Category: Fréttir

Útboð á aðkeyptri þjónustu – ábati 111 milljónir

  Mikil áhersla hefur verið lögð á að lækka rekstarkostnað Hafnarfjarðarbæjar án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. Einn af liðunum í umbótaferli bæjarins snýr að auknum útboðum á aðkeypti þjónustu. Nýlega voru boðnir þjónustuþættir sem snúa m.a að tryggingum, endurskoðun, skólaakstri, alhliða prentlausnum, framleiðslu á mat og ræstingu. Ábati við útboð þessarra þátta á […]

Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks

  Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir fór af stað í september á þessu ári og er óhætt að segja að mikil gleði sé meðal aðstandenda og ekki síður þátttakenda sem hafa síðustu mánuði verið í starfsnámi, búið til söluvörur fyrir Jólaþorpið, haldið opið kaffihús og haldið úti bloggi.  Sex ungmenni hafa tekið virkan þátt í þjónustuúrræðinu […]

Jóladagskrá Byggðasafnsins

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna. Þar eru þeim sagðar sögur af lífinu í húsinu frá liðnum tíma. Meðal annars er sagt frá jólaeplunum, frá heimsókn danska krónprinsins sem þáði súkkulaði með rjóma og margt fleira áhugavert. […]

Samningur við Samtökin ´78

Hafnarfjarðarkaupstaður og Samtökin ´78 undirrituðu í dag, föstudaginn 11. desember 2015, samstarfssamning um fræðslusamstarf sem hefst á árinu 2016. Meginmarkmið samnings er að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Meginefni samnings er að starfsfólk á vegum Samtakanna ´78 standi fyrir fræðslu fyrir […]

Veggir úr sögu kvenna

  Hafnarfjörður í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og Bæjarbíó hefur sett upp sýningu um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára. Sýningin hefur farið hringinn í kringum landið og verið sett upp í samstarfi við ellefu sveitarfélög.  Nú er komið að Hafnarfirði og er það bæjarfélaginu sannur heiður að fá að hýsa sýninguna í desember. Sýningin hefur nú verið […]

Endurfjármögnun erlendra lána

  Hagræðing nemur tugum milljónum króna   Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt lánveitingu til sveitarfélagsins allt að sex milljörðum króna til endurfjármögnunar á lánum Hafnarfjarðarkaupstaðar við erlenda félagið FMS. Í stað þess að draga að fullu á fyrirliggjandi lánasamning við íslenskan banka hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um 3 milljarða króna lán […]

Blómlegt starf hjá Brettafélaginu

  Fyrir nokkru síðan gerðu Brettafélagið og Hafnarfjarðarbær með sér samning um rekstur og stuðning vegna starfsemi félagsins og í dag var undirritaður samningur sem styður við áframhaldandi starfsemi í húsinu. Aðstaðan ein sú besta á höfuðborgarsvæðinu Hafnarfjarðarbær og Brettafélagið hafa staðið að uppbyggingu innanhúss í gömlu Slökkvistöðinni sem aðallega hefur falist í gerð á […]

Bjartir tímar framundan

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. Aukið veltufé er grunnforsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarfélagsins. Umbætur í rekstri   „Með þessari áætlun […]

Íbúð óskast til leigu sem fyrst

  Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu íbúð í sveitarfélaginu fyrir 6 manna fjölskyldu. Fjölskyldan er á leið til landsins í gegnum móttökuverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga sem felur í sér móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna. Þar af tekur Hafnarfjarðarbær á móti 17 flóttamönnum og er fjölskyldan hluti af þessum hópi.      Íbúðin er ætluð […]

Einhver röskun gæti orðið á skólastarfi

  Það er þakkarvert hversu vel það tókst í nótt að sinna þeim rúmlega 180 verkefnum sem upp komu á stórhöfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs og annarra láta í veðrinu. Fátt fólk á ferli sem auðveldaði mjög störf viðbragðsaðila og gerði þeim kleift að vinna sín störf hratt og örugglega. Íbúar eiga hrós skilið fyrir að fara […]