Byggingarmál
Sækja þarf um byggingarleyfi hjá bænum fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
Hvenær þarf byggingarleyfi?
Ef grafa á grunn fyrir hús eða mannvirki, reisa það, rífa eða flytja
Til að breyta byggingu, burðarkerfi eða lagnakerfum
Þegar breyta á notkun byggingar, útliti eða formi
Fyrirspurn um byggingarleyfi
Gott er að athuga hvort byggingarleyfi þarf fyrir áætluðum framkvæmdum. Eigandi getur sent inn formlega fyrirspurn gegn umfjöllunargjaldi áður en hönnunarferli hefst til að vita hvort líklegt sé að leyfi muni fást. Teikning þarf að fylgja með en hún þarf ekki að vera fullgerð.
- Byggingarfulltrúi sér um nýbyggingar og breytingar á húsnæði
- Skipulagsfulltrúi sér um breytingar á deiliskipulagi
Skipulags- og byggingarfulltrúar funda á hverjum miðvikudegi um mál sem komu inn vikuna áður.
Jákvætt svar við fyrirspurn er ekki sama og heimild til framkvæmda. Til þess þarf að sækja um byggingarleyfi.
Hvenær þarf ekki byggingarleyfi?
Minni háttar framkvæmdir þurfa ekki byggingarleyfi. Til dæmis:
- Viðhald innanhúss, á lóð, girðingu, bílastæði og innkeyrslu.
- Pallar.
- Skjólveggir og girðingar innan vissra marka.
- Smáhýsi sem er ekki ætlað til gistingar eða búsetu að hámarki 15 m².
Nánari upplýsingar má finna í byggingarreglugerð 2.3.5. gr.
Byggingarfulltrúi
Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með byggingu húsa og mannvirkja í bænum. Hann gefur út byggingarleyfi til að byggja, breyta eða rífa mannvirki og sér um skráningu fasteigna og lóða.
Byggingarleyfi er útgefið af byggingarfulltrúa eftir að byggingaráform hafa verið samþykkt og öllum gögnum skilað inn.
Umsókn um byggingarleyfi
-
Sótt er um byggingarleyfi á Mínum síðum
Eigendur og hönnunarstjóri í þeirra umboði geta sótt um.
- Með umsókninni þarf að fylgja upplýsingar um lóð, lýsing á framkvæmd, teikningar og önnur viðeigandi fylgiskjöl.
- Greiða þarf umfjöllunargjald.
-
Umsókn tekin fyrir
Starfsfólk skipulags- og byggingarfulltrúa fer yfir umsóknina. Ef gögn vantar eða eru ófullnægjandi er umsækjandi látinn vita.
- Fundað er á hverjum miðvikudegi um mál sem komu inn vikuna áður.
- Ef einhverjar athugasemdir eru fær umsækjandi tölvupóst um að skila inn leiðréttingum eða viðbótum. Ef það berst ekki innan 12 mánaða er teikningum fargað og málið fellt niður.
-
Samþykkt byggingaráform
- Umsækjandi fær tölvupóst með upplýsingum um næstu skref, gátlista um hverju þarf að skila inn og gjöld.
- Eigandi fær kröfu í netbanka um byggingargjöld.
- Skila þarf inn séruppdráttum hönnuða rafrænt í gegnum Mínar síður. Aðaluppdrættir og önnur viðeigandi fylgiskjöl skilast inn rafrænt í gegnum byggingarleyfis umsóknina á Mínum síðum samkvæmt gátlista.
-
Skráning byggingarstjóra og iðnmeistara
- Eigandi þarf að skrá byggingarstjóra á verkið.
- Byggingarstjóri skráir iðnmeistara sem koma að verkinu.
-
Lokaúttekt
- Þegar framkvæmd er lokið er sótt um lokaúttekt á Mínum síðum.
- Byggingarfulltrúi tekur út verkið.
- Byggingarstjóri og eigandi fá send lokaúttektarvottorð.
-
Tilbúið húsnæði!
Leiðbeiningar um rafræn skil gagna byggingarmála
Úttektir
Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum. Ekki er nauðsynlegt að taka út öll byggingarstig, en við úttektir er fasteignamat endurreiknað sem getur til dæmist haft áhrif á lánsupphæðir.
Ekki má flytja inn í hús fyrr en öryggisúttekt hefur átt sér stað. Þegar byggingu er lokið fer alltaf fram lokaúttekt. Hafi mannvirkið ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt er hún jafnframt öryggisúttekt.
Á Mínum síðum er hægt að biðja um fokheldis-, öryggis- og lokaúttekt. Fyrir úttektir á öðrum byggingarstigum er best að hafa samband við Þjónustuver á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5500.
Byggingarleyfi synjað
Ef umsókn er synjað vegna þess að framkvæmdir uppfylla ekki ákvæði laga, reglugerðar, skipulags og annars sem málið varðar getur umsækjandi kært niðurstöðuna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem starfar samkvæmt lögum nr. 130/2011.
Afskráning byggingarstjóra
Ef byggingarstjórinn segir sig frá verkinu falla einnig út skráningar allra iðnmeistara. Fráfarandi byggingarstjóri þarf að óska eftir stöðuúttekt með umsókn á Mínum síðum. Skrá þarf nýjan byggingarstjóra og nýja meistara á verkið til að framkvæmdir megi halda áfram.
Eyðublöð vegna úttekta og séruppdrátta
Hér má finna öll eyðublöð vegna umsóknar um öryggis eða lokaúttekt.