Frístundaaksturinn er byrjaður

Fréttir

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri fóru í gær ferð með frístundaakstrinum með 40 börnum. Í þessari ferð frá Áslandsskóla, Setbergsskóla og Lækjarskóla og börnum skilað á fimleikaæfingu hjá Björkunum og knattspyrnuæfingar hjá FH og Haukum.

Frístundaakstur er hafinn í Hafnarfirði þar sem börnum í 1. og 2. bekk gefst tækifæri á að fá akstur frá öllum grunnskólum bæjarins á íþróttaæfingar.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri fóru í gær ferð með frístundaakstrinum með 40 börnum. Í þessari ferð frá Áslandsskóla, Setbergsskóla og Lækjarskóla og börnum skilað á fimleikaæfingu hjá Björkunum og knattspyrnuæfingar hjá FH og Haukum.

Öllum börnum í 1. og 2. bekk gefst færi á að nýta sér þennan akstur og farið er frá öllum skólum bæjarins. Til að byrja með er eingöngu ekið á æfingar hjá Björkum, fótboltaæfingar hjá FH og Haukum. Hinsvegar er hér um upphafsskref að ræða við að stytta vinnutíma barna og verið er að skoða hvort hægt sé að aka börnum í Tónlistarskólann auk þess sem öðrum íþróttagreinum og tómstundafélögum verður gefin kostur á að tengjast þessum akstri. Í dag eru hátt í 300 börn skráð í aksturinn og er skráð í hann á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is.

Fræðsluráð ákvað að aksturinn yrði foreldrum að kostnaðarlausu en flestir hafa keypt vistun fyrir börn sín á frístundaheimilum sem getur varað til kl. 17.00 á hverjum degi.

Það eru Hópbílar sem sjá um aksturinn en fyrirtækið hefur lengi séð um akstur nemenda grunnskóla í sund- og íþróttakennslu. Til að tryggja öryggi og utanumhald barnanna er starfsmaður frá frístundaheimilunum með í hverjum bíl

 

Ábendingagátt