að gera, einn […]

Nýr skólastjóri Engidalsskóla hefur verið ráðinn

Margrét Halldórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra við Engidalsskóla í Hafnarfirði. Hún tekur við stjórnun skólans frá og með 1. ágúst næstkomandi en mun í vor koma að skipulagi skólastarfsins fyrir næsta skólaár. Margrét hefur meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, Diplóma í opinberri stjórnsýslu og B.Ed próf frá KHÍ. Í […]

Brandaraganga í boði í brandarabænum

Opnuð hefur verið hressandi gönguleið, brandaraganga, um skemmtilegar slóðir í Suðurbæ Hafnarfjarðar í smáforritinu Wapp – Walking App. Á leiðinni eru 27 áningarstaðir með bröndurum og alls eru brandararnir 37 talsins. Brandaragangan er í boði Heilsubæjarins Hafnarfjarðar líkt og fleiri göngur í smáforritinu m.a. núvitundarganga við Hvaleyrarvatn. Gangan er við allra hæfi og brandararnir sem […]

Litli Ratleikur – páskagjöf til íbúa og vina Hafnarfjarðar

Heilsubærinn Hafnarfjörður og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman í samkomubanninu og gefið út Litla ratleik í fyrsta sinn. Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Hann er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar að engin ratleiksmerki eru á staðnum eða ratleikskort en hægt er að stunda hann hvenær […]