Category: Fréttir

Orkubolti með einskæran áhuga á uppeldismálum

Í Vitanum, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt þjónusta sveitarfélagsins tekin fyrir með góðu spjalli við áhugaverða einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vinna af áhuga og heilindum í þágu sveitarfélagsins. Í þessum fyrsta þætti ársins 2020 er viðmælandi Vitans Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri Brúarinnar. Það er vel viðeigandi að hefja nýtt ár með umfjöllun um […]

Gul viðvörun frá kl. 15 í dag | Yellow weather warning today from 15:00

Foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum Hafnarfjarðar takið eftir!Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, heldur bara verið að hvetja til þess að […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2020. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað […]

Bæjarstjórnarfundur 8. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 8. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Fjórtán hlaðvarpsþættir komnir í loftið nú þegar!

Í ágúst 2019 var tekin ákvörðun um að fara af stað með nýja leið í upplýsingagjöf til Hafnfirðinga og annarra hagsmunaaðila Hafnarfjarðarbæjar og í september 2019 leit hlaðvarpið Vitinn dagsins ljós.  Í þáttum Vitans er  fjölbreytt þjónusta sveitarfélagsins tekin fyrir og fá hlustendur þannig tækifæri til að kynnast því fagfólki sem starfar á bak við […]

Tökum höndum saman og hreinsum eftir áramótin

Gleðilegt nýtt ár kæru Hafnfirðingar! Nokkuð mikið er um það tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina. Tökum höndum saman og hreinsum upp eftir áramótin Það er […]

Jólatré ekki sótt heim eftir jól

Tilkynning vegna jólatrjáa Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á því að bærinn hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 21. september 2016 og hafa jólatré ekki verið sótt heim síðan þá. Bent er á að íþróttafélög og félagasamtök eru í dag […]

Íþróttafólk ársins í Hafnarfirði

Íþróttafólk ársins 2019 í Hafnarfirði var valið í dag á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Þórdís Eva Steinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar 2019 og Anton Sveinn McKee, sundkarl úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019. Afrekslið Hafnarfjarðar árið 2019 er meistaraflokkur kvenna og karla hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar sem á árinu urðu bikarmeistarar bæði karla […]

Best skreyttu húsin í Hafnarfirði 2019

Á Þorláksmessu voru verðlaun veitt fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.   Furuvellir 13-25 er best skreytta gatan í annað […]

Ævintýraheimur Bókasafns Hvaleyrarskóla

415 nemendur eru í Hvaleyrarskóla í vetur og markmið skólasafns Hvaleyrarskóla er að styðja við og auka lestur, auk þess að skapa ævintýralegt og áhugavert umhverfi þar sem lestur og bækur eru í hávegum höfð. Skólasafnið er í hjarta skólans, þar sem allir eiga erindi hjá daglega. Bæjarblaðið Hafnfirðingur kíkti í heimsókn og ræddi við […]