Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. nóvember 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 437

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1211250 – Hamarsbraut 16.breyting á áður samþykktum teikningum

      Ólöf Ragnarsdóttir sækir þann 19.11.2012 um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum teikningum dagst.19.09.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1211330 – Fjarðargata 13-15, stöðuleyfi v/ gáms.

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir um að setja upp gámasölustað fyrir flugelda, tímabilið 26.12.12 til 08.01.13.Staðsetningu má sjá á meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1211296 – Trönuhraun 9, byggingaáform á lóð

      Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar leggur inn fyrirspurn dags 18.11.12 varðandi byggingaráform fyrirtækisins á lóð fyrirtæksins og leitar eftir samþykki skipulagsyfirvalda á þaim.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1211180 – Burknavellir 11 lokaúttekt

      Í ljós hefur komið að húsið er fullbyggt og tekið í notkun án þess að lokaúttekt hafi farið fram.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 12.12.12 kl. 13.15 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Arnóri Friðþjófssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011369 – Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 33 er skráð á bst. 4 og mst 8, 2 eignir af 6 eru skráðar á mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra 01.12.10 skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 17.10.2012 kl. 14:00 í samræmi við 36. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjóra Runólf Þór Ástþórsson í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 kr. 20.000 á dag frá og með 01.01.13 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu á byggingarstjóra í samræmi við 57. grein sömu laga.

    • 1211318 – Álfaskeið 51,ólöglegar framkvæmdir.

      Álfaskeið 51, ólöglegar framkvæmdir,steyptur stigi rifinn, og settur tréstigi í staðinn. Ekki er byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um byggingarleyfi innan 4 vikna eða fjalægja stigann að öðrum kosti og endurbyggja upphaflegan stiga.

    • 1201596 – Strandgata 55 (Víkingastræti 1), breyting

      Við vettvangsskoðun 26. janúar sl. kom í ljós að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi veitingastaðarins. Teikningum er skipt út þann 07.05.2012. Í samræmi við umsögn Húsafriðunarnefndar gerði skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda skylt 18.04.12 að loka götum á eldvarnarvegg eða leggja inn teikningar sem samþykktar hafa verið af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur skal leggja inn reyndarteikningar sem sýna orðnar breytingar, m.a. færslu stiga. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Eigandi mætti í viðtal 02.05.12 og óskaði eftir fresti meðan verið væri að vinna teikningar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að skila inn umbeðnum teikningum innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1210094 – Dalshraun 5 ólögleg búseta

      Borist hafa vísbendingar um ósamþykkta íbúð og ólöglega búsetu að Dalshrauni 5. Húsið er á athafnasvæði og búseta því óheimil og erindi þar um hefur áður verið synjað. Borist hefur ábending frá einum eiganda um að búsetan sé í íbúðum sem ekki eru skráðar sem slíkar. Við vettvangsskoðun kom í ljós að gerðar hafa verið íbúðir í rýmum 201, 202 og 302 án þess að samþykktar teikningar lægju fyrir.

      Þar sem skráð hefur verið lögheimili í þeim tveimur eignarhlutum sem skráðar eru sem íbúðir gerir skipulags- og byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við búsetu í þeim. Frekari skráning íbúða í húsinu verður ekki heimiluð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 400/1998, grein 4.6.1, og búseta í öðrum hlutum hússins er ekki heimil. Eigendum þeirra rýma þar sem ólöglegar breytingar hafa verið gerðar ber að færa þau í fyrra horf.

    • 1011231 – Hringhella 14, byggingarstig og notkun

      Hringhella 14 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 5 og mst. 8, en húsið hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Lokaúttekt var framkvæmd 30.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna.

    • 0912150 – Miðhella 4, byggingarstig og notkun

      Miðhella 4, er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 4, fokhelt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 20.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Byggingarstjóri Gunnar Rósinkranz mætti ekki á staðinn, en eigendur höfðu síðan samband og sögðu málið í vinnslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á hann dagsektir í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við 57. grein sömu laga.

    • 1011348 – Óseyrarbraut 6, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 6 er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við því, og skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.03.11. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Fram kemur að byggingarstjóri Sigurður Bjarnason hafi skráð sig af verki árið 2005, og enginn ráðinn í hans stað. Allar framkvæmdir eftir það eru því á ábyrgð eigenda. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 04.07.12 skylt að ráða byggingarstjóra sem sækti um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Reyndarteikningar voru samþykktar 22.08.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir eigendum frest til 01.01.13 að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan þess tíma. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1211284 – Norðurhella 11,byggingarleyfi

      Alexander Ólafsson sækir 22.11.12 um að byggja nýtt verslunarhúsnæði að Norðurhellu 11, samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónsonar dag.20.10.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt