Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. nóvember 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 386

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1111218 – Hörgsholt 23 a,b breyting á skráningartöflu

      Enok Jón Kjartansson og Hrannar Sigurðsson sækja um 17.11.11 um að breyta skráningartöflu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorleifssonar dags.nóv 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110251 – Dalshraun 15, breyting

      Fylkir ehf sækir 21.10.2011 um breytingu á innra skipulagi kjallara og jarðhæða. einnig er sótt um hækkun girðingar norðan við hús og létta viðar framhlið við aðalinngang og við inngang í kjallara samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 14.10.2011. Samþykki eiganda barst einnig, sjá gögn. Nýjar teikningar með samþykki nágranna og stimpli frá slökkviliðinu bárust 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1111236 – Sólvangsvegur 2, breyting á byggingarleyfi

      Fasteignir ríkissjóðs sækja 18.11.11 um að bæta við flóttaleið úr matssal. Merkjum breytt í samráði við brunahönnun. Þorvarður L.Björgvinsson teiknaði dags.10.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010

    • 1111158 – Klukkuvellir 10 Byggingarleyfi

      Haghús ehf. sækir um að byggja raðhús að Klukkuvöllum 10 á einni hæð, Samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðversonar dag.09.11.11. Nýjar teikningar bárust 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1111159 – Klukkuvellir 12, Byggingarleyfi

      Haghús ehf. sækir um að byggja raðhús að Klukkuvöllum 12 á einni hæð, Samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðversonar dag.09.11.11. Nýjar teikningar bárust 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1111161 – Klukkuvellir 14, Byggingarleyfi

      Haghús ehf. sækir um að byggja raðhús að Klukkuvöllum 14 á einni hæð, Samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðversonar dag.09.11.11. Nýjar teikningar bárust 18.11.11

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1111162 – Klukkuvellir 16,Byggingarleyfi

      Haghús ehf. sækir um að byggja raðhús að Klukkuvöllum 16 á einni hæð, Samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðversonar dag.09.11.11. Nýjar teikningar bárust 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1111163 – Klukkuvellir 18, Byggingarleyfi

      Haghús ehf. sækir um að byggja raðhús að Klukkuvöllum 18 á einni hæð, Samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðversonar dag.09.11.11. Nýjar teikningar bárust 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1106239 – Hvammabraut 2, lóð fyrir dreifistöð

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 20.9.2011 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hvamma í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aulýst með athugasemdafrest til 18. nóvember 2011. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1111183 – Hraunstígur 5 og 7, mhl 02 skráning og notkun

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 2.5.2001 byggingu á bílskúrum mhl 02 við Hraunstíg 5 og 7. Mhl 02 er skráður á bst. 1 í fasteignaskrá en á loftmynd sést að þeir eru fullbyggðir. Síðasta skráða úttekt er á veggjum 1.hæð þ. 8.8.2001.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt á bílskúrunum innan þriggja vikna. Síðan lokaúttekt.

    • 1111231 – Öldugata 35, skráning á mhl 02 bílskúr og stækkun 01.

      Þann 25.10.2006 samþykkti byggingarfulltrúi byggingu á mhl 02 bílskúr við húsið nr. 35 við Öldugötu og breytingar á þaki o.fl. Síðasta skráða úttekt var stöðuúttekt þegar byggingarstjóri fer af verkinu ásamt meisturum. Þá kemur fram að hækkun á risi hefur ekki verið tekin út.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt á bílskúrunum innan þriggja vikna. Síðan lokaúttekt.

    • 1111245 – Hringhella 2.Steypustöðin ehf.

      Hringhella 2. Steypustöðin ehf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum innan tveggja vikna um rekstrarleyfi Steypustöðvarinnar ehf skv. byggingarreglugerð nr. 441/1998 skv. gr. 131.10. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1111248 – Koparhella 1.Steypustöðin Borg.

      Koparhella 1.Steypustöðin Borg.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum innan tveggja vikna um rekstrarleyfi Steypustöðvarinnar Borg skv. gr. 131.10. í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1109156 – Suðurgata 72 ólöglegar framkvæmdir

      Tilkynnt hefur verið um ólögmætar breytingar í kjallara hússins, Suðurgötu 72, íbúð merkt 01-0001 fastanúmer 2079787 (eignarhluti 9,8% heildar fasteignar) mun vera þinglýst eign Björns Sigtryggssonar kt. 151154-5657.Viðtal 21.09.2011, 0001 hefur verið skipt upp í tvö rými til útleigu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda rýmisins skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1111255 – Klukkuvellir 20-26, breyting á deiliskipulagi

      Teiknistofan Kollgáta fyrir hönd Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, óskar eftir með bréfi dags. 14.11.11, áliti skipulagsyfirvalda á undanþágu eða breytingu á deiliskipulagi fyrir raðhús R8.

      Erindið samræmist ekki skipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í breytingu á deiliskipulagi verði sótt um hana.

    C-hluti erindi endursend

    • 1111190 – Austurgata 36, breyting á skráningartöflu.

      Gunnar Guðmundsson og Harpa Lind Hilmarsdóttir sækja 16.11.11 um breytingu á skráningartöflu. Samkvæmt teikningum Erlends Á.Hjálmarsonar dag.07.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt