Hamraneslína 1 og 2 skipulagslýsing - breyting á aðalskipulagi

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025  vegna færslu Hamraneslínu 1 og 2 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. 

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. desember 2022. var samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna lagningar Hamraneslínu 1 og 2 í jörð.  Um er að ræða lagningu jarðstrengs frá Gráhelluhrauni að tengivirki í Hamranesi. 

Skipulagslýsingin verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 14.12. 202211.01.2023. Einnig er hægt að skoða gögnin hér að neðanÞ

Ábendingum við skipulagslýsinguna skal senda á skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 11.01.2023. 

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður