Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Píeta samtökin, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi, fengu nýlega 25 milljóna króna styrk í gegnum Erasmus+ menntaáætlun ESB til þess að yfirfæra og þróa áfram námsefni og reynsluprófa námskeið fyrir 13-14 ára ungmenni.
Forvarnarnám gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum fyrir nemendur í grunnskólum
Píetasamtökin , í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi, fengu nýlega 25 milljóna króna styrk í gegnum Erasmus+ menntaáætlun ESB til þess að yfirfæra og þróa áfram námsefni og reynsluprófa námskeið fyrir 13-14 ára ungmenni. Verkefnið hófst formlega í nóvember síðastliðnum.
Verkefninu “Building Resilience and Brighter Futures” (BUILD) er ætlað að veita ungmennum, sem mörg hver upplifa sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaða, verkfæri til að takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautseigju og seiglu og efla sjálfstraust og tilfinningafærni. Nemendum í 8. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og í Kaunas í Litháen verður boðið upp á 6. vikna forvarnanámskeið. Vonir standa til að hægt verði að bjóða námskeiðið öðrum sveitarfélögum til kennslu á næsta ári.
“Hafnarfjörður er heilsueflandi samfélag og leiðandi meðal sveitarfélaga í uppbyggingu forvarnartengdrar þjónustu fyrir börn og ungmenni. BRÚIN, þverfaglegt samstarfsverkefni innan sveitarfélagsins, byggir á snemmtækri íhlutun á fjölþættan hátt í líf barns. BUILD forvarnarverkefnið fellur vel að þessum áherslum og er til þess fallið að mæta þörfum ungmenna fyrir samtal og stuðning á mikilvægum mótunarárum,” segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri.
“Píeta samtökin eru sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnarsamtök og leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi. BUILD verkefnið er mjög mikilvægur liður í forvarnarstefnu samtakanna en til þessa hafa samtökin einungis sinnt einstaklingum 18 ára og eldri. Við erum meðvituð um að forvarnarstarf þarf að byrja fyrr og um mikilvægi þess að kenna börnum og ungmönnum að takast á við erfiðar tilfinningar og andlegar áskoranir. Við höfum mikla trú á því að BUILD verkefnið muni hafa mikil áhrif og þakklát Hafnarfjarðarbæ fyrir að ráðast í það með okkur,” segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna.
Sjálfsvíg og sjálfsskaði ungmenna er flókið viðfangsefni og Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sjálfsvíg og sjálfsskaða ungmenna sem alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Í nýlegri skýrslu samtakanna kemur fram að sjálfsvíg eru þriðja algengasta orsök dauðsfalla meðal 15-19 ára ungmenna og rúmlega helmingur þeirra sem glíma við andleg vandamál byrja að finna fyrir þeim um 14 ára aldur. Nýleg gögn sýna að sjálfsvíg meðal ungmenna 15-19 ára er hæst í Litháen meðal aðildarríkja OECD eða 13 á hverja 100.000 íbúa (2017, engar tölur fyrir Ísland) en sjálfsvíg ungmenna á Íslandi árin 2015-2019 voru 13,6 á hverja 100.000 íbúa (Landlæknir).
Afleiðingar þess að takast ekki á við andlega vanlíðan ungmenna getur orsakað andlega vanheilsu á fullorðinsárum og takmörkun lífsgæða. Geðheilsuefling og forvarnaraðgerðir sem miða að því að styrkja getu barna og ungmenna til að stjórna tilfinningum, sporna við áhættuhegðun, byggja upp þrautseigju og seiglu til að takast á við erfiðar aðstæður og mótlæti, sinna sjálfshjálp og tryggja aðgengi að aðstoð og þjónustu, skipta lykilmáli. Samanber niðurstöður starfshóps um sjálfsvígsforvarnir frá 2018 er skólasamfélagið ákjósanlegasti vettvangurinn til að ná til sem flestra barna og ungmenna með geðrækt og forvarnir og lagt er til að sjálfsvígsforvörnum verði komið á í elstu bekkjum grunnskóla. BUILD verkefnið svarar því kalli. Píetasíminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn, Hjálparsími Rauða krossins er 1717 og Neyðarsíminn 112.
Nánari upplýsingar veita:
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…