Fyrirspurnir vegna byggingarmála

Fyrirspurnir vegna byggingarmála

Senda fyrirspurn

Almennar fyrirspurnir vegna byggingarmála fara í gegnum þjónustuver Hafnarfjarðar. Þjónustuver getur bókað viðtalstíma hjá byggingarfulltrúa sé þörf fyrir því. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurn til skipulags- eða byggingarfulltrúa í gegnum mínar síður.

Fyrirspurnir til byggingarfulltrúa

Bóka þarf viðtalstíma vegna byggingarleyfisumsókna, byggingarmála, svo sem úttekta og séruppdrátta og skipulagsmála í gegnum þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500.

Síma og viðtalstímar hjá byggingarfulltrúa:

  • Síma- og viðtalstímar eru samkvæmt samkomulagi.

Síma og viðtalstímar hjá skipulagsfulltrúa:

  • Símatími skipulagsfulltrúa þriðjudaga og miðvikudaga kl 10-11
  • Viðtalstími skipulagsfulltrúa þriðjudaga kl 11-12

Einnig er hægt að senda beiðni um viðtalstíma hjá skipulagsfulltrúa á skipulag@hafnarfjordur.is

Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna

Umsóknir vegna byggingarmála fara fram með rafrænum hætti og eru aðgengilegar á mínum síðum Hafnarfjarðar eða á vef Hafnarfjarðar. Allar tegundir teikninga skal skila með rafrænum hætti og leiðbeiningar vegna skila á stafrænum gögnum má finna hér.

Þjónustuver Hafnarfjarðar getur aðstoðað við skil á rafrænum umsóknum og fylgigögnum en hægt er að hafa sambandi við þjónustuver í síma 585-5500.

Frágangur og hönnun lóða

Frágangur lóða skal almennt vera í samræmi við byggingarreglugerð og sér lóðarhafi um framkvæmdir og frágang á sinni lóð og ber ábyrgð á að allt sé í samræmi við samþykktar teikningar, skipulagsskilmála og hæðartölur skv. hæðarblaði.

Það hafa verið útbúnar leiðbeiningar sem eru ætlaðar til að auka gæði við útfærslu og hönnun lóða og sem leiðbeiningar við framkvæmdir og afgreiðslu erinda. Í þessum leiðbeiningum er fjallað um helstu atriði sem snúa að frágangi íbúðarhúsalóða, hvað er leyfilegt og hvað ekki.