Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. júlí 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 419

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Auk þess sátu fundinn María Guðmundsdóttir byggingarfræðingur og Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn María Guðmundsdóttir byggingarfræðingur og Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1206395 – Brekkuás 27, breyting

      Bjarni Guðni Jóhannesson sækir 28.06.2012 um breytingar á áður samþykktum teikningum, stækkun á einbýli í samræmi við br. skipulagsskilmála. Teikningar samkvæmt Brynjari Daníelssonar dagsettar 19.06.2012. Nýjar teiknigar bárust 09.07.2012. Lagfærðir uppdr. bárust 18.7.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1207214 – Reykjavíkurvegur 45, breyting á notkun

      Ísland kristin þjóð,félag leggur inn breytta skráningartöflu 18.07.2012 þar sem skráningu er breytt úr félagsheimili í kirkju/safnaðarheimili.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1205140 – Vallarbarð 12.byggja yfir svalir

      Þorsteinn Svavarsson sækir þann 09.05.2012 um að byggja yfir svalir á einbýlishúsi við vallabrað 12 samkvæmt teikningum frá Sigurði Hafsteinssyni. Samþykki eiganda fyrir sameiningu á mhl 01 og 03, liggur fyrir þ. 24.7.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1206169 – Víkingastræti 2, viðbyggingar, byggingarstig og skráning

      Hótelið er skráð 691,4 m2 í dag en skv. nýjustu samþykkt frá árinu 2009, á það að vera 1247,3 m2. Síðasta skráða úttekt er frá árinu 2007, yfirferð vegna fokheldis. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né að ný eignaskiptayfirlýsing hafi borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við þeim innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðíst við erindinu fyrir þann tíma.

    • 1206053 – Reykjavíkurvegur 30, umgengni og bílastæði

      Vakin er athygli á slæmu ástandi í bílastæðismálum í botnlanga Kjóahrauns vegna bílaverkstæðis á Reykjavíkurvegi 30. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi starfsleyfi verkstæðisins, en staðsetning þess er ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025. Umsögn Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að ekki hefur verið gengið frá lóðarleigusamningi fyrir stækkun lóðarinnar til norðurs. Skipualgs- og byggignarfulltrúi gerir eiganda skylt að fjarlægja bílhræ og annað í eigu hans sem er utan lóðar innan fjögurra vikna. Enn fremur bendir skipulags- og byggingarfulltrúi á að ekki er heimilt að vera með bílaviðgerðir á þessum stað.

    • 1207256 – Álfaskeið 77, númeralausir bílar, kerrur, utan lóðar

      Vakin er athygli á, að á lóðinni nr. 77 við Álfaskeið og inn á sameiginlega lóð, er komið safn af númeralausum bílum, kerrum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda Álfaskeiðs 89 að fjarlægja bíla af sameiginlegri lóð innan þriggja vikna.

    • 1101045 – Selvogsgata 21.Ólöglegar framkvæmdir.

      Íbúðarlánasjóður óska eftir 6 mánaða frest til að ganga frá burðarvegg sem tekinn var niður ólöglega af fyrri eiganda. Íbúðin er í söluferli

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á að veita umbeðinn frest.

    • 1207137 – Hverfisgata 22, fyrirspurn

      Árni Björn Ómarsson leggur inn 05.07.2012 fyrirspurn um að breyta mænisstefnu á skúr á lóðinni, sjá meðfylgjandi gögn og myndir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1207249 – Unnarstígur 3, fyrirspurn

      Ketill Árni Ketilsson leggur fram 23.07.12 fyrirspurn um að stækka hús um 2,4m í suðu-austur, 4,1 í norðvestur og hluta hús 3,5 í suðvestur. Einnig færsla á bílskúr frá suðaustur hlið húss að norðaustur hlið sbr. fylgiskjöl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins sem er í vinnslu.

    • 1207225 – Brekkugata 14, fyrirspurn, deiliskipulag

      Ragnar Björn Agnarsson leggur 19.07.2012 inn fyrirspurn um að fá að breyta deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra breytinga -Stækkun á kjallara, -stækkun 1.hæðar, -nýr bílskúr og breyting á lóð . Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskiulagi, sem síðan yrði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1207226 – Fagraberg 38,Viðbygging

      Jóhann Sigurðsson sækir 19.07.2012 um að byggja viðbyggingu við Fagraberg 38, samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 01.06.2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt