Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Útskrift fyrstu þátttakenda úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum, og þar með frumkvöðla verkefnisins í Hafnarfirði, markaði ákveðin tímamót hjá Janusi heilsueflingu og Hafnarfjarðarbæ. Í febrúar á þessu ári eru liðin tvö ár frá því að tilraunaverkefni um heilsueflingu eldri borgara hófst.
Útskrift fyrstu þátttakenda úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum, og þar með frumkvöðla verkefnisins í Hafnarfirði, markaði ákveðin tímamót hjá Janusi heilsueflingu og Hafnarfjarðarbæ. Í febrúar á þessu ári eru liðin tvö ár frá því að tilraunaverkefni um heilsueflingu eldri borgara hófst. Um 160 þátttakendur skráðu sig til heilsueflingar í upphafi árs 2018 og á dögunum luku 115 þátttakendur á aldrinum 65-92 ára tveggja ára heilsueflingarferli með formlegri útskrift með frábærum árangri. Hópurinn getur fljótlega með nýju smáforriti fylgt eftir eigin þjálfun í gegnum æfingaáætlanir, fylgst með árangri sínum og haldið utan um daglega hreyfingu. Smáforritið er hugsað sem eftirfylgni og áframhaldandi hvatning fyrir hópinn.
Frá útskrift hópsins í Hafnarborg – Rósa bæjarstjóri og flotta teymið á bak við Janus heilsueflingu afhentu viðurkenningar.
Reglulegar mælingar hafa verið gerðar á sex mánaða fresti á tímabilinu og hefur árangur verið einstaklega góður. Fyrsta mæling var framkvæmd fyrir þátttöku í verkefninu og sú fimmta og síðasta eftir tveggja ára heilsueflingu. Sérstaklega má nefna að blóðþrýstingur þátttakenda hefur lækkað á tímabilinu, styrkur og hreyfifærni aukist, afkastagetu fleytt fram auk þess sem mat þátttakenda á eigin heilsu og velferð hefur styrkst til muna. Verkefninu hefur fylgt regluleg fræðsluerindi með áherslu á næringu og ýmsa heilsutengda þætti eins og núvitund, lyfjanotkun í tengslum við þjálfun og fræðslu um jafnvægi og æfingar fyrir jafnvægisþjálfun.
Bein áhrif á daglegt líf og mögulega búsetu til lengri tíma litið
Helsti árangur á nokkrum lykilbreytum eru meðal annars þær að dagleg hreyfing hefur aukist um tæplega 80% og þátttakendur nú að ganga um 15 mínútum lengur á degi hverjum. Þá hafa þeir aukið styrktarþjálfun sína um 425%. Þátttakendur hafa mætt að jafnaði 2,1 skipti í styrktarþjálfun á viku en mjög fáir lögðu stund á styrktarþjálfun áður en þeir tóku þátt í verkefninu. Efri mörk blóðþrýstings hafa farið úr 149 í 138 mmHg sem er lækkun um 7,4%. Það verður að teljast góður árangur. Neðri mörk blóðþrýstings voru sambærileg milli mælinga, fóru úr 82 mmHg niður í 81 mmHg. Gripstyrkur bæði karla og kvenna jókst á tímabilinu, hjá konum um 10,5% og karla um 11,9% sem er mjög áhugavert þar sem styrkur veikist yfirleitt með hækkandi aldri ef þjálfun er ekki til staðar. Styrkur í fótleggjum, að standa upp úr stól, jókst um 43% á tímabilinu. Huglægt mat þátttakenda á eigin heilsu óx á tímabilinu um 20,6% sem er mjög áhugaverð niðurstaða m.t.t. hækkandi aldurs þátttakenda. Það er einstaklega áhugavert og má leiða líkum að því, m.t.t. framangreindra niðurstaða, að viðkomandi einstaklingar geti stundað athafnir daglegs lífs lengur, dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu og komið í veg fyrir of snemmbæra innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili. Þessi þróun á bættri heilsu og velferð eldri einstaklinga er til þess fallin að hafa mjög jákvæð áhrif á fjárhag ríkis og sveitarfélaga á komandi árum, verði unnið áfram markvisst að heilsutengdum forvörnum þessa aldurshóps.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…