Velheppnaður starfsdagur dagforeldra Posted mars 9, 2015 by avista Föstudaginn 6. mars voru dagforeldrar í Hafnarfirði með starfsdag. Dagurinn var fullskipaður og byrjaði kl. 08:30 á aðalfundi. Aðalheiður Runólfsdóttir var kosinn formaður og til vara Sigríður Júlíusdóttir. Aðrir í stjórn voru kosnar Eyrún Gísladóttir gjaldkeri og Þóra Jónína Hjálmarsdóttir og Steinþóra Þorsteinsdóttir meðstjórnendur. Að aðalfundi loknum sóttu dagforeldrar fræðsluerindi í boði Hafnarfjarðarbæjar um stefnu […]
Spjaldtölvur í Áslandsskóla Posted mars 6, 2015 by avista Áslandsskóli hefur þegar hafið undirbúning að spjaldtölvuvæðingu skólans. Skipulagsvinna er í fullum gangi og í gær fengu kennarar skólans sín Ipad tæki afhent. Framundan er fræðsla og kennsla á þessu mögnuðu tæki. Stefnt er að því að nemendur í 5.-10. bekk fái allir tæki í haust og að til staðar verði einnig bekkjartæki fyrir yngri […]
Ábendingar vegna endurskoðunar á skólastefnu Posted mars 5, 2015 by avista Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu fyrir Hafnarfjörð óskar eftir ábendingum og hugmyndum í endurskoðunarvinnuna. Hann hefur sent út bréf til foreldraráða leikskóla, skólaráða grunnskóla og foreldrafélaga og fleiri tengda aðila, þar sem m.a. segir: “Skólastarf er ein mikilvægasta starfsemi bæjarfélagsins. Nú stendur yfir endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar og erum við undirrituð skipuð í stýrihóp um verkefnið af […]
Barnakóramót Hafnarfjarðar 14. mars Posted mars 5, 2015 by avista Árlegt kóramót hafnfirskra barna, Barnakóramót Hafnarfjarðar, verður laugardaginn 14. mars í Víðistaðakirkju. Mótinu er tvískipt eftir aldri barnanna en alls munu nálægt 280 börn koma þar fram þar sem dagskráin er eftirfarandi: Kl. 12:30 Tónleikar ― yngri kórar Barnakór Hafnarfjarðarkirkju Miðkór Lækjarskóla Litlikór Öldutúnsskóla Kór Áslandsskóla Kór Víðistaðakirkju Kl. […]
Snjóbrettamót í miðbænum Posted mars 5, 2015 by avista Snjóbrettamóti SLARK verður haldið í annað sinn á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar þann 7.mars kl. 13:30. Þar mun allt helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum. Það verður að sjálfsögðu góð tónlist og rugluð stemning á mótinu þar sem að hljómsveitir og plötusnúðar munu halda uppi stemningu á meðan á mótinu […]
Úttekt á Hafnarfjarðarhöfn Posted mars 4, 2015 by avista Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fram fari úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar sl. tíu ár. Úttektin verði víðtækari á hafnarsjóði en áform voru um í áður samþykktri rekstrarúttekt á stofnunum Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöður verða hafðar til hliðsjónar við mótun framtíðarstefnu í málefnum hafnarinnar þar sem m.a. er horft til […]
Bæjarstjórnarfundur í dag kl. 14.00 Posted mars 4, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 4.mars 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Hafnarfjörður heilsueflandi samfélag Posted mars 4, 2015 by avista Hafnarfjörður varð i dag formlegur aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag þegar bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson og Birgir Jakobsson landlæknir skrifuðu undir samstarfssamning. Í Heilsueflandi samfélagi er lögð áhersla á að vinna með fjóra meginþætti: Hreyfingu, næringu, líðan og lífsgæði „ Þetta er spennandi verkefni sem miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Hafnarfjarðarbæjar […]
Á gráu svæði í Hafnarborg Posted mars 3, 2015 by avista Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor. Sýningin ber yfirskriftina Á gráu svæði. David Taylor hefur vakið athygli víða um heim fyrir einstaka og framsækna hönnun. Á gráu svæði er hans fyrsta sýning hér á landi. Sýningin samanstendur af hversdagslegum hlutum eins og lömpum, klukkum […]
Markmiðið að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Posted mars 3, 2015 by avista Fræðsluráð hefur samþykkt að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Í Hafnarfirði er hlutfall leikskólakennara í dag um 31% og aðrir með uppeldismenntun um 17%. Alls er hlutfall fagfólks því um 48% í leikskólum Hafnarfjarðar. Þótt þetta sé í hærri kantinum ef miðað er við önnur sveitarfélög vantar talsvert upp […]