Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. ágúst 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 421

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Hrólfur Sigurður Gunnlaugsson

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1207338 – Herjólfsgata 120848, mhl 05 niðurrif

      HS Orka sækir þann 31.07.2012 um leyfi fyrir niðurrifi á spennustöð, mhl 05, en búið er nú þegar að fjarlægja bygginguna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1207196 – Spóaás 7, lagfæring á stétt

      Í erindi frá umhverfis- og framkvæmdasviði segir að lóðarhafi hafi grafið undan stétt við götuna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir húseiganda skylt að laga umrædda gangstétt innan 4 vikna.

    • 1208019 – Garðavegur 15,stækkun á bílastæði

      Sævar Guðmundsson sækir um 1.8.2012 stækkun á bílastæðum við lóð sína á Garðavegi 15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1011369 – Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 33 er skráð á bst. 4 og mst 8, 2 eignir af 6 eru skráðar á mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra 01.12.10 skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Lokaúttekt synjað þar sem byggingarstjóri mætti ekki, en eigendur voru þó á staðnum. Bréf var ekki sent á byggingarstjóra og ekki liggur fyrir hvort eigendur hafi látið hann vita af úttektinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði aftur til lokaúttektar 11.08.2012 sem er röng dagsetning.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 17.10.2012 kl. 14:00 í samræmi við 36. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. $line$Nýjir eigendur, Miðengi, óska eftir fresti á greiðslu dagssekta meðan þeir skoða málið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir greiðslufrest til 01.10.12.

    • 1112175 – Dalsás 8-12, byggingarstig og notkun

      Vakin er athygli á að síðasta skráða úttekt á Dalsás 8 er úttekt á hitalögnum í nóvember 2011, síðustu skráðu úttektir á nr. 10 og 12 er vegna fokheldis. En skv. loftmynd virðist mannvirkið að fullu risið og nokkrar íbúðir komnar með matstig 7. Það vantar fokheldi á nr. 8 ásamt lokaúttekt á öllum mhl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 21.12.11 byggingarstjóra skylt að sækja um þær öryggisúttektir og lokaúttektir sem vantar innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra/eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0811079 – Furuás 30, breyting, nýr hönnuður.

      Húsið er enn skráð á byggingarstigi 3, þó svo að það virðist fullbyggt. Fokheldisúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.05.12 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi á Mannvirkjastofnun um áminningu í samræmi við lög um Mannvirki nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. október 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi á Mannvirkjastofnun um að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við sömu lög.

    • 1012192 – Klukkuvellir 7, byggingarstig

      Klukkuvellir 7, sem er fjölbýlishús er skráð fokhelt, þó svo að fólk sé flutt inn. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 15.03.2012, en ekki var brugðist við því. Tölvupóstur barst 09.02.12 þar sem óskað var eftir fresti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar til laga um mannvirki nr. 160/2010 þar sem segir að ekki sé heimilt að taka hús í notkun nema fram hafi farið öryggisúttekt (stöðuúttekt skv. eldri byggingarreglugerð). Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um öryggisúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011235 – Móhella 2, byggingarsstig og notkun

      Móhella 2 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst.4 og mst. 4, þrátt fyrir að vera tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.02.2012. Ekki var brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mum skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011244 – Rauðhella 8, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 8 eru skráðar 3 eignir, sem eru skráðar í bst. 4 mst 8, nema 0103 sem er skráð bst 4 mst.7, allar teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 26.03.2012. Byggingarstjóri var með útfyllta umsókn og ætlaði að fara í lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mum skipulags- og byggingarfulltrúi grípa til úrræða laga um mannviski nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1011327 – Selhella 9, byggingarstig og notkun

      Selhella 9 sem er á athafnasvæði , mhl 01 og 02 eru skráðir á bst/mst 1, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 25.02.11 en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið stenst ekki fokheldi fyrr en sótt hefur verið um byggingarleyfi fyrir milliloftinu og skila inn burðarþolsteikningu af því.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum skylt að skila inn réttum teikningum innan fjögurra vikna, og byggingarstjóra að sækja samhliða um fokheldi og síðan lokaúttekt. Yrði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

      Skipulags- og byggigarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mum skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011271 – Steinhella 2, byggingarstig og notkun

      Á Steinhellu 2 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 3 eignir sem eru á byggingarstigi/matsstigi 4, þrátt fyrir að hafa verið teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 21.02.2012 Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. október 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi á Mannvirkjastofnun um að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við sömu lög.

    C-hluti erindi endursend

    • 1208013 – Hafravellir 1, Byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson sækir um f.h.lóðarhafa, byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. teikningum dags. 31.7.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt