Category: Fréttir

Traustur rekstur Hafnarfjarðarbæjar

Rekstrarafgangur ársins var 1.129 milljónir króna fyrir A og B hluta bæjarsjóðs Skuldaviðmið lækkar niður í 112%. Ekki verið lægra í aldarfjórðung Heildartekjur ársins voru 3,6% yfir áætlun eða 926 milljónir króna Veltufé frá rekstri var 14,4% af heildartekjum eða 3.863 milljónir króna Fjárfest var fyrir 5.289 milljónir króna á árinu  Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið […]

Boð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 2. apríl kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veit verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi […]

Samstarf við UNICEF á Íslandi

Hafnarfjarðarbær innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi og bæjarstjóri Hafnarfjarðar undirrituðu samstarfssamning í dag Hafnarfjarðarbær setur upp „barnaréttindagleraugun“ Gleði og eftirvænting ríktu í Hafnarfirði í dag þegar Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu samstarfssamning. Með samningnum hefur Hafnarfjarðarbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stefnir […]

ÁFRAM til virkni og vinnu með þátttöku atvinnulífsins

ÁFRAM verkefni Hafnarfjarðarbæjar miðar að því að bjóða einstaklingum, sem aðstæðna sinna vegna þiggja fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu, upp á möguleika til að virkja hæfileika sína og getu í samstarfi við atvinnulífið og skapa þannig raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað. Meginregla verkefnis er vinna eða virkni í stað bóta. Þannig eru sniðin einstaklingsbundin […]

Tilnefningar til hvatningaverðlauna

Foreldraráð Hafnarfjarðar leitar nú eftir tilnefningum vegna hvatningarverðlauna ráðsins, sem verða afhent á þann 9. apríl nk. Hefur einhver í þínu nærumhverfi stuðlað að eða lagt sitt að mörkum til: aukins foreldrasamstarfs betri tengsla heimilis, skóla og samfélagsins frumkvöðlastarfs í grunnskóla óeigingjarns starfs í þágu grunnskólabarna Tekið er við tilnefningum ásamt rökstuðningi til 1. apríl:  […]

Umsóknarfrestur um örstyrki rennur út 27. mars

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um örstyrk vegna verkefna á Björtum dögum – umsóknarfrestur um allt að 100.000 kr. vegna verkefna sem fara fram meðan á hátíðinni stendur er til og með 27. mars. Örstyrkir – umsóknarfrestur til og með 27. mars Til þess að styðja við frumvæðisverkefni verður hluta af fjármagni […]

Opið fyrir umsóknir í úthlutun lóða í Skarðshlíð 3. áfanga

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í Skarðshlíð 3. áfanga. Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun lóðanna er 22. apríl 2019. Samhliða kynnum við nýja upplýsingasíðu fyrir Skarðshlíðina – nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað!  Ný upplýsingasíða um SKARÐSHLÍÐ er nú komin í loftið – skardshlidin.is Sannkölluð náttúruperla á […]

Aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Í tillögunni er verið að bæta við og breyta núverandi byggingarreitum ásamt því að búa til nýja lóð eins og uppdráttur dags. 03.10.2018 gerir grein fyrir. Breytingartillagan verður til sýnis […]

Rafmagnsleysi í Hafnarfirði

Rafmagnslaust er þessa stundina á Völlunum í Hafnarfirði og að hluta á Holtinu og í Áslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti þá varð útleysing á 11 kV útgangi SP2 í Hamranesi sem olli rafmagnsleysi á þessum stöðum. Líkleg orsök útleysingar er að grafið hafi verið í jarðstreng. Unnið er að viðgerðum.

Nýtt ungmennahús heitir Hamarinn

Ungmennahús, sem nýlega tók til starfa í gömlu Skattstofunni, hefur fengið nafnið Hamarinn. Nýtt nafn var kosið á ungmennahúsið í gærkvöld á stofnfundi húsfélagsins við Suðurgötu 14.  Nafnið Hamarinn varð fyrir valinu úr þeim 18 tillögum sem lagðar voru fram en nafnið er dregið af því fallega útivistarsvæði sem staðsett er stutt frá ungmennahúsinu sjálfu.  […]