Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. ágúst 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 420

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1207338 – Herjólfsgata 120848, mhl 05 niðurrif

      HS Orka sækir þann 31.07.2012 um leyfi fyrir niðurrifi á spennustöð, mhl 05, en búið er nú þegar að fjarlægja bygginguna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. $line$Nýjir eigendur, Miðengi, óska eftir fresti á greiðslu dagssekta meðan þeir skoða málið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita umbeðinn frest til 1. september n.k.

    • 0812107 – Vesturgata 18-20, framkvæmdir

      Vísað er í fyrri samskipti varðandi frágang á lóðamörkum að lóðum við Vesturbraut samkvæmt lóðasamningi. Ekki hefur verið brugðist við fyrirmælum skipulags- og byggingarfulltrúa eða skipulags- og byggingarráðs. Dagsektir voru settar á eigendur, kr. 50.000 á dag frá og með 01.02.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun setja áfallnar dagsektir í innheimtu, verði umrætt verk ekki hafið innan tíu daga frá dagsetningu þessa fundar og lokið innan þriggja mánaða. Enn fremur mun skipulags- og byggingarfulltrúi að innheimtu lokinni láta framkvæma verkið á kostnað eigenda í samræmi við 3. mgr. 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 og 10. grein lóðarleigusamnings.

    • 1206372 – Hamarsbraut 17 bílastæði

      Athugasemd hefur borist um að verið sé að tyrfa lóðina þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum. Borist hafa bréf frá eigendum dags. 20.07.12 þar sem færð eru rök fyrir að hafa bílastæðin á öðrum stað en sýnt er í skipulagi og á lóðablaði. Einnig hafa borist bréf sömu dags. þar sem athugasemdir eru gerðar við hreinsun á götunni og frágangi götunnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að skila inn byggingarleyfisuppdrætti með þeim tillögum um bílastæði sem getið er í bréfinu. Bréf varðandi hreinsun og frágang eru send áfram ú umhverfis- og framkvæmdasvið.

    C-hluti erindi endursend

    • 1207325 – Sólvangsvegur 3.þjónustuíbúðir aldraðra

      Höfn öldrunarmiðstöð sækir þann 31.07.2012 um leyfi til að breyta heilsugæslu á Sólvangsvegi 3 í íbúðir samkvæmt teikningum frá Hilmari Þór Björnssyni kt.280845-3109.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1207275 – Sléttahraun 14, stækkun á svölum

      Helgi G. Kristinsson sækir 26.07.12 um að stækka svalir samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundssonar dags. 20.07.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1207321 – Óseyrarbraut 6,reyndarteikningar, breyting v/eldvarnarveggja

      Guðmundur Á Tryggvason leggur 31.07.12 inn reyndarteikningar, breyting á Eldvarnarveggjum. Samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinsonar dag.09.02.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt