Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. mars 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 651

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1611374 – Skútahraun 9a, breyting á norðurenda.

      Tekið fyrir að nýju.
      Hamravellr ehf sækja 25.11.16 um að setja upp hrávinnsluaðstöðu í norðurenda samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dags.20.11.16.
      12.12.16 Nýjar teikningar bárust með stimpli frá Slökkviliðinu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1702429 – Eyrartröð 18,breyting

      Storvík,útibú á Íslandi sækir 24.02.17 um breytingu á gluggum,hurðum ásamt smávæginlegum öðrum breytingum. Samkvæmt teikningum Valgeirs Steindórssonar dag.feb 2017. 01.03.17 nýjar teikningar bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1703023 – Steinhella 10, reyndarteikningar

      Advania Data Centers ehf. leggur 02.03.2017 fram reyndarteikningar eftir lokaúttekt teiknaðar af Davið Karl Karlsyni 09.03.2004. Breyting á brunarvörnum og innra skipulagi. Teikningar stimplaðar með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðis, Heilbrigðiseftirlit og yfirfarðar af brunahönnuði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1605323 – Norðurhella 9, breyting, gistiheimili.

      Tekið fyrir að nýju.
      Mótandi ehf. sækir 18.5.2016 um leyfi til að byggja 16 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 11.5.216. Húsið er steinsteypt á hefðbundinn hátt einangrað og klætt að utanverðu. Nýjar teikningar bárust 15.12.2016.
      Nýjar teikningar bárust 09.01.17
      Nýjar teiknignar bárust 16.01.17
      Nýjar teikningar bárust 10.02.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1612419 – Miðvangur 41,breyting

      Jón Ingi Garðarsson ehf sækir 29.12.16 um að breyta heitum á rýmum og bæta við milliloftum í geymslurýmum samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags.03.08.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1703121 – Klettahraun 23, byggingarleyfi

      Magnús Ingi Óskarsson og Signý Jóhannesdóttir sækja 08.03.2017 um stækun stofu og lækkun gólfs,stækkun bílskúrs, stækkun baðherbergis, niðurrif innveggja samkvæmt teikningum Freyrs Frostasonar dags 07.03.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkir að grenndarkynna erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1703089 – Reykjavíkurvegur 66, aðgengi að baklóð hússins - flóttaleiðir.

      Borist hefur ábending frá eiganda að Reykjavíkurvegi 66 þar sem bent er á skert aðgengi að bakhlið hússins með þeirri augljósu hættu sem gæti skapast ef kalla þyrfti til sjúkra- eða slökkvibíl. Kvöð um aðgengi frá Trönuhrauni er mjög óljós og þarna eru atvinnufyrirtæki sem hafa sett á akstursleiðina ýmiskonar lausamuni sem fylgir starfsemi húsana en þarna er að finna m.a. bílapartasölur, bílasprautunarfyrirtæki og viðgerðir og framleiðslu spennubreyta.

      Byggingarfulltrúi bendir eigendum á að hafi þeir hug á að færa akstursleið og óska eftir kvöð frá Hjallahrauni er það háð samþykki eigenda að Reykjavíkurvegi 64.

    • 1701045 – Reykjavíkurvegur 72, breyting innanhúss

      Tekið fyrir að nýju.
      Norðurey ehf. sækir 04.01.2017 um að breyta innra fyrirkomulagi samkvæmt teikningur Ívars Haukssonar 02.01.2017
      Nýjar teikningar bárust 31.01.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1703032 – Suðurgata 73,breyting á deiliskipulagi

      Ásmundur Kristjánsson sækir 03.03.17 um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda samkvæmt teikningum sem liggja fyrir hjá byggingarfulltrúa.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1610376 – Rauðhella 8, reyndarteikningar

      H.Jacobsen ehf,Verkfast ehf og A.H önglar leggja 26.10.16 inn Reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundsonar dag.20.10.16.

      Afgreiðslu frestað, vantar stimpil slökkviliðs.

