Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. október 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 382

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1009262 – Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur

      HS-Orka sækir með bréfi dags. 10.10.11 um framlengingu framkvæmdaleyfis fyrir borholur í Krýsuvík. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti framkvæmdaleyfið 06.10.2010 eftir umfjöllun skipulags- og byggingarráðs með eftirtöldum skilyrðum: Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar. Umsóknin samræmist skipulagslögum nr. 123/2010.

    • 1110081 – Vallarbyggð 6, endurnýjun á byggingarleyfi

      Þórður Magnússon sækir 06.10.11 um endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt 14.okt.2009.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110271 – Erluás 39.Reyndarteikningar

      Steindór Guðjónsson kt.311241-4869 leggur þann 24.10.2011 inn reyndarteikningar, teiknaðar af Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt.141250-4189 dagst. 10.06.01.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110143 – Álfaskeið 16, breyting á byggingarleyfi

      Gísli Jónsson sækir 12.10.11 um að byggja viðbyggingu við húsið, sólstofu og gróðurhús samkvæmt teikningum Pálma Ólasonar dags. 12.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 með tilvísun í 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 11032743 – Trönuhraun 10, hurð á austurhlið

      Trönuhraun ehf sækir 29.03.2011 um breytingar á útliti, óska eftir að fá að setja hurð á austurhliðina, samkvæmt teikningum Kristjáns Eggertssonar dagsettar 01.02.2011.Bréf varðandi riftun, barst frá Lögheimum ehf þann 24.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1110302 – Lóð fyrir dreifistöð H.S. Veitna hf. við gatnamót við Straumsvík

      Borist hefur erindi frá HS-veitum dags. 05.10.11 þar sem óskað er eftir að fjarlægja dreifistöð sem er stauravirki við lóð Alcan og setja í stað þess upp litla dreifistöð á lóð sem Alcan hefur látið þeim í té.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar.

    • 1110262 – Álfhella 17, fyrirspurn

      Slysavarnafélagið Landsbjörg og Gunnar Bergmann Stefánsson leggja 21.10.2011 inn fyrirspurn óska eftir svari hvort að mögulegt sé að fá byggingaleyfi fyrir skrifstofu/starfsmannaskála á lóðinni Álfhellu 17. Gefið verður timabundið byggingaleyfi í 1.ár á meðan verið er að undirbúa sökkla og aðkomu fyrir húsinu á endanlegri staðsettningu, sjá gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðaruppdráttum í samræmi við grein 12.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 með umsókn um byggingarleyfi.

    • 0906206 – Stekkjarberg 9, lóðarfrágangur

      Borist hafa kvartanir vegna frágangs á lóð, vinnuskúrs o.fl. auk opins húsgrunns sem vatn flæðir inn í og skapar hættu fyrir börn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum varðandi fyrirætlanir um framhald byggingarframkvæmda. Berist þær ekki innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi fella byggingarleyfið úr gildi í samræmi við 2. mgr. 14. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110276 – Íshella 8, viðbygging, úttektir, byggingarstig og notkun.

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 15.3.2005 viðbyggingu við húsið nr. 8 við Íshellu. Síðasta skráða úttekt er á botnplötu viðbyggingar 11.5.2006 en viðbyggingin er risin og í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 28.11.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1110257 – Ásvellir 1, mhl 03,04 og 05 Sjálfsafgreiðslustöð, byggingarstig og notkun

      Þann 15.12.2010 var samþykkt byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð N1 á Ásvöllum 1. Búið er að taka stöðina í notkun án undangenginna öryggis- eða lokaúttektar. Einnig vantar eignaskiptayfirlýsingu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 23.11.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.Einnig vantar eignaskiptayfirlýsingu.

    • 1110223 – Eyrartröð 12, viðbygging, fokheldi og skráning

      Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Vegna misskilnings milli hönnuðar og eigenda þá sýndu uppdrættir breytta skráningu úr 4 mhl í 1 mhl, sem gerir það að verkum að í stað 4 fastanúmera verður bara eitt fastanúmer. Ekki var sótt um breytta skráningu. Það þarf annað hvort samrunaskjal til að ganga frá þeirri skráningu eða að eigendur skili inn reyndaruppdráttum þar sem mhl merking og skráning er leiðrétt. Einungis mhl 01 átti að stækka sem nemur viðbyggingunni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.11.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1110292 – Sörlaskeið 21, byggingarstig og notkun

      Hesthúsin við Sörlaskeið 21 eru skráð á byggingarstigi 4 og 5 og matstigi 5 og 8.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 25.11.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    C-hluti erindi endursend

    • 1110261 – Trönuhraun 6,breyting

      Stálskip ehf sækir 21.10.11 um breytingu á Bo hurð í rými 0103. Samkvæmt teikningum Ágústar G.Sigurðarsonar dags.04.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sýna þarf breytinguna á útlitsteikningu.

    • 1110251 – Dalshraun 15, breyting

      Fylkir ehf sækir 21.10.2011 um breytingu á innra skipulagi kjallara og jarðhæða. einnig er sótt um hækkun girðingar norðan við hús og létta viðar framhlið við aðalinngang og við inngang í kjallara samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 14.10.2011. Samþykki eiganda barst einnig, sjá gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt