Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. desember 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 388

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1111390 – Kirkjuvellir 9, svalalokun byggingarleyfi

      Húsfélagið Kirkjuvöllum 9. sækir 30.11.11 um að loka svölum með gleri. Einnig að lengja timburveggi fyrir framan sérafnotahluta samkvæmt teikningum Gunnars Pálls Kristinssonar dags. 20.11.11. Undirskrift eiganda fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1112002 – Íshella 8, stöðuleyfi fyrir gám.

      Promens Tempra óskar með tölvupósti dags. 30.11.11 eftir stöðuleyfi fyrir gám að Íshellu 8, þar sem geymd verða lífræn leysiefni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

    • 1011349 – Óseyrarbraut 40A, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 40A, er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Hvorki hefur verið tekið út fokheldi né lokaúttekt á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna.

    • 1112028 – Björgunarsveit HFJ. staðsetning skilta 2011

      Björgnunarsveit HFJ sækir um að setja niður 13 skilti vísvegar um bæinn frá 10.des til 10.janúar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrgð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum.

    C-hluti erindi endursend

    • 1112062 – Hjallabraut 55.kennslustofur

      Byggingin hefur að mestu verið færð til samræmis við deiliskipulag, sjá þó meðfylgjandi athugasemdir. Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og beinir til umsækjanda að leita umsagnar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Helibrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Ábendingagátt