Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Starfsfólk Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar átti fróðlegan samráðsfund í dag með Dr. Dubus, Nicole Mignon, bandarískum sérfræðingi í málefnum flóttamanna og háskólakennara
Starfsfólk Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar átti fróðlegan samráðsfund í dag með Dr. Dubus, Nicole Mignon, bandarískum sérfræðingi í málefnum flóttamanna og háskólakennara. Hún er hér á landi á vegum velferðarráðuneytisins og er til ráðgjafar við stjórnvöld og starfsfólk sveitarfélaga um móttöku flóttamanna og heimsótti Hafnarfjörð í dag.
Á fundinum með Nicole voru rædd málefni flóttamanna og þá sérstaklega allt er varðar skólagöngu í leik- og grunnskólum. Megináherslan í sjónarmiðum hennar var að flóttamenn hafa gjarnan erfiðan bakgrunn, áföll, sem vinna þarf úr og þess utan sé mikið mál að aðlagast aðstæðum í nýju, gjörólíku landi. Það er erfitt að vera flóttamaður, ekki síst fyrir fullorðna fólkið. Séu flóttamennirnir líka foreldrar þurfa þeir að takast á við margskonar áskoranir og upplifa sig oft vanmáttug og það eru yfirleitt börnin sem eiga auðveldara með aðlögun og að læra nýtt tungumál. Flóttamenn þurfa oftast stuðning í miklu lengri tíma en við höldum. Ef sá stuðningur er veittur markvisst mun það koma samfélaginu til góða að lokum og vera í raun ódýrara. Það er áskorun fyrir skólakerfi að taka við nýjum nemendum sem eru flóttamenn og viðurkenna sérstakar þarfir þeirra um leið og þau eru studd í að læra og taka þátt í skólastarfi. Mörg börn flóttamanna hafa af ýmsum ástæðum ekki gengið í skóla í langan tíma og sum aldrei.
Sömuleiðis þarf Ísland, og þá skólakerfið um leið, að setja langtímastefnu um móttöku flóttamanna á þessari öld þegar hlýnun jarðar eykst og auknir fólksflutningar eru framundan, kannski í miklum mæli. Þannig er mikilvægt að sett verði heildarstefna og unnið markvisst eftir henni á næstu árum og áratugum. Í slíkri stefnu þarf að skilgreina vel í hverju aðlögun nýrra íbúa skuli vera fólgin og hún studd með raunhæfum aðgerðum. Þá þarf íslenskt samfélag jafnframt að skilgreina á hvern hátt það ætlar sér að vera „fjölmenningarsamfélag“ og hvernig það birtist í skólastarfinu. Fjölbreytni er verðmæti.
Nicole mun jafnframt hitta starfsfólk félagsþjónustunnar og móttökudeildar Lækjarskóla.
Myndin hér ofar er af Nicole og sú neðri af starfsfólki Skólaskrifstofunnar sem hitti hana í dag.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…