Category: Fréttir

Árlegt eldvarnaátak hófst í dag

Árlegt eldvarnaátak slökkviliðsmanna hófst í Lækjarskóla í Hafnarfirði í dag og stendur það fram í byrjun aðventu. Slökkviliðsmenn heimsækja nemendur í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræða þá um eldvarnir. Einn slíkur heimsótti nemendur í 3.bekk í Lækjarskóla í dag á upphafsdegi átaksins og spjölluðu þau Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri við börnin um eldvarnir. […]

Mögulegar truflanir á afhendingu neysluvatns vegna viðhalds

Vegna viðhalds á vatnsveitulögn má búast við einhverjum truflunum á afhendingu neysluvatns í Hafnarfirði frá kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 21. nóvember, fram eftir morgni og jafnvel degi fimmtudaginn 22.nóvember. Vonir standa til þess að engar truflanir verði á afhendingu vatns en til öryggis er íbúum og fyrirtækjum bent á að passa sérstaklega upp á að skrúfað […]

Ábendingagátt um þjónustu bæjarins – þitt álit takk!

Hvernig hefur þjónusta bæjarins reynst þér? Hafnarfjarðarbær hefur ráðist í verkefni, í samstarfi við Capacent, sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins. Ráðgjafar Capacent vinna nú að greiningu sem er fyrsta skref verkefnisins. Í því felst meðal annars að fá innsýn í upplifun notenda þjónustunnar, það er bæjarbúa […]

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagurinn hefur um árabil verið afar hátíðlegur og viðburðaríkur og þá sér í lagi í hafnfirskum leik- og grunnskólum.  Á þessum degi hefst ræktunarhluti Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar auk þess sem mörg önnur skemmtileg verkefni eru sett formlega. Sérstök rækt við […]

BRÚIN – Barn | Ráðgjöf | Úrræði

Brúin er ný nálgun í þjónustu við leik- og grunnskólabörn í Hafnarfirði sem unnið hefur verið að síðan í lok árs 2016. Þetta viðamikla verkefni snýr að því að finna leiðir til að bæta þjónustu við leik- og grunnskólabörn bæjarins og fjölskyldur þeirra en undanfarin ár hefur fagfólk og foreldrar lýst yfir áhyggjum af því […]

Haustsýning Hafnarborgar 2019 – kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar í ár, Allra veðra von, var valin úr athyglisverðum tillögum síðasta árs og var opnuð þann 31. ágúst sl. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að velja til samstarfs sýningarstjóra, […]

Góð líðan og ánægja nemenda í grunnskólum bæjarins

Niðurstöður viðhorfskannana Skólapúlsins í leik- og grunnskólunum gefa skýrt til kynna að nemendum í grunnskólum bæjarins líður vel, þeir lifa heilbrigðu lífi, eru virkir í námi og hafa gott sjálfsálit. Sveitarfélagið skorar hæst á meðal sveitarfélaga sem taka þátt í könnuninni varðandi þátttöku barna í leikskólastarfi án aðgreiningar. Leik- og grunnskólar Hafnarfjarðar taka allir virkan […]

Tilboð lögaðila í Hraunskarð 2

Óskað eftir tilboðum lögaðila í 32 íbúða fjölbýlishúsalóð að Hraunskarð 2. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild.  Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 10 mánudaginn 19. nóvember. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð.  Tilboð í lóð verða tekin fyrir á bæjarráðsfundi […]

Bæjarstjórnarfundur 14. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  14. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.     Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Dagur í dag er helgaður baráttunni gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og er skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti. Skólarnir í Hafnarfirði hafa tekið virkan þátt í verkefninu og í fjölmörgum skólum hefur vinavika verið í gangi alla vikuna ásamt vinaleikum og fjölgreindaleikum […]