    • 1604295 – Suðurgata 73, viðbygging

      Ásmundur Kristjánsson sækir 13.4.2016 um að gera viðbyggingu við Suðurgötu 73, samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar 4.4.2016

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1611183 – Drangahraun 14, breyting

      Drangahraun 14 ehf leggur 14.11.16 inn umsókn um að breyta innra fyrirkomulagi allra rýma 1.hæð og 1.hæð skipt upp í 3 eignir samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 08.10.16

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1703062 – Fjóluhvammur 1, breyting innandyra og gluggar

      Jónas Óskarsson og Lovísa Skarphéðinsdóttir sækja 06.03.2017 um breytingu innandyra og gluggum samkvæmt teikningum Steinars Geirdal dags. 07.02.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1702234 – Gjáhella 3, byggingarleyfi, stálgrindarhús

      Tekið fyrir að nýju.
      Selið fasteignafélag ehf. sækir 14.02.2017 um að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 07.12.2016. Stimplill Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er á teikningum (09.02.2017).

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1702342 – Álhella 7, byggingarleyfi

      Geymslusvæðið sækir 20.02.2017 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús á steyptum sökli samkvæmt teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 20.02.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1702333 – Hringhella 12, breyting, milliloft

      Ísrör ehf sækir 20.02.2017 um breytingu á skráningu úr lager í iðnað og þjónustu. Bætt við milliloft í einingu 0101 samkvæmt teikningum Erlends Á. Hjálmarssonar dags. 11.02.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1702224 – Hvaleyrarbraut 29,breyting,rými 0101 og 0104

      Sótt er um að bryta innra skipulagi í rými 01-*01 og 01-04 og teikna inn og skrá milliloft í báðum rýmum. Samkvæmt teikningu jón Guðmundsson dags. 19.11.2016

      Afdgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1606273 – Grandatröð 3, breyting

      Bræðrabakki ehf sækir þannn 15.6.2016 um að breyta gluggum á efri hæðum beggja bila á vestur, austur og norðuhlið hússins skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 30.5. 2016 sem bárust 29.11.2016.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1611260 – Trönuhraun 8, viðbygging og breytingar

      Stoð ehf sækir 18.11.2016 um að byggja efri hæð verkstæðisins samkvæmt teikningum Grétars Markússonar dags 20.04.2006.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1701363 – Trönuhraun 3, mhl.03, reyndarteikning

      Guðjón Ágúst Luther leggur 24.01.2017 inn reyndarteikningar af mhl.03 1.hæð 0101 og milligólfi 0105 teiknað af Eyjólfi Valgarðsyni dags.20.01.2017

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1609572 – Flatahraun 3, breyting inni

      Verkalýðsfélagið Hlíf sækir 23.09.2016 um breytingu innanhús (setja upp kennslustofur), samkvæmt teikningum Þorsteins Haraldssonar dags. 10.09.2016.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1701308 – Hvaleyrarbraut 29, 010203, reyndarteikning

      J. og E. ehf og Hörður Guðlaugsson leggja inn 20.01.2017 reyndarteikningar. Teiknað er inn milliloft sem þegar er.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1610001 – Íshella 1-3a, byggingarleyfi

      K16 ehf. sækir 3.10.2016 um leyfi til að byggja limtrésskemmu á lóðinni samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags.26.09.2016.

      Afgreisðlu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1610361 – Hvaleyrarbraut 22, reyndarteikningar

      Gunnfánar ehf leggja 25.10.16 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Bjarna Óskars Þorsteinssonar dag.20.10.16

      Afgreisðlu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1610375 – Langeyrarvegur 4, byggingarleyfi, fjölgun íbúða

      Brynjar Ingólfsson óskar með tölvupósti 7.3. 2017 um að erindi hans frá 26.10.2016 um að fá tvær íbúðir samþykktar samkvæmt teikningum Bjarna Óskars Þorsteinssonar dags. 18.10.2016 verði tekið fyrir að nýju. Stimpill Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er á teikningum.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjaði erindinu 2.11. 2016.

      Afgreiðslu fresta milli funda.

Ábendingagátt