Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. október 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 381

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1109333 – Fagrakinn 15,breyting

      Guðrún Bergsteinsdóttir sækir 26.09.11 um breytingu á byggingarleyfi. Kyndiklefa var breytt í baðherbergi, neðri hæð stækkar. Samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dag.26.09.11 Nýjar teikningar bárust 05.10.11 einning umboð frá eigendum. Nýjar teikningar bárust 14.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110100 – Eyrartröð 13, breyting á innraskipulagi mhl.02

      Eyrarfell ehf og Stokkhylur ehf sækja 07.10.2011 um númerabreytingu og breytingu á innra skipulagi á MHL.02. sjá meðf. bréfi. teikningar samkvæmt Jóni Guðmundssonar dagsettar 28.09.2011 Leiðréttar teikningar bárust 17.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109155 – Norðurbakki 11 og 13,breyting á eignahaldi sameign í séreign.byggingarleyfi

      Fagtak ehf sækir þann 13.09.2011 um að breyta eignahaldi á hluta þaksvala úr sameign sumra í séreign samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni dagst. 25.janúar 2006. Nýjar teikningar bárust 18.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110215 – Hlíðarás 26.breyting á gluggapóstun og bílskúrshurð.byggingarleyfi

      Bjarni Frostason sækir þann 19.10.2011 um leyfi til að gera breytingu á gluggapóstun og bílskúrshurð samkvæmt teikningum frá Þormóði Sveinssyni, dagst. 13.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1110149 – Holtsgata 8, fyrirspurn um gám á lóð.

      Rögnvaldur Jónatansson leggur 13.10.11 fram fyirspurn um að setja niður gám á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um tíma og tilgang staðsetningar gámsins.

    • 1110121 – Flatahraun 11, eldvarnaskoðun

      Fasteignir Ríkissjóðs Borgartúni 6,101 Reykjavík. Varðandi Flatahraun 11.Við eldvarnarskoðun þann 09.02.11 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 14.05.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.

    • 1110122 – Stapahraun 7, eldvarnaskoðun

      Fjórhjólalagerinn ehf, Stapahrauni 7. Við eldvarnarskoðun þann 14.04.11 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 15.07.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.$line$

    • 1110124 – Trönuhraun 8, eldvarnaskoðun

      Stoð ehf Trönuhrauni 8.Við eldvarnarskoðun þann 30.11.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 10.03.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.$line$

    • 1110125 – Trönuhraun 6, eldvarnaskoðun

      Stálskip ehf Trönuhrauni 6.Við eldvarnarskoðun þann 02.12.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 10.03.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.$line$

    • 1110126 – Gjótuhraun 3, eldvarnaskoðun

      Formatlausnir ehf,Gjótuhrauni 3. Við eldvarnarskoðun þann 01.12.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 08.03.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.$line$

    • 1110128 – Gjótuhraun 5, eldvarnaskoðun

      Iðnmark ehf, Gjótuhrauni 5.Við eldvarnarskoðun þann 01.12.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 08.03.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.

    • 1110129 – Flatahraun 3, eldvarnaskoðun

      Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64. Varðandi Flatahraun 3.Við eldvarnarskoðun þann 25.11.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.Brotið telst umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest til að gera úrbætur til 01.03.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.

    • 1110130 – Trönuhraun 5, eldvarnaskoðun

      Spennubreytar ehf Trönuhrauni 5. Við eldvarnarskoðun þann 01.12.10 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir eru í ólagi.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eigenda á að lagfæringar hafi verið gerðar.

    • 1109259 – Norðurbakki 13,gámar.

      Sigurður Gíslason arkitekt f.h. húsfélagsins Norðurbakka 15 ber fram kvörtun yfir ryðguðum gámum við lóð Norðurbakka 13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á þá dagsektir skv. 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110138 – Dalshraun 11, fyrirspurn vegna bílastæða.

      Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarráð hefur falið skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að fyrirkomulagi bílastæða við Dalshraun milli Hjallahrauns og Stapahrauns í samráði við framkvæmdasvið. Þetta mál verður skoðað í því samhengi.

Ábendingagátt