Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. ágúst 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 371

Mætt til fundar

  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1108012 – Kaldárselsvegur K3,reyndarteikningar

      Guðbjörg Helga Guðbrandsdóttir leggur inn reyndarteikningar þann 5. ágúst 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 10102107 – Hraunbrún 24, byggingarleyfi

      Hilmar Ásgeirsson sækir um að setja þakglugga á húsið og byggja svalir samkvæmt teikningu Þorleifs Björnssonar byggingafræðings dags. 17. maí 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1107267 – Fléttuvellir 23, veggur á milli lóða

      Pálmar Pétursson óskar eftir að reisa steyptan vegg á lóðarmörkum nr. 21 og 23 við Fléttuvelli skv. uppdrætti Luigi Bartolozzi dags. 6. júní 2011. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og óskar eftir sérteikningum.

    C-hluti erindi endursend

    • 1012130 – Bréfdúfnafélag Íslands, svæði til afnota

      Borist hefur tölvupóstur og uppdráttur dags. 8. ágúst 2011 þar sem Vilhelm xxx óskar eftir f.h. Bréfdúfnafélas Íslands að setja niður dúfnakofa á áður úthlutuðu svæði við Krýsuvíkurveg.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1108010 – Fagraberg 16, framkvæmdir við lóðarmörk

      Lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa varðandi lóðarframkvæmdir við lóðarmörk við Fagraberg 16.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1107221 – Eskivellir 21, breyting

      ER hús ehf sækir 19.07.2011 um breytingar á Eskivöllum 21, gerðar breytingar á svalalokunum, hiti í gólfum felldur niður og aðkomu að lóð breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 19.07.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir frekari gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1108025 – Bæjarhraun 24, breyting

      Vörumerking ehf sækir um þann 4. ágúst 2011 um að setja hurð á stigagang og breyta innréttingu á skrifstofu skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu.

    • 1108027 – Hringhella, milliloft í rými 0104.

      Dverghamar ehf. óskar eftir með erindi dags.5. ágúst 2011 að setja milliloft í rými 0104.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1108060 – Hnoðravellir 31, vinnuherbergi.

      Gosi ehf, óskar eftir að setja vinnuherbergi að Hnoðravöllum 31.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1107261 – Steinhella 17 a, fyrispurn um skilti og fl.

      Borist hefur fyrirspurn frá Brammer ehf dags 27. júlí 2011 um að setja upp fánastöng og skilti við innkeyrslu innan lóðar ásamt skilti (logo) á húsgafl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina, en bendir á að skráður eigandi hússins þarf að sækja um byggingarleyfi.

    • 1107113 – Flatahraun 5a, fyrirspurn um skilti

      Fyrirtækið Norður og niður ehf óskar eftir að setja upp rauðan símaklefa við innkeyrslu að Flatahrauni 5a. Samþykki meðeigenda í húsi liggur fyrir dags. 5. ágúst 2011.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir nánari gögnum þar sem staðsetning og útlit er skilgreint.

    • 1108040 – Vesturbraut 18, fyrirspurn

      Þorkell Þorkelsson leggur inn fyrirspurn þess efnis að skipta um klæðningu á hluta húss.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1108067 – Vallarbarð 14, fyrirspurn.

      Halldór Ingólfsson legggur inn fyrirspurn um að fá leyfi til að stækka inngang að aftan við húsið um 9 fm. Einnig er óskað efir að setja girðingu meðfram stíg að aftan við hús 1. 8 m.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á þetta kallar á breytingu á deiliskipulagi.

Ábendingagátt