Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar Posted maí 15, 2019 by avista Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og alla áhugasama Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri og þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og ef eftirspurn er mikil er möguleiki á að opna efst á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð […]
Hreinsun dælustöðva Fráveitunnar Posted maí 15, 2019 by avista Tilkynning vegna hreinsunar í dælustöðvum Fráveitu Hafnarfjarðar. Komið er að árlegri hreinsun í dælustöðvum Fráveitunnar. Áætlað er að vinna fari fram dagana 20. til 24. maí. Meðan á hreinsun stendur mun eitthvað af skólpi fara um yfirfallsrásir út í sjó en reynt verður að lágmarka það eins og hægt er.
Sölutjöld/hús á 17. júní Posted maí 14, 2019 by avista Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til Hafnarfjarðarbæjar á ith@hafnarfjordur.is Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Umsóknum, merktar 17. júní, ber að skila eigi síðar en þriðjudaginn 25. maí kl. […]
Bæjarstjórnarfundur 15. maí Posted maí 13, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15. maí. Formlegur fundur hefst kl. 15 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Er þitt fyrirtæki að gera spennandi hluti í umhverfismálum? Posted maí 10, 2019 by avista Viltu vera með í umhverfisátaki? Gunnella Hólmarsdóttir heldur úti reikningunum Hreinsum Hafnarfjörð á Instagram og Snapchat þar sem hún deilir hagnýtum leiðum og aðferðum m.a. við flokkun og plokkun auk þess að velta upp öðrum ráðum með fylgjendum sínum. Hún hefur heimsótt fyrirtæki og einstaklinga og vill gera meira af því og tengjast betur hafnfirskum […]
Fjölbreytt starfsemi flytur inn í Lífsgæðasetur St. Jó. Posted maí 10, 2019 by avista Tæplega helmingur leigutaka hafa gengið frá undirritun leigusamninga fyrir fyrsta áfanga Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið nóg um að vera í undirbúningi fyrir Lífsgæðasetur St. Jó sem hefur aðsetur að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Undirbúningur hefur staðið yfir í tæp 2 ár eða frá því Hafnarfjarðarbær festi kaup á húsnæðinu sumarið 2017 og lagði […]
Vertu boðberi hreyfingar – hreyfivikan 2019 Posted maí 10, 2019 by avista Alþjóðleg hreyfivika verður haldin vikuna 27. maí – 2. júní. Viltu gerast boðberi hreyfingar? Heilsubærinn Hafnarfjörður ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í gleðinni og hvetur starfsmenn, bæjarbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki til að gerast boðberar hreyfingar.Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttafélag eða […]
Færsla á möstrum í Hamraneslínum að hefjast Posted maí 9, 2019 by avista Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breytingunum mun hluti þeirra færast tímabundið á kafla við tengivirkið í Hamranes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir undirbúning hafa gengið vel, allt efni sé komið til landsins […]
Suðurhöfn í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25 Posted maí 9, 2019 by avista Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 25 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun byggingarreits, nýtingarhlutfall […]
Kapelluhraun 2. áfangi Posted maí 9, 2019 by avista Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að: lóðirnar Álhella 2 og 3 eru sameinaðar í eina lóð, Álhellu 3. Samanlögð […]