Category: Fréttir

Metnaðarfull markmið og vilji til að taka umhverfismál föstum tökum

Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 25.apríl sl. Síðan þá hefur umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar unnið að greiningu á þeim verkefnum sem eru í aðgerðaáætlun stefnunnar. Umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til á fundi sínum í nóvember að boðað verði til íbúafundar í upphafi á nýju ári þar sem umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar verði […]

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?  Þú? Nágranni þinn? Vinur þinn í vesturbænum? Við hvetjum Hafnfirðinga og alla aðra áhugasama til að setja upp stóru jólagleraugun og  senda okkur ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.  Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið og fer verðlaunaafhending fram […]

Ungt fólk og umferðaröryggi – sameiginleg ályktun

Þær Birta Guðný Árnadóttir og Lilja Ársól Bjarkadóttir fóru fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar á málþing á vegum Ungmennaráðs Grindarvíkurbæjar sem fékk styrk frá Eramus+ til þess að standa fyrir málþingi um ungt fólk og umferðaröryggi.  Um sautján ungmennaráð tóku þátt á málþinginu. Einnig mættu til leiks samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Þórólfur Árnason forstjóri […]

Bæjarstjórnarfundur 12. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  12. desember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.     Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Auka pokar fyrir almennt sorp

Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (14. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. Pokarnir eru úr niðurbrjótanlegu […]

Geitungarnir fá Múrbrjótinn 2018

Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi hljóta Múrbrjótinn 2018. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember ár hvert. Í tilefni af því og í tengslum við samkomu sem Ás styrktarfélag og Átak, félag fólks með þroskahömlun héldu í tilefni dagsins og þess að félögin eiga 60 og 25 […]

Tónajól með 2 dívum og 200 nemendum

Annað árið í röð mun Tónlistarskóli Hafnarfjarðar blása til stórtónleika í samstarfi við vel þekkta hafnfirska tónlistarmenn. Í fyrra voru það bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson sem stigu inn til samstarfs en í ár eru það söngkonurnar Guðrún Árný og Margrét Eir sem báðar eru búsettar í Hafnarfirði. Tveir tónleikarnir undir yfirskriftinni Tónajól verða […]

Fræðslufundir um málþroska vekja ánægju og athygli

Á haustdögum voru haldnir fræðslufundir fyrir foreldra barna á aldrinum 6-24 mánaða í Hafnarfirði sem höfðu þann mikilvæga tilgang að fræða foreldra ungra barna um málþroska og málörvun og tengsl málþroska og læsis. Verkefnið er hluti af læsisstefnu Hafnarfjarðar; Lestur er lífsins leikur og um að ræða samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsugæslunnar í Hafnarfirði. […]

Meginmarkmið að tryggja íbúum húsnæði við hæfi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt nýja húsnæðisáætlun um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til ársins 2026. Hlutverk áætlunar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og […]

Áskorun um aukið samstarf og eflingu forvarna barna

Á dögunum var haldið vel sótt málþing um forvarnir í Flensborgarskóla undir yfirskriftinni „Ekki barnið mitt“. Að málþingi stóð foreldraráð Hafnarfjarðar sem er samráðsvettvangur foreldrafélaga í grunnskólum Hafnarfjarðar og málsvari foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði. Hlutverk foreldaráðs er að vinna að sameiginlegum málefnum skólanna og gefa umsagnir um ýmis mál er varða skóla- og fjölskyldumál og […]