Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. desember 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 390

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1112062 – Hjallabraut 55.kennslustofur

      Hjallastefnan ehf sækir þann 06.12.2011 um leyfi til að byggja við kennslustofur sem eru fyrir aðstöðu kennara, sérkennslu og eldhús samkvæmt teikningum frá Kjartani Ó Sigurðssyni kt. 1210665809 dagst 07.08.2011 Nýjar teikningar bárust 19.12.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1111391 – Klukkuvellir 20-26, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í auglýsingu skv. 41. greinar skipulagslaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarráð hefur áður tekið jákvætt í erindið.

    • 1112153 – Norðurbakki 7-9, fyrirspurn

      Haghús ehf og Bygg Ben ehf leggja 20.12.2012 inn fyrirspurn, óska eftir leyfi til þess að fjölga íbúðum í blokkum tveimur við Norðurbakka 7. og 9. úr 62. íbúðum í allt að 78. íbúðir. Bílastæðum verður fjölgað til móts við þessa fjölgun íbúða, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1111122 – Úr Áslandi - Hvaleyrarvatn, lóðarleigusamningur

      Hreiðar Sigurjónsson f.h. St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, leitar eftir staðfestingu á landamerkjum og lóðarleigusamningi eða samningi um afnot lands í kringum skátaskálann við Hvaleyrarvatn.

      Skipualgs- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til bæjarráðs, en bendir jafnframt á að erindið krefst breytingar á deiliskipulagi.

    • 1112151 – Miðvangur 41, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Fyrirspurn Jóns Ingvars Garðarsonar dags 14.12.11 varðar Miðvangi 41(Matshluti 01). Um er að ræða 200 fm og óskað er eftir að skipta eigninni í 2 hluta. Eignin hefur 2 innganga, annan á norður og hinn á vestur hlið.Inngangur á vesturhlið hef er hugsuð sem 100 fm aðstöðu fyrir rekstur. Í þeim hluta sem eftir stendur er áhugi fyrir að skipuleggja stúdíóíbúðir 1-3.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir og bendir jafnframt á að auglýst stúdíóíbúð sem umsækjandi vísar til er án samþykkis. Sjá meðfylgjandi minnispunkta.

    • 1112169 – Lónið og nágrenni, náttúruvernd

      Kristján Freyr Karlsson óskar með bréfi dags. 15.12.2011 eftir að taka að sér umsjón og gæslu við Hvaleyrarlón og taka svæðið á sitt nafn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem það er í umsjá Umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 0908248 – Hringhella 8, byggingarstig og notkun

      Hringhella 8, á bst. 1 en skv. tímafresti úthlutunarskilmála, átti fokheldi að skilast 15.3.2007 og fullbúið 15.8.2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um öryggis- og lokaúttekt innan 4 vikna í samræmi við 1. mgr. 15. greinar og 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1112175 – Dalsás 8-12, byggingarstig og notkun

      Vakin er athygli á að síðasta skráða úttekt á Dalsás 8 er úttekt á hitalögnum í nóvember 2011, síðustu skráðu úttektir á nr. 10 og 12 er vegna fokheldis. En skv. loftmynd virðist mannvirkið að fullu risið og nokkrar íbúðir komnar með matstig 7. Það vantar fokheldi á nr. 8 ásamt lokaúttekt á öllum mhl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um þær öryggisúttektir og lokaúttektir sem vantar innan 4 vikna.

    • 1008114 – Hvaleyrarbraut 41, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið, sem er á iðnaðarsvæði, enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerði 02.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt fram bréf Magnúsar Árnasonar f.h. Gullborg Invest þar sem beðið er um frest á lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á að veita umbeðinn frest.

    C-hluti erindi endursend

    • 1112131 – Suðurvangur 14, svalalokun íbúð. 0301.

      Berglind Hólmfr Bjarnadóttir sækir 15.12.2011 um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 0301. samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dagsettar 24.11.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt