Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. júlí 2011 kl. 00:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 369

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1105338 – Norðurbakki 11-13.breyting á byggingarleyfi

      Fagtak ehf sækir um að gera breytingu á áður samþykktum teikningum vegna Norðurbakka 11-13. Nýjar teikningar (skráningartöflur) bárust þann 14. júlí 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1107183 – Straumsvík 123154. mats.60, breyting á byggingarleyfi

      Alcan á Íslandi sækir 13.07.11 um breytingu á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Þéttflæðistöð, viðbygging stækkuð. Mats.60 landnúmer 123154. Samkvæmt teikningum Sigurbjörns Kjartanssonar dags.31.05.11. Stimpill frá heilbrigðiseftirlit og slökkviliði er á teikningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1107182 – Straumsvík 123154,mats. 14, breyting á byggingarleyfi

      Alcan á Íslandi sækir 13.07.11 um breytingu á byggingarleyfi fyrir Þjónustubyggingu við steipuskála mats.14 landnúmer 123154 samkvæmt teikningum Sigurbjörns Kjartanssonar dags. 08.02.11. Stimpill frá heilbrigðiseftirlit og slökkviliði er á teikningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1107186 – Berghella 1, breyting á byggingarleyfi

      Gámaþjónustan ehf sækir 13.07.11 um breyta byggingaleyfi landnúmer 179987. 1.hurð felld út, útiljós sett á tvo staði samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags.02.05.08 breytt 11.07.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1106195 – Skilti við Reykjanesbraut

      Einar Bollason, Haukur Birgisson og Jóhannes Viðar Bjarnason óska eftir með erindi dags. 22. júní 2011 að setja upp skilti skv. meðfylgandi gögnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 29.06.11 á að umsóknin er ekki í samræmi við samþykkt um skiltagerð sem nýverið hefur verið samþykkt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 0812110 – Glitvangur 31, saunahús og lóðastækkun

      Lagt fram bréf Hönnu Láru Helgadóttur dags. 11.07.11 þar sem þess er farið á leit að fallist verði á þá tæknilegu útfærslu á framkvæmdum við gufuhús og sturtu sem jarðvinnuverktaki hyggst nota við verkframkvæmdir, sbr. meðfylgjandi gögn. Jafnframt er farið á leit að gengið verði frá nýjum lóðarsamningi vegna stækkunar lóðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á útfærslu framkvæmda. Gengið verður frá nýjum lóðarleigusamningi þegar mæliblað liggur fyrir.

    • 1107223 – Vesturbraut 15, fyrirspurn

      Edda Ársælsdóttir leggur inn 19.07.11 fyrirspurn um viðbyggingu, hækka þak og fækka um eina íbúð samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dagsettar 23.06.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Húsafriðunarnefndar og til skipulags- og byggingarráðs þegar umsögn liggur fyrir. Erindið krefst breytingar á deiliskipulagi.

    • 1107211 – Kjóahraun 12,gámur án stöðuleyfis.

      Kjóahraun 12,gámur án stöðuleyfis á bílastæði v/Kjóahraun 3.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum Kjóahrauns 12 skylt að fjarlægja gám sem er staðsettur á bílstæði bæjarins við Kjóahraun 3,sem er án stöðuleyfis.

    • 1107226 – Blikaás 41-43,gaddavír á girðingu.

      Kvartanir vegna gaddavírs á girðingu við gangstíga.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að fjarlægja gaddavírinn innan 4 vikna. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 10101779 – Álfaskeið 35,39. Fokheldi, lokaúttekt, esk.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 25.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1104370-1 – Hamarsbraut 12, viðbygging og skráning

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 20.7.2005 viðbyggingu við húsið nr. 12 við Hamarsbraut. Síðasta úttekt var þakvirki 14.6.2006. Það vantar lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 25.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1105248 – Heiðvangur 66, sólstofa skráning í fasteignaskrá

      Byggingarfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 6.6.2005 sólstofu við Heiðvang 66, síðasta skráða úttektin er á botnplötu.Lokaúttekt er ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 25.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1105477 – Lækjargata 8, skráning á bifreiðageymslu

      Byggingarfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.11.2005 byggingu á mhl 03, bifreiðageymslu á lóðinni nr. 8 við Lækjargötu. Síðasta skráða úttekt er á þakvirki o.þ.a.l. er mhl ekki skráður í fasteignaskrá.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 26.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 11023224 – Lækjarkinn 24, sólstofa og skráning

      Breyting á anddyri/vindfangi var samþykkt af byggingarfulltrúa dags 18.12.2003, þá þegar var komin samþykkt fyrir sólstofum bæði á efri og neðri hæð. Engar úttektir hafa verið gerðar á framkæmdum.Einnig vantar eignaskiptasamning og lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 26.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.Einnig þarf að skila inn eignaskiptasamningi.

    • 11023225 – Miðvangur 27, skráning á sólstofu

      Byggingarleyfi fyrir sólstofu var samþykkt dags 15.10.2004 við húsið nr. 27 við Miðvang. Engar úttektir hafa farið fram.Lokaúttekt er ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 26.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1105498 – Miðvangur 108, skráning á sólstofu

      Byggingarfulltrúi samþykkti á fundi sínum dags 8. júní 2005 byggingu á garðskála yfir verönd. Síðasta skráða úttekt á Garðarskálanum er á botnplötu dags 1.7.2005.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 29.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1103016 – Miðvangur 155, skráning á viðbyggingu

      Þann 31.10.2003 samþykkti byggingarnefnd viðbyggingu yfir bifreiðageymslu við húsið nr. 155 við Miðvang. Síðasta úttekt er á burðarvirki árið 2004, en viðbyggingin er ekki skráð í fasteignaskrá.Lokaúttekt er ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 29.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1103029 – Móabarð 37, skráning á bifreiðageymslu mhl 02

      Byggingarfulltrúi samþykkt dags 28.7.2004 bifreiðageymslu mhl 02 á lóðinni nr. 37 við Móabarð. Síðasta skráða úttekt er á veggjum og loftplötu, mhl. 02 óskráður í fasteignaskrá.Lokaúttekt er ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 29.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1103133 – Sævangur 1, skráning á stigahúsi (viðbyggingu)

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 15.12.2004 viðbyggingu stigahús, við húsið nr. 1 við Sævang, engar úttektir eru skráðar á viðbygginguna. Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 30.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1103091 – Vallarbarð 14, skráning á bifeiðageymslu

      Byggingarleyfi fyrir tvöfaldri bifreiðageymslu var samþykkt þann 27.8.2002, síðasta skráða úttekt er á plötu og lögnum.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 30.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.Einnig á eftir að skila eignaskipasamning.

    • 1103131 – Þrúðvangur 3, skráning á viðbyggingu

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 19.8.2003 viðbyggingu við húsið nr. 3 við Þrúðvang. Dags 15.8.2006 var tekið út þakvirkið.Lokaúttekt er ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 31.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1103015 – Miðvangur 153, skráning á sólstofu

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 27.10.2004, sólstofu yfir bílgeymslu á húsinu nr. 153 við Miðvang. Engar úttektir né meistari er skráður.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 31.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    C-hluti erindi endursend

    • 1107221 – Eskivellir 21, breyting

      ER hús ehf sækir 19.07.2011 um breytingar á Eskivöllum 21, gerðar breytingar á svalalokunum, hiti í gólfum felldur niður og aðkomu að lóð breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 19.07.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1107151 – Koparhella og Gullhella, lokun hringaksturs

      F.h. Steypustöðvarinnar Borg þá óskar Bjarni Rúnar Þórðarson með bréfi dags 06.07.2011 eftir því að setja færanlegar lokur(steypuklossa) á tvo staði við ómalbikaðar götur við Koparhellu og Gullhellu. Umsögn framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Nauðsynlegt er að samþykki Hlaðbæjar-Colas liggi fyrir. Einnig þarf umsækjandi að skoða hvort Geymslusvæðið er að nota aðkomu frá Gullhellu. Sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt