Flottur salur og frábærir gestir – Jóli Hólm í Bæjarbíó

Fréttir

Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm hefur margsinnis fyllt Bæjarbíó undanfarin ár og farið þar á kostum með sýningum sínum. Hann mætti nú til leiks á aðventunni sem Jóli Hólm í glænýrri skemmtun þar sem þéttur undirleikur var í höndum Halldórs Smárasonar. Þessi sýning er líakst til komin til að vera á aðventunni í jólabænum Hafnarfirði.

Sóli Hólm mætti til leiks sem Jóli Hólm á aðventunni

Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm hefur margsinnis fyllt Bæjarbíó undanfarin ár og farið þar á kostum með sýningum sínum. Hann mætti nú til leiks á aðventunni sem Jóli Hólm í glænýrri skemmtun þar sem þéttur undirleikur var í höndum Halldórs Smárasonar. Að þessu sinni var meiri tónlist, auk sprells inni á milli eins og Sóla er einum lagið. 25 sýningar voru fram að jólum og uppselt á allar.

Sýning sem er komin til að vera á aðventunni

„Jóla Hólm nafnið varð til fyrir nokkrum árum og ég var alltaf á leiðinni að smíða sýningu til að geta notað það. Það tókst og enginn annar staður kom til greina en Bæjarbíó, því þar er alveg mögnuð orka, flottur salur og frábærir gestir. Þetta hús einhvern veginn valdi mig og Palli Eyjólfs, vertinn í Bæjarbíói, hefur reynst mér vel. Ég held að hann hafi enn meiri trú á mér en ég sjálfur,“ segir Sóli hlæjandi og bætir við aðspurður að gestir megi eiga von á að heyra nýjar eftirhermur í bland við gamalkunnar. „Svo tek ég alltaf fyrir málefni líðandi stundar og þeim mun meira sem er hlegið, því fyndnari verð ég einhvern veginn. Þetta er bara gott flæði á milli mín og áhorfenda.“ Gera má ráð fyrir að þessi sýning Jóla Hólm sé komin til að vera í Bæjarbíói á aðventunni í jólabænum Hafnarfirði.

Þetta efni er úr jólablaði Hafnarfjarðar 2022

 

 

Ábendingagátt