Category: Fréttir

Eldhætta vegna veðurs

Vegna veðursins að undanförnu er gróður víða þurr og því eru vegfarendur beðnir um að fara varlega við Hvaleyrarvatn og svæðin í kring vegna eldhættu. Miðað við áframhaldandi veðurblíðu mun eldhættu aukast út vikuna og paradísin okkar Hafnfirðinga er því í verulegri hættu ef ekki verður farið varlega. Kveikjum ekki eld og skiljum einnota grillið […]

Nýsköpunarverkefnið BRÚIN kynnt á Nýsköpunardegi 2019

Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í vikunni fyrir fullu húsi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Að deginum stendur Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Dagskráin samanstóð af fjölbreyttum erindum og þ.á.m. kynningu á BRÚNNI sem er ný nálgun í þjónustu við leik- og grunnskólabörn í Hafnarfirði. BRÚIN – Barn | Ráðgjöf | Úrræði BRÚIN […]

Fjarðarliðar á Special Olympics hitta bæjarstjóra

Flottir Fjarðarliðar heimsóttu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í dag í samsæti tileinkað þeim og árangri þeirra á Special Olympics í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nú í mars. Árangur hópsins var glæsilegur og óhætt að segja að verðlaunin hafi flætt til þeirra.  Fjölhæfir á fjölbreyttu sviði Liðsmenn hjá Firði íþróttafélagi eru fjölhæfir og kepptu þeir í fjölbreyttum íþróttagreinum á […]

Bæjarstjórnarfundur 12. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. júní. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Ærslabelgur á Víðistaðatúni – fyrsta formlega hoppið

Í vikunni var settur upp ærslabelgur á Víðistaðatúni og var hann opnaður formlega í dag. Það þótti mjög viðeigandi að fá þá nemendur, tvær stúlkur í Hvaleyrarskóla og samnemendur þeirra sem sendu inn formlega beiðni um uppsetningu á belg til bæjarstjóra, til að taka fyrsta formlega hoppið á belgnum. Ærslabelgir sem þessir hafa verið settir […]

Úthlutun íþróttastyrkja Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar

Aðildarfélög ÍBH fengu í  gær 11 milljóna króna úthlutun Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar til íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára. Upphæð úthlutunar til hvers félags stýrist annarsvegar af jafnréttishvata og hinsvegar af þeim iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum.  Jafnréttishvataverðlaun 2019 hlutu Brettafélag Hafnarfjarðar fyrir mestu prósentufjölgun stúlkna og Fimleikafélagið Björk fyrir mestu iðkendafjölgun stráka.  […]

Suðurnesjalína 2 – frummatsskýrsla í kynningu

Landsnet hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurnesjalínu 2. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 5. júní 2019 til 18. júlí 2019 á Bókasafni Hafnarfjarðar, skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér Frestur til að senda inn athugasemdir er […]

Setbergsskóli fagnar 30 ára afmæli

Starfsfólk og nemendur Setbergsskóla blésu til veislu í dag í tilefni af 30 ára afmæli skólans með opnu húsi og veglegri afmælisdagskrá. Allir nemendur skólans tóku þátt í að búa til listaverk sem samanstendur af óskum þeirra um framtíðina. Listaverkið prýðir nú einn stærsta vegg skólans. Í tilefni afmælis þótti einnig viðeigandi að nemendur skólans […]

Störf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefjast 11. júní

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 – 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar.  Allir aldurshópar hefja vinnu 11. júní. Miðbæjarhópur, sem samanstendur af eldri ungmennum, hefur þegar hafið störf en öll 17 ára ungmenni fengu starf við vinnuskólann í sumar. 14 ára unglingar vinna aðra hverja viku fyrir hádegi og eftir […]

Fjölskyldugarðar til ræktunar á eigin grænmeti

Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og alla áhugasama. Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum og um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Fjölskyldugarðarnir eru opnir á Víðistöðum og ef eftirspurn er mikil er möguleiki á að opna garða efst á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er kr. 1.500.- […